Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2015, Blaðsíða 65

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2015, Blaðsíða 65
sem voru gerðar til mín. Eitt örlagaríkt sumar í kjölfar samræðna við náinn vin ákvað ég að ég þyrfti að einbeita mér að því að vera ég. Ég hætti að mála mig, fór að spila tölvuleiki aftur (sem er það besta sem ég veit), stunda íþróttir og leyfa mér að gera það sem ég vildi virkilega gera. Þetta hljómar kannski fáránlega en svo sterkar voru þessar kröfur. Það var ekki „stelpulegt“ að spila tölvuleiki og fólk dró kynvitund mína í efa út frá einhverju svo ómerkilegu. Kennt að vera gagnkynhneigð kona Kitty: Það er mjög áhugavert að heyra þig tala um að kunna að leika ákveðin hlutverk til þess að fá þjónustu. Mín reynsla var dálítið á þann veg að mér var kennt að ég væri gagnkynhneigð kona. Það er reyndar mjög algengt; okkur intersex einstaklingum er úthlutað félagslegu kynhlutverki og við vorum, allavega hér áður fyrr, alin upp til að verða gagnkynhneigðir einstaklingar af því kyni sem okkur var úthlutað. Ég lærði ung að vissir hlutir voru ekki til umræðu hjá læknum. Kynhneigð og kynvitund voru til dæmis hlutir sem voru aldrei nokkurn tímann ræddir við mig og ég lærði fljótt að það væri best að vekja ekki máls á hugsunum mínum og pælingum varðandi þessa þætti. Það var gengið svo langt í því að gefa mér ekki upplýsingar sem gætu haft áhrif á pælingar varðandi kyn að það var ekki fyrr en ég fór 22 ára gömul á ráðstefnu erlendis að ég fékk að vita að ég hefði fæðst með eistu. Ugla: Vissu foreldrar þínir ekki af því? Kitty: Reyndar fengu foreldrar mínir ekki þessar upplýsingar heldur. Að vissu leyti held ég að það hafi verið ágætt að pabbi minn vissi þetta ekki. Foreldrar mínir skildu þegar ég var tíu ára og þá fluttum við aftur heim til Íslands með mömmu. Í síðasta skiptið sem ég fór að heimsækja pabba var hann rosalega upptekinn af því að ég væri ekki nógu kvenleg og skammaði mig fyrir hluti eins og klæðaburð og klippingu. Í þessari ferð gekk hann frekar langt í því að stjórna því hvernig ég væri, enda ákvað ég þá að fara ekki aftur til hans. Það virtist alltaf skipta hann töluverðu máli að ég væri stelpuleg stelpa. Hjá mömmu fékk ég hins vegar bara að vera eins og mér sýndist. Það var líka dálítið skrítið að hér heima, úti á landi þar sem við bjuggum, var ég alveg nógu mikil stelpa en í Bretlandi var skipting kynhlutverka svo mikið sterkari að mér fannst erfitt að uppfylla það sem til var ætlast af mér. Ég sat ekki rétt, ég gekk ekki rétt, fötin voru ekki rétt og þar sem ég, líkt og margar íslenskar stelpur, klippti mig stutt eftir fermingu var hárið á mér ekki heldur „rétt“. Hættar að hugsa um álit annarra Ugla: Það er ótrúlegt hvað samfélagið er upptekið af því hver maður er. Fólk setur sig jafnvel í dómarasæti og telur sig geta sagt til um hvernig fólk eigi að vera eða hver sjálfsmynd fólks sé. Ég kýs stundum að kalla þetta fólk „sjálfskipaða sérfræðinga“. Í rauninni snýst þetta bara um hvernig maður skilgreinir sig sjálfur. Ég kæri mig kollótta um hvað einhverri manneskju úti í bæ finnst – hennar álit eða samþykki hefur ekki áhrif á hver ég er. Kitty: Ég einmitt ákvað um 18 ára aldur að hætta að láta aðra og álit annarra á mér skipta mig máli. Þá hætti ég að fela hver ég væri. Ég segi ekkert við alla: „Hæ, ég heiti Kitty, ég er intersex“ heldur snerist þetta meira um að ég hætti að passa hvað ég sagði. Ef umræðan fór að snúast um blæðingar eða barneignir, sem gerist alveg merkilega oft, var ég ekkert að fela það að hvorugt átti við um mig eða af hverju. Ólíkt því sem læknarnir sögðu mér tók enginn þessu illa; samfélagið var ekki jafn skilningslaust og læknarnir höfðu kennt mér. Og þótt það hefði gerst, þá er það ekki mitt vandamál, ekki lengur. Puppets controlled by the system Trans and intersex individuals often need to rely on the health care system, for example to transition and get hormonal treatment and surgeries, or the opposite: to deal with the consequences of unnecessary surgical interventions. In this dialogue Ugla Stefanía Jónsdóttir and Kitty Anderson talk about trans people, intersex people and the health care system, their personal experience and the treatment they have received. They describe how trans and intersex people are often denied the right to bodily integrity and self-determination – like they are puppets controlled by the health care system. Kitty and Ugla have both felt pressured to conform to certain stereotypes of how male and female bodies are supposed to look like, and they emphasise that the health care and the society in general need to stop telling people how ‘real’ male and female bodies look like. Það var gengið svo langt í því að gefa mér ekki upplýsingar sem gætu haft áhrif á pælingar varðandi kyn að það var ekki fyrr en ég fór 22 ára gömul á ráðstefnu erlendis að ég fékk að vita að ég hefði fæðst með eistu. „ “ 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.