Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2015, Page 24

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2015, Page 24
Smithættan mest hjá þeim sem ekki hafa greinst Það er rosalega mikilvægt að átta sig á því að þeir sem eru með HIV og vita ekki af því geta verið að smita aðra. Staðan er aftur á móti gerbreytt frá því sem áður var varðandi þá sem eru greindir og eru á lyfjum. Á Íslandi eru um 96–98% þeirra sem hafa greinst á lyfjum. Það þýðir að veiran er í dvala, sá smitaði er einkennalaus og þá smitar hann ekki aðra. Þess vegna er svo mikilvægt að allir sem hafa lent í aðstæðum þar sem þeir gætu hafa smitast fari í próf. Allir sem greinast jákvæðir eru settir strax á lyf og þá er viðkomandi ekki smitandi. Það er mikilvægt að vita að þeir sem eru greindir og á lyfjum eru ekki hættulegir. Þeir sem vita hins vegar ekki að þeir eru með HIV; það er miklu frekar að þeir séu hættulegir. Þetta hljómar frekar öfugsnúið en svona er staðan. HIV-jákvæður einstaklingur í lyfjameðferð er ekki smitandi og ætti því ekki að vera síðri valkostur í ástalífinu en einhver annar. Það er líka mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þegar aðrir kynsjúkdómar eru fyrir, til dæmis sýfilis eða lekandi, er HIV meira smitandi. Ef við tökum sem dæmi par þar sem annar aðilinn er með HIV og hinn ekki getur parið búið saman árum saman og stundað kynlíf án þess að hinn aðilinn smitist. HIV er nefnilega svo lítið smitandi. En um leið og það er kominn annar kynsjúkdómur eða sár þannig að það er opið inn í blóðrásina er HIV meira smitandi. Veiran getur til dæmis lifað í blóðvökva í sprautum af því að þar er hún í einangruðu rými og ef annar aðili notar sömu sprautu er mikil smithætta. En það þurfa að skapast ákveðnar aðstæður í kynlífi til að smit verði og endaþarmsmök eru áhættusöm hvað það varðar. Framtíðin er björt Nú hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gefið formlega út yfirlýsingu þess efnis að HIV- jákvæðir sem eru á lyfjameðferð geti ekki smitað aðra. Þetta hljóta að vera góðar fréttir? Þetta hefur gríðarlega mikið að segja. Þetta er byltingarkennd breyting fyrir forvarnarstarfið og gefur nýja von um að hægt sé að koma böndum á útbreiðslu sjúkdómsins. Fyrir einstaklingana sjálfa er léttirinn stórkostlegur. HIV-jákvætt fólk sem upplifir sig heilsuhraust og fullt af lífsorku getur lifað eðlilegu lífi, eignast börn, gert framtíðaráætlanir og þarf ekki að óttast að smita aðra. Björtustu vonir okkar eru líka þær að stimplun og fordómar tilheyri bráðlega fortíðinni. Þau ríki heims sem hafa búið við smitsjúkdómalög sem hamla ferðafrelsi fólks með HIV eru byrjuð að endurskoða þau lög. Bandaríkin hafa til dæmis afnumið ferðabann HIV-jákvæðra til landsins. Nútímalýðræðisríki eins og Svíþjóð, sem setti mjög umdeild lög um HIV á sínum tíma, eru líka að endurskoða sín lög. Framtíðin varðandi HIV, von um endanlega lækningu og breytt viðhorf hefur aldrei verið eins björt. Those who take HIV drugs to not pass the virus on to others In this interview Einar Þór Jónsson discusses the role of the organisation HIV-Iceland and the reality of living as a HIV-positive individual today. New drugs that control the virus level have now made it possible for HIV-positive people to live a ‘normal’ life, and the World Health Organization recently announced that those who receive successful HIV treatment do not pass the virus on to others. Einar points out that although this new reality is a great step forward, HIV-positive individuals still face many obstacles, such as prejudices and social isolation and they often feel pressured to keep their HIV status a secret. The future is nevertheless bright, and the hope for a permanent cure and less social stigma have never been higher. HIV-jákvæður einstak- lingur í lyfjameðferð er ekki smitandi og ætti því ekki að vera síðri valkostur í ástalífinu en einhver annar. „ “ Frá minningarstund um þá sem látist hafa úr alnæmi hér á landi sem haldin var í Fríkirkjunni 31. maí sl. Björgvin G íslason, Einar Þór og Sigurlaug H auksdóttir félagsráðgjafi. 24

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.