Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2015, Síða 11

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2015, Síða 11
Regnboginn er gríðarstór og í honum eru fjölmargir litir. Hinsegin hugtök og orð endurspegla þessa breidd en fjöldi þeirra hefur enn ekki fengið íslenska þýðingu. Það er mikilvægt að við getum öll talað um hinsegin reynslu og hinsegin líf. Samtökin ’78 efna því til nýyrðasamkeppni! Við hvetjum öll þau sem hafa áhuga á íslenskri tungu og hinsegin menningu til þess að taka þátt og senda inn tillögur að nýyrðum. Hægt verður að senda inn tillögur til 4. september næstkomandi. Dómnefnd skipuð hinsegin fólki og sérfræðingum í íslensku máli mun velja bestu orðin en viðurkenningar verða veittar á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Allar nánari upplýsingar um orðin og þátttöku má finna á vefsíðunni: samkeppni.samtokin78.is. Nýyrðasamkeppni Samtakanna ‘78 Hinsegin dagar í Reykjavík þakka Samtökunum '78 fyrir ómetanlegt starf í þágu mannréttinda hinsegin fólks á Íslandi síðastliðin 37 ár. HINSEGIN DAGAR REYKJAVIK PRIDE 11

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.