Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2015, Qupperneq 8

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2015, Qupperneq 8
Þeir sem búið hafa í erlendri stórborg kannast margir við það undarlega lögmál tilviljunarinnar að uppáhaldskaffihúsið, bakaríið eða kínverska veitingastaðinn (þann ódýrasta ef um er að ræða námsárin) skuli vera að finna í sömu götu og maður býr. Þannig var því einmitt háttað um uppáhaldsbókabúðina mína þau sjö ár sem ég bjó í ,,hommahverfinu“ í París; hún var til húsa skáhallt á móti þar sem ég bjó, á horni Rue Sainte-Croix de la Bretonnerie og Rue Vieille du Temple og var opin fram á kvöld alla sjö daga vikunnar. Bókabúðin heitir Les Mots à la Bouche sem gæti útlagst „Með orðin á vörunum“ og það sem fyrst vakti athygli mína var útstillingarglugginn með bókum eftir fjölda höfunda sem ég hafði mætur á; Lorca, Auden, Jean Genet, Jean Cocteau, Walt Whitman og fleiri. Mig minnir að þar hafi líka verið stillt út bókum um kvikmyndaleikstjórann Visconti og arkitektinn Philip Johnson. Þegar inn var komið reyndist búðin bólstruð með bókum frá gólfi til lofts, á nokkrum borðum og um allt gólf voru sömuleiðis bókastaflar sem þurfti að skáskjóta sér á milli og ekki var með góðu móti rúm fyrir fleiri en fimm viðskiptavini í einu. Þar bættust við fleiri góðkunningjar; Rimbaud, Verlaine, Oscar Wilde, Proust, Byron lávarður, Emily Dickinson, Henry James, Marguerite Yourcenar, Tennessee Williams, Allen Ginsberg og nóbelsverðlaunahafarnir Selma Lagerlöf, André Gide, Thomas Mann og Patrick White. Þar voru líka bækur eftir ýmsa fræðimenn – Roland Barthes, Foucault, Wittgenstein – og einnig um myndlistarmenn, allt frá Michelangelo, Leonardo da Vinci og Caravaggio til Andy Warhol og ýmissa samtímalistamanna. Í mínu fyrsta innliti í búðina keypti ég samtalsbók við myndlistarmanninn Francis Bacon. Það tók mig hins vegar nokkurn tíma að átta mig á því að Les Mots à la Bouche væri hinsegin bókabúð en allir ofangreindir rithöfundar og listamenn eru eða voru hinsegin. Les Mots à la Bouche var innvígsla mín í bókmenntaheiminn; þar var ég daglegur gestur og kynntist verkum fjölda rithöfunda sem ég þekkti ekki áður, meðal annars hinum djarfa, frumlega og fallega Hervé Guibert. Guibert framdi sjálfsmorð, orðinn blindur og langt leiddur af HIV-veirunni árið 1992, 37 ára gamall. Ég grét í þrjá daga og hugsa enn oft um það hvílíkur missir fráfall þessa rithöfundar var fyrir bókmenntaheiminn. Nokkrum árum áður lést náinn vinur Guiberts, heimspekingurinn Michel Foucault, einnig af völdum HIV-veirunnar og í upphafi tíunda áratugarins mátti stundum greina sjúkdóminn í andlitum nágranna minna í París. Í dag eru til ágæt lyf við HIV-veirunni og samkynhneigðir karlmenn eru í minnihluta þeirra sem smitast. Enn eru þó önnur mein sem herja á hinsegin fólk í heiminum, svo sem félagsleg útskúfun og þöggun og víða um lönd ofsóknir, fangelsun, pyntingar og „mannshvörf“. Í nágrannalöndum okkar hefur hinsegin fólk í vaxandi mæli orðið að skotspæni öfgasinnaðra þjóðernishópa, ásamt öðrum minnihlutahópum. En hvernig er staðan á Íslandi sem er fyrirmynd margra annarra þjóða hvað varðar víðsýni í mannréttindamálum? Hér mætti vissulega nefna fáheyrða – jafnvel á skala milljónaþjóða – hundrað þúsund manna þátttöku í vinsælustu baráttugöngu þjóðarinnar; gleðigöngunni. Að sama skapi er lagaleg staða hinsegin fólks á Íslandi að mörgu leyti mjög góð. Er þá ekki allt í gúddí? Því miður sýna nýleg dæmi um hatursumræðu á samfélagsmiðlum að baráttunni er ekki lokið. Einmitt þegar maður hélt að réttindamál hinsegin fólks á okkar litla fyrirmyndarlandi væru komin í örugga höfn og Ísland gæti einbeitt sér að því að vera leiðandi, jákvætt afl í mannréttindamálum heimsins – einmitt þegar maður hélt að öll þjóðin stæði einhuga að baki hinsegin fólki, þá gerist það sem eldri og reyndari baráttujaxlar höfðu reyndar varað við, að einhver kóninn nær fjölmiðlaathygli með því að lýsa því yfir að ,,enda þótt hann hafi persónulega ekkert á móti hinsegin fólki, þá …“ og svo framvegis. Og eins og hendi sé veifað loga samfélagsmiðlar af heift, mannvonsku og heimsku þar sem hver apinn apar eftir öðrum. Ég segi: þöggum niður í hundunum um leið og þeir byrja að gjamma (nei, suma umræðu þarf ekki að taka) og höldum áfram að vera sú rödd sem eftir er tekið í mannéttindamálum. Á sama hátt og það hlýtur að vera hverju foreldri mikilvægt að barn þess sé hamingjusamt og sátt við sjálft sig skyldi maður ætla að það væri kappsmál hverrar þjóðar – og hér vitna ég til heimspekingsins Jeremy Benthams – að stefna með ráðum og dáð að sem mestri hamingju sem flestra þegna sinna. ,,Regnbogar eru af ýmsum stærðum og gerðum.“ (www. visindavefur.is/svar.php?id=1572) Hömpum margbreytileikanum, vinnum saman að því að búa til betri heim. Og líkt og sagt var um Charlie í París fyrr á þessu ári þá segjum við: Við erum öll hinsegin. Gleðilega Hinsegin daga! Líf okkar í hinsegin heimi Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur Ljósmyndari: Anton Brink 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.