Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 68

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 68
68 Hækja, sæng eða teppi Hera Björk Þórhallsdóttir er fyrir löngu orðin þekkt í tónlistarheiminum, bæði hér heima og erlendis, en hún hefur einnig skipað sér sérstakan sess sem vinur hinsegin samfélagsins. Reglulega hefur hún komið fram á hinsegin tengdum viðburðum hérlendis og á erlendri grundu, allt frá því hún kom fram á EuroPride í Kaupmannahöfn árið 1996 sem var fyrsta pride-hátíðin þar í borg. Stundum hefur hún jafnvel verið kölluð hommahækja Íslands. „Ég gaf mér þann titil ekki sjálf!“ segir Hera og hlær. „Ég er ekki talskona hommahækjunnar því mér finnst hugtakið niðrandi. Hommar þurfa engar hækjur og við sem stöndum með hinsegin fólki upplifum okkur ekki sem einhverjar hækjur. Ég myndi frekar segjast vera sæng eða teppi.“ Hún segir þó að ef orðið sé notað í jákvæðri merkingu eigi það við um hana. „Á meðan orðið er hlaðið ást og virðingu skal ég glöð vera hommahækja, enda á ég gylltar hommahækjur sem ég nota við góð tilefni,“ segir Hera. Á flakki með frægri móður Hera á ekki langt að sækja tónlistina en móðir hennar, Hjördís Geirsdóttir, var um árabil ein þekktasta söngkona þjóðarinnar. „Það að alast upp við tónlist og landsþekkta móður er í raun bæði alveg frábært og um leið krefjandi og var oft erfitt fyrir unga stúlku,“ segir Hera og viðurkennir að stundum hafi hún reynt að afneita móður sinni. „Ég átti það til að segjast vera dóttir Röggu Gísla,“ segir hún og hlær. „Mér fannst hún bara svo hrikalega kúl.“ Hinni landsþekktu söngkonu fylgdi umstang og ferðalög sem Hera, ung að árum, tók þátt í með móður sinni. „Mamma var á flakki úti um allt og varð bara að hafa mig og Lóu systur með. Við þvældumst með henni um allt land og ég lærði mikið af því. Við hittum mjög margt fólk og lærðum öll lög og texta bara með því að vera þarna og fylgjast með.“ Þannig segir Hera að lærdómurinn sem þessu fylgdi hafi vegið upp ókostina og gott betur. „Þarna fékk ég bransann beint í æð, eiginlega bara með móðurmjólkinni. Maður lærði svo vel af mömmu að tala við alls konar fólk.“ Söng Guttavísur á koppnum Hera er næstelst í hópi fjögurra systkina sem öll eru músíkölsk þótt Hera sé sú eina sem hefur lagt tónlistina fyrir sig. „Það var alveg ljóst frá upphafi að ég færi í þetta,“ segir hún brosandi. „Það eru sögur af mér, frá því áður en ég lærði að tala, syngjandi Guttavísur utanbókar sitjandi á kopp. Svoleiðis sögur skilst mér að séu ansi týpískar frá uppvexti tónlistarfólks.“ Það stendur ekki á svari þegar Hera er spurð hvort aldrei hafi neitt annað komið til greina en tónlistin, hvort hún hafi aldrei viljað verða læknir, prestur eða geimfari. „Sko, séra Hera hljómar náttúrlega ótrúlega vel. Ég var alltaf með það á bak við eyrað ef ekkert annað virkaði. Gallinn er kannski að ég er ekki sannfærð um þennan eina guð. Mér finnst svo margir guðir hafa eitthvað til síns máls svo ég veit ekki alveg hversu sannfærandi séra Hera hefði orðið.“ Þó að Hera hafi alltaf stefnt á frama á sviði tónlistar hefur hún líka reynt að losna undan þeim harða húsbónda sem tónlistin getur verið. „Þetta er svo ótrúlega krefjandi. Það að standa í sviðsljósinu, í allri athyglinni, krefst alveg rosalega mikillar orku og ég bugaðist alveg á tímabili og reyndi að koma mér út úr þessu.“ Í dag, eftir aukna umræðu um streitu og álag, telur Hera að líklega hafi kulnun (e. burnout) verið ástæða þess að hún reyndi að losna úr tónlistinni upp úr aldamótum. „Þá ákvað ég að flytja norður og læra viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri. Ég held ég hafi samt aldrei sungið eins mikið og þá. Ég þeyttist á milli landshluta til að syngja og var í tveimur sýningum í Borgarleikhúsinu samhliða fullu námi og með barn fyrir norðan svo flækjustigið við þetta varð ennþá meira.“ Ofan á mikið álag bættist svo að Heru leiddist námið óskaplega. „Eftir tvö ár í viðskiptafræðinni hugsaði ég bara „vá hvað þetta er leiðinlegt!“ Ég svona rétt skreið í gegnum prófin og bókstaflega sá gerviblómin í gluggunum fölna. Þá allt í einu fattaði ég að ég væri ekki að blómstra í þessu.“ Hera hætti því í náminu og flutti til Danmerkur og settist þar aftur skólabekk. „Þá fór ég í söngkennaranám í fræðum sem kallast Complete Vocal Technique sem var ást við fyrstu heyrn og sýn. Ég kláraði það nám og hef verið í þeim fræðum alveg síðan. Í dag á ég söngskóla með Aldísi Fjólu þar sem við breiðum út þessa tækni til að létta söngvurum lífið.“ Þótt ástríðan fyrir tónlistinni hafi orðið ofan á og Hera segi ekkert annað í boði fyrir sig finnst henni samt mikilvægt að vera með mörg ólík járn í eldinum. „Í dag er ég að vinna í alls konar öðru líka sem ég held að haldi mér á lífi. Ef maður er bara í sviðsljósinu, þar sem allt snýst um mann sjálfan, þá getur verið svo auðvelt að einangrast frá mannfólkinu.“ Stefnan sett á Eurovision Þar sem hún nánast fæddist syngjandi kemur kannski ekki á óvart að Hera hafi ung ákveðið að setja stefnuna á Eurovision. „Ég vissi það nú bara í maí árið 1976,“ segir hún og skellihlær enda þá ekki nema fjögurra ára gömul. „Ég vissi alltaf að ég stefndi á Eurovision enda var það lengi vel það eina sem blasti við tónlistarfólki á Íslandi,“ segir hún. „Það var kannski ekki fyrr en Björk fór að opna okkur svolítið gagnvart alþjóðasamfélaginu og heimurinn uppgötvaði Ísland að það fóru að vera fleiri möguleikar í boði, enda hugnast Eurovision-leiðin auðvitað ekki öllum,“ segir Hera og bætir við: „en ég var alltaf staðráðin í að ætla í Eurovision. Þetta er stærsti sjónvarpsviðburður í heimi og þar af leiðandi frábær leið til að kynna sig, sem skiptir öllu máli í þessum bransa.“ Leið Heru í Eurovision byrjaði árið 2008 þegar hún fór til Belgrað í Serbíu ásamt Friðriki Ómari og Regínu Ósk. „Það var frábær upplifun að fá að fara með þeim. Ég skemmti mér gríðarlega vel þar sem bakrödd og var mjög forvitin að fylgjast með öllu, kynnast fólki og sjá hvernig þetta fer allt fram.“ Þar kynntist Hera dönskum lagahöfundum sem höfðu áhrif á hennar næstu skref í keppninni. „Ég kynntist þarna stelpum sem vildu fá að senda mér lög sem ég tók að sjálfsögðu vel í. Nokkrum mánuðum seinna sendu þær mér svo lög og þar á meðal var lagið Someday sem náði mér strax. Ég samþykkti að syngja það inn svo þær gætu reynt fyrir sér í dönsku undankeppninni, Melodi Grand Prix.“ Lagið komst inn í undankeppnina en ekki var þó hlaupið að því að Íslendingur fengi að syngja lagið þótt Hera væri búsett í Danmörku á þeim tíma. „Það þurfti að sækja um það og halda sérstakan útvarpsráðsfund til að taka ákvörðun en ég fékk að lokum að taka þátt sem var algjört ævintýri. Þar lenti ég í öðru sæti sem reyndist verða leiðin mín aftur heim til Íslands,“ segir Hera og bætir við að á einu kvöldi hafi hún orðið altöluð á Íslandi. „Íslendingar voru alveg brjálaðir út í Dani fyrir að hafa ekki látið mig vinna,“ segir hún og hlær. „Það var bara eins og íslenska þjóðin hefði þarna ákveðið að sýna þeirri dönsku hvað ég gæti svo það lá bara beint við að ég færi í íslensku keppnina árið á eftir.“ Úr varð að Hera og Örlygur Smári sömdu lagið Je Ne Sais Quoi sem varð framlag Íslands í Ósló árið 2010. „Við fórum út og lagið er enn eitt mest spilaða og tekjuhæsta íslenska Eurovision-lagið. Lag Hatara er nú sennilega búið að sprengja það, sem er bara hið besta mál – það var kominn tími á að hvíla drottninguna aðeins,“ segir Hera og glottir. Í kjölfarið opnuðust ýmsar dyr og Hera er enn þekkt í Eurovision-heiminum. „Ég hef verið ótrúlega heppin og er ennþá það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.