Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2015, Síða 30
HIV-Ísland var stofnað 5. desember 1988. Samtökunum var komið á fót til að auka þekkingu og
skilning á HIV og alnæmi og til að styðja sjúka og aðstandendur þeirra. Eitt mikilvægasta verkefni
félagsins er skipulögð fræðsla um HIV og stöðug vinna gegn fordómum og mismunun.
Skrifstofa félagsins er til húsa að Hverfisgötu 69, 101 Reykjavík. Jón Tryggvi Sveinsson er formaður
félagsins og framkvæmdastjóri er Einar Þór Jónsson, kennari og lýðheilsufræðingur.
Sími: 552-8586. Netfang: hiv-island@hiv-island.is.
Á göngudeild smitsjúkdóma (A3) á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi er tekið á móti
einstaklingum í HIV-ráðgjöf og mótefnamælingu. Mótefnamælingin er ókeypis og hægt er að fá
tíma með litlum fyrirvara, oftast samdægurs. Móttakan er opin frá 8–16 alla virka daga.
Sími: 543-6040.
HIV-ÍSLAND
HIV-PRÓF
Tölum um HIV
– umræður og HIV-próf
Let’s talk about HIV – discussions and HIV test
Iðnó, Vonarstræti 3,
fimmtudaginn 6. ágúst kl. 18:00.
Aðgangur ókeypis.
Iðnó, Vonarstræti 3,
Thursday 6 August at 6 p.m.
Free admission.
Samtökin HIV-Ísland standa fyrir opnum umræðufundi um HIV
á Hinsegin dögum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Einar Þór
Jónsson, flytur stutta tölu og í framhaldinu munu gestir og
skipuleggjendur ræða saman um allt milli himins og jarðar sem
tengist því að greinast og lifa með HIV, forvarnir, samfélagsleg
viðhorf, stigma, lýðheilsu og margt fleira.
Athugið að á staðnum verður einnig starfsfólk
Smitsjúkdómadeildar LSH Í Fossvogi og allir geta farið í HIV-próf sér
að kostnaðarlausu.
HIV-Iceland invites you to an open discussion about living with
HIV. Einar Þór Jónsson, the manager of HIV-Iceland, opens
the event with a short introduction and afterwards guests are
encouraged to participate in an open and honest discussion
about various issues related to HIV. The staff from National
University Hospital will be there and everyone can have a free
HIV test on the spot. Please note that the event will be in
Icelandic.
30