Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 7

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 7
7 „VIÐ ÆTLUÐ UM EKKI A Ð VÍKJA“ „Okkur leið öllum eins; við vorum búin að fá nóg af þessu kjaftæði. Það var ekkert sérstakt sem einhver sagði við einhvern annan, það var frekar eins og allt sem gerst hafði árin á undan hefði leitt til þess að það dró til tíðinda þetta ákveðna kvöld á þessum ákveðna stað og þetta voru ekki skipulögð mótmæli. Allir voru samstíga í að snúa aldrei aftur til fyrri tíma. Þetta var kornið sem fyllti mælinn. Það var kominn tími til að endurheimta það sem alltaf hafði verið tekið frá okkur. Þarna var alls konar fólk og af alls konar ástæðum, þarna var botnlaus heift, reiði, sorg, allt í einni blöndu og allt fann þetta sér farveg. Lögreglan bar mesta ábyrgð á eyðileggingunni. Við vorum satt best að segja bara að reyna að komast aftur inn og verða frjáls. Og okkur leið eins og við værum loksins frjáls, eða að minnsta kosti hefðum frelsi til að sýna að við krefðumst frelsis. Við ætluðum ekki að ganga bljúg Stonewall-barinn við Christopher-stræti í júní 1969, á tíma óeirðanna. Í glugganum má sjá hvatningu frá Mattachine Society í New York um að hómósexúal fólk haldi ró sinni á götum Greenwich Village. Hin hófsama nálgun Mattachine Society hafði hins vegar engan hljómgrunn þegar þarna var komið sögu. um í nóttinni og láta þá ýta okkur fram og til baka – í fyrsta skipti ákváðum við að nóg væri komið og við ákváðum það af öllu afli og þess vegna varð lögreglan svona undrandi. Það lá eitthvað í loftinu, frelsi sem var svo löngu tímabært og við ætluðum okkur að berjast fyrir því. Sú barátta tók á sig ólíkar myndir en niðurstaðan var sú sama hjá öllum: Við ætluðum ekki að víkja og við gerðum það ekki.“ Skáldið og homminn Allen Ginsberg fór á Stonewall-barinn kvöldið eftir uppþotið. Hann var uppnuminn yfir frelsisandanum: „Gay power! Er það ekki stórkostlegt! Það var kominn tími til að við stæðum með sjálfum okkur!“ Þegar hann gekk heim af barnum um kvöldið sagði hann við kunningja sinn: „Veistu, strákarnir þarna voru allir svo fallegir. Þeir eru ekki lengur með þennan særða svip, sem einkenndi alla hommana fyrir 10 árum.“ Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.