Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2015, Síða 23

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2015, Síða 23
Einar glaðbeittur á svip með séra Hirti Magna Jóhannssyni og Margréti Pálma á minningarstund í Fríkirkjunni 31. maí sl. Flókið að vera kynvera með HIV Ég hef líka heyrt hommana í félaginu okkar tala um að það séu duldir fordómar gagnvart HIV-jákvæðum í hinsegin samfélaginu. Við ættum að geta gert þá kröfu til hinsegin fólks að það sé víðsýnna en aðrir en svo heyrir maður marga segja að það sé ekki þannig. Alls konar leiðindamál hafa komið upp, bæði hér heima og erlendis. Varðandi til dæmis skemmtanalíf og ástalíf ná vandamálin allt frá því að fólk er HIV-jákvætt á fullu í kynlífi, án þess að nota smokk (sem er í sjálfu sér ekkert stórmál nú til dags þar sem lyfjameðferðir koma í veg fyrir smit), og segir engum frá því yfir í það að menn eru svo stressaðir að vera með sjúkdóminn að þeir geta ekki myndað nein tengsl og geta jafnvel ekki lifað kynlífi því þeim stendur ekki út af álaginu. Þegar strákarnir koma saman hér á Hverfisgötu heyrir maður allt mögulegt og það er ljóst að þetta er mikið vandamál. Það er flókið að vera kynvera með HIV. Því fylgir oft ótti við að aðrir haldi að þú smitir þá, hræðsla við höfnun, að finnast þú sjálfur ekki eiga neitt gott skilið og jafnvel að lifa kynlífi með sjúkdóminn og þora ekki að segja frá því. Þið getið ímyndað ykkur álagið. Hommasjúkdómur? Er HIV hommasjúkdómur? Nei, HIV er ekki hommasjúkdómur og hefur aldrei verið það. Staðreyndin var sú að á fyrstu árum sjúkdómsins herjaði hann á homma og ég held að það hafi verið ákveðin tilviljun sem tengdist kynhegðun og frelsi í ástalífi hjá hinsegin fólki. Þessi skrýtni sjúkdómur á sér ótrúlega sögu, HIV-ferðalagið eins og ég kalla það. Á 9. áratugnum fór allt í einu að greinast dularfullur sjúkdómur á ákveðnum svæðum í Afríku og á sama tíma meðal homma í San Fransiskó og Los Angeles. Enginn vissi í raun hvað var að gerast. Það hefur verið talað mikið um að áhættuhóparnir hvað varðar HIV séu hommar, fólk frá Afríku og fólk sem notar óhreinar sprautunálar en staðreyndin er sú að stærsti hópurinn sem er að smitast af HIV í dag er gagnkynhneigt fólk sem smitast í gegnum kynlíf, konur og karlar. Mér finnst miður að tala um áhættuhópa og ég held að við ættum ekki að gera það. Við ættum að fara varlega í flokkanir á fólki því þær geta leitt til misskilnings. HIV og hinsegin samfélagið Má samt ekki segja að HIV sé mikilvægt umfjöllunarefni í hinsegin samfélaginu? Mjög svo, jú. Það geta allir orðið fyrir því að smitast af þessum sjúkdómi en þetta er mikilvægt málefni fyrir hinsegin samfélagið og ég hef furðað mig á því að umræðan sé ekki meiri og fræðslan reglulegri. Mér skilst á yngra fólkinu að það sé mjög lítið talað um HIV og hommar séu mjög misjafnlega meðvitaðir um það. Hommar þurfa að kunna þetta mjög vel, þótt við viljum ekki tala um þá sem áhættuhóp, því tölfræðilega séð stafar hommum meiri hætta af HIV en mörgum öðrum hópum. Það er staðreynd. Og það að smitast af HIV er ekkert grín, það er stórmál. Hommar þurftu svo sannarlega að læra allt um HIV og alnæmi „the hard way“ á 9. og 10. áratugnum. Sú kynslóð þurfti að líða mikið fyrir þennan sjúkdóm, allir þekktu einhvern sem smitaðist eða smituðust sjálfir og fylgdust með fordæmdum félögum á besta aldri heyja dauðastríðið. Það getur vel verið að yngri kynslóðin þekki þetta meira af afspurn og vilji ekki horfast í augu við raunveruleikann. Það virðist ríkja ákveðin þöggun um HIV. En því miður smitast einhver ungur hommi á Íslandi á hverju ári og það er ekki gott. Bútasaumsverk sem aðstandendur hafa unnið til minningar um einstaklinga sem hafa látist úr alnæmi hér á landi. Það hefur verið talað mikið um að áhættuhóparnir hvað varðar HIV séu hommar, fólk frá Afríku og fólk sem notar óhreinar sprautunálar en staðreyndin er sú að stærsti hópurinn sem er að smitast af HIV í dag er gagnkynhneigt fólk sem smitast í gegnum kynlíf, konur og karlar. „ “ 23

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.