Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2015, Page 44

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2015, Page 44
Kynvillt Klambratún – Zumba, leikir og gæðablóð Fun&Fairies at Klambratún – Zumba, games and blood donation Klambratúni, miðvikudaginn 5. ágúst klukkan 17:00. Aðgangur ókeypis. Klambratún park, Wednesday 5 August at 5 p.m. Free admission. Hver fílar ekki smá kynvillu undir berum himni? Íþróttafélagið Styrmir efnir til útiskemmtunar og Zumba á Klambratúni. Suður- amerísk sveifla með hinsegin blæ og aldrei að vita nema eitt og eitt Eurovision lag fái að læðast með. Útiskemmtun með pokahlaupi, blaki og boltum. Allir aldurshópar eru velkomnir, börn, unglingar, fullorðnir og, ótrúlegt en satt, hommar yfir þrítugu! Blóðbankabíllinn verður einnig á staðnum til að taka á móti heilbrigðu gæðablóði. Líkt og í fyrra er vakin athygli á því á að samkynhneigðum og tvíkynhneigðum karlmönnum er meinað að gefa blóð og fólk er því hvatt til að mæta og gefa blóð í nafni vinar sem ekki má gerast blóðgjafi. Þetta er frábært tækifæri fyrir fólk til að láta gott af sér leiða með blóðgjöf og vekja um leið athygli á málefninu. Blóðgjaf ar fá af hent viður kenn ing ar skjal með nafni þess vinar sem blóðgjöf in er til einkuð – skjal sem tilvalið er að ramma inn og vera stolt af. Til að halda öllum mettum, blóðkornum og öðrum, bjóða fulltrúar Styrmis upp á grillað góðgæti á Klambratúni og einnig má eiga von á óvæntum gestum! Allir eru velkomnir, hvort sem er til að taka þátt í Zumba, gefa blóð, mega ekki gefa blóð, styðja við iðkendur eða borða gómsætan grillmat. Who doesn‘t have a little fairy inside? Zumba is the ultimate sport to strengthen your inner fairy, or at least it said so in the brochure. Queer sport group Styrmir will host the outdoor fun, but in addition to Zumba outdoor games will also be played. Everyone is welcome to come and join in, children, teens and adults. While we are at it, why not donate some blood? Calling attention to the fact that men who have had sex with other men are not allowed to donate blood, guests are invited to donate blood on behalf of their male friends who are not allowed to become donors because of their sexuality. The Blood Donation Truck will be joining us at Klambratún. After the donation every donor gets a document with the name of the friend to whom the donation is attributed. To keep everyone extra happy, the members of Styrmir will barbeque at Klambratún. Come and join us for some donating, Zumba, games and eating! Reykjavik Pride and the Queer Youth Organisation will throw on a fabulous party on Saturday 8 August from 8 p.m. until midnight. Parents and guardians are welcome to visit. The event is alcohol free and only for youth 20 years and younger. Ungmennapartí Queer Youth Party Frístundamiðstöðinni Frostaskjóli 2, laugardaginn 8. ágúst kl. 20:00. Aðgangur: 500 kr. Ókeypis fyrir meðlimi Ungliðahreyfingar S’78. Frostaskjól youth centre, Frostaskjól 2, Saturday 8 August at 8 p.m. Admission: 500 kr. Free for members of the Queer Youth Organisation. Laugardagskvöldið 8. ágúst standa Hinsegin dagar og Ungliðahreyfing Samtakanna ‘78 fyrir ungmennapartíi í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli. Plötusnúður stendur vaktina frá klukkan 20 til miðnættis. Vinir, foreldrar og forráðamenn eru velkomnir í heimsókn. Áfengi er með öllu óleyfilegt. Samtökin ‘78, Hinsegin dagar í Reykjavík og Ungliðahreyfingin leggja mikla áherslu á öruggt og vímuefnalaust umhverfi fyrir hinsegin ungmenni og hvetja foreldra og forráðamenn til að hafa samband ef frekari upplýsinga er óskað. Partíið er aðeins ætlað 20 ára og yngri. 44

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.