Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 70

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 70
70 á Eurovision-ævintýrinu stóð. „Það var mikið skrifað um útlit mitt. Ég þótti of feit og spurt af hverju ég gæti ekki bara grennt mig, líka í íslenskum fjölmiðlum. Það sárnaði mér gríðarlega. Þarna var Hera litla að gera sitt besta og reyna að skína með röddinni sinni en á sama tíma voru einhverjir bara að pæla í því hvernig hún leit út og hnýta í það. Þarna þurfti ég að taka samtal við sjálfa mig og passa að missa ekki sjónar á því sem raunverulega skipti máli.“ Í framhaldinu var það eitt af verkefnum teymisins að halda svona fréttum frá Heru sem hvorki fékk að hafa tölvu né síma með sér upp á hótelherbergi. „Þau voru kannski alveg brjáluð yfir einhverju en héldu því burtu frá mér og létu mig aldrei heyra af því,“ segir Hera og bendir á að sumar evrópskar forsíður hafi verið ansi ruddalegar. „Ein fyrirsögnin var „Ísland étur Evrópu“ með mynd af mér og „íslenski flóðhesturinn stígur á svið“ og eitthvað fleira í þeim dúr,“ segir hún, þakklát sínu fólki sem hélt slíku frá henni meðan á keppninni stóð. „Ég fékk heldur ekki að vita Ronnie James Dio, uppáhaldssöngvarinn minn, hefði látist meðan á öllu þessu stóð. Ég var svo bara alveg miður mín þegar ég fékk loksins fréttirnar tveimur eða þremur dögum eftir að keppninni lauk,“ segir hún og bætir við: „Facebook var ekki orðið eins fyrirferðarmikið og núna og hvorki Instagram né Snapchat til. Ég held að það hafi bjargað mér að mörgu leyti.“ Þótt vel hafi verið haldið utan um Heru í öllu ferlinu segir hún það ekki algilt. „Ég hef alveg séð keppendur sem eiga mjög erfitt að keppni lokinni. Þegar þú kemur heim lendir allt fiskislorið beint í andlitinu á þér. Glamúrinn búinn og við tekur harður hversdagsleikinn þar sem allir eru komnir með ógeð á Eurovision. Þá getur verið erfitt að koma heim.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.