Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 69
69
sem kallast „fan favorite“ og fæ reglulega
boð um að syngja hist og her um allan
heim,“ segir hún og bendir á að keppnin
hafi einnig skapað henni tækifæri utan
Evrópu. „Í kjölfar Eurovision fékk ég
tækifæri til að fara til Síle þar sem ég tók
þátt í risastórri suður-amerískri
söngvakeppni. Þá keppni sigraði ég sem
var mjög súrrealísk upplifun.“ Hera segir
að í þessum efnum sé mikilvægt að hafa
opinn huga og stíga ölduna. „Eitt leiðir
einfaldlega af öðru. Maður verður bara að
passa sig á að þykjast ekki vita betur. Um
leið og maður telur sig vita æðislega
mikið, þá fyrst veit maður ekkert.“
Sárnaði umfjöllun fjölmiðla
Fyrir hinn almenna áhorfanda virðist allt
ganga smurt í keppni eins og Eurovision
en Hera segir raunveruleikann allt annan.
„Þetta er aldrei smurt. Á bak við tjöldin er
allt dramað og vesenið á sínum stað en
þetta verður auðvitað að líta út fyrir að
vera fullkomið því annars færu allir á
taugum,“ segir hún og bendir á að
frammistaðan á stóra sviðinu skipti máli
fyrir fleiri en bara sjálfan flytjandann. „Það
er ekki bara ég sem stend þarna á sviðinu
heldur líka öll fjölskyldan og allir vinir
mínir. Ef eitthvað myndi sjást á mér, að ég
sé að bogna eða fríka út, þá fær öll
fjölskyldan að heyra það í Bónus daginn
eftir. Maður þarf bara að halda andlitinu,“
segir Hera hugsi. „Í rauninni þarf
stáltaugar til þess að taka þátt í þessu. Við
höfum alveg séð fólk koma illa út úr
þessu, flotta einstaklinga sem bara
bognuðu undan álaginu sem getur
auðveldlega gerst því þetta er
drulluerfitt.“
Þó að álagið hafi verið mikið segir Hera
sína upplifun góða sem sé fyrst og fremst
frábæru samstarfsfólki að þakka. „Það var
rosalega vel passað upp á mig,“ segir hún
og leggur áherslu á að teymið verði að
þekkja vel til og vita hvenær þurfi
einfaldlega að loka flytjandann inni í
herbergi til að hvílast. „Mér var til dæmis
bara skammtaður einn klukkutími á dag
fyrir fjölmiðlaviðtöl sem er frábær aðferð
því þá verða allir svo æstir í að komast að.
Þetta vissu Valli, umboðsmaðurinn minn,
og Lóa systir, sem var framkvæmdastjóri
hópsins, þannig að ég var bara leidd
niður í viðtöl í klukkutíma og svo leidd
burt aftur.“
Hera viðurkennir að henni hafi sárnað
sumt sem fram kom í fjölmiðlum meðan