Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 29

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 29
29 STATTU UPPI SEM SIGURVEGARI Í ÞÍNU LÍFI Sjúkdómur án íslensks heitis Ólafur fæddist með fötlun sem ekkert íslenskt heiti er til yfir en á enskri tungu ber sjúkdómurinn heitið Hereditary motor sensory neuropathy (HMSN) eða Charcot-Marie-Tooth Disease. „Hluti af taugafrumunum veikist. Vöðvarnir í höndum og fótum verða veikir vegna þess að þeir fá ekki eðlilegan hvata frá taugunum og eru því ekki notaðir nægilega vel. Einkenni eru mjög mismunandi, hjá mér er auk vöðvaslappleika skortur á jafnvægi, skakkir fætur, hryggskekkja og ég get átt erfitt með fínhreyfingar. Ég hef mikið verið í sjúkra- og iðjuþjálfun síðan ég var krakki, svo holl og regluleg hreyfing er góð fyrir mig.“ fjölskylda tóku fréttunum vel þó að sumir yrðu sárir yfir því að Ólafur hefði leynt því að hann væri samkynhneigður. „Ég var í það mikilli afneitun að mér tókst að sannfæra sjálfan mig og aðra en þau skildu svo að það væri erfitt skref að játa þetta við aðra ef maður gæti ekki sætt sig við það sjálfur,“ segir Ólafur. Samfélagið tók honum vel og hann upplifði mikið frelsi við að koma út úr skápnum. „Þetta var eins og glimmersprengja sem var búin að vera að reyna að springa í nokkur ár en hafði aldrei náð því. Vegna þess að ég var svo meðvitaður um að ég mætti ekkert gera eða segja því þá myndi fólk halda að ég væri hommi. Ég passaði mig mjög mikið og þegar ég kom út gaf ég mér allt það frelsi sem ég vildi.“ Týndur strákur í leit að lífinu Árið 1998 fór Ólafur sem skiptinemi til Ástralíu því hann langaði til að sjá heiminn, upplifa nýja hluti og gera eitthvað ævintýralegt. „Ég veit ekki af hverju ég valdi Ástralíu en það varð úr. Ég bjó á sveitabæ í Vestur- Ástralíu hjá mjög kristinni fjölskyldu. Það stappaði í mig stálinu en það var líka erfið reynsla. Bæði að sækja um sem fatlaður einstaklingur og vera þarna, týndur strákur í leit að lífinu. En ég ætlaði ekki að gefast upp. Ég ætlaði að klára tímabilið. Fjölskyldan kenndi mér allt um Biblíuna og að samkynhneigð væri synd. Ég var mjög opinn fyrir öllu og ræddi allt milli himins og jarðar við fólk þarna. Ég hugsa oft að ég hafi verið þarna á algjörlega röngum tímapunkti, því ef ég hefði verið hjá fjölskyldu með opnara hugarfar hefði ég kannski ekki læst mig inn í skápnum í tvö ár í viðbót,“ segir Ólafur en bætir því við að hann vildi þó ekki hafa verið án þessarar reynslu. Missti sambandið við alla nema mömmuna og dótturina Eftir að Ólafur kom út úr skápnum missti hann nær allt samband við fjölskylduna sem hann dvaldi hjá í Ástralíu, með undantekningum þó. „Ég hef misst samband við þau flestöll, nema mömmuna og dótturina á heimilinu, eftir að ég kom út úr skápnum. Ef mamman vildi halda sambandi við mig varð hún að taka mér eins og ég var. Sum þeirra reyndu einhvern veginn að fá mig til að hugsa að ég væri að lifa í synd en ég var kominn út úr skápnum og það var ekkert að fá mig til að hætta að vera eins og ég er.“ Lítill skakkur strákur passaði ekki inn í ímyndina Ólafur hefur upplifað fordóma innan hinsegin samfélagsins vegna fötlunar sinnar. „Eftir að ég kom út úr skápnum eignaðist ég mína hinsegin fjölskyldu hér á Íslandi og allir tóku mér eins og ég var og hvöttu mig til dáða. En á öðrum stöðum í hinsegin samfélaginu snérist allt við og ég upplifði mikla fordóma fyrir að vera lítill og skakkur. Þegar ég bjó í Mílanó á árunum 2009 til 2012 fann ég mikið fyrir því að fólki fannst að þessir tveir minnihlutahópar gætu ekki rúmast í einni manneskju.“ Fordómarnir grasseruðu ekki bara í Mílanó heldur einnig hér heima þar sem reynt var að halda í ákveðna ímynd. „Það var eins og hinsegin samfélagið þrifist á ímyndinni um glamúr, partý og tísku. Lítill skakkur strákur var ekki alveg að passa þar inn,“ segir Ólafur. Starína skopmynd af lífinu „Frá því að ég sá The Adventures of Priscilla, Queen of the desert, og uppgötvaði að það eru til karlmenn sem klæða sig upp og skemmta fólki, hef ég alltaf viljað vera dragdrottning. Ég man eftir að ég beið spenntur við sjónvarpsskjáinn þegar ég var krakki til að sjá Elsu Lund í sjónvarpsþættinum Á tali hjá Hemma Gunn. Þetta var eitthvað sem heillaði mig,“ segir Ólafur sem kom fram í fyrsta sinn í kjól fyrir framan skólafélaga sína í Laugalækjarskóla á miðjum tíunda áratugnum. Ólafur hefur komið fram sem dragdrottningin Starína og að hans sögn er hún byggð á öllu sem hann hefur upplifað. „Nafnið er byggt á mér meira að segja. Hún hefur þróast í skopmynd af mínu lífi. En karakterar breytast rétt eins og lífið breytist svo hver veit hvert Starína fer og hvar hún endar.“ Oft eins og fatlað fólk gleymist Í gegnum tíðina hefur Ólafur átt auðvelt með að taka þátt í félagslífi hinsegin fólks með tilliti til aðgengis enda hefur hann sjaldan þurft að reiða sig á hjálpartæki. Hann segir þó að huga verði mun betur að aðgengismálum. „Ég tek eftir því að það er ekki alltaf hugsað um fatlað fólk. Það er oft eins og við gleymumst. Fatlað fólk þarf að hafa mikið fyrir því að athuga til dæmis með aðgengi og aðstöðu. Ég hef mætt á marga viðburði í hinsegin félagslífinu sem bjóða ekki upp á aðgengi fyrir fatlaða, bara eins og sæti eða pláss til að njóta þess sama og fólk sem er ekki með neinar hamlanir. Stundum er ekki hægt að vera með allt í boði vegna óviðráðanlegra aðstæðna en það er til skammar að það sé ekki meira hugsað til fatlaðs fólks.“ Hugarfarið hamlar meira en fötlunin Þrátt fyrir þetta segir Ólafur að þjóðfélagið megi ekki stjórna hugsunarhætti fólks og segja hvað megi og megi ekki. „Hugurinn ber okkur hálfa leið. Minn eiginn hugsunarháttur, brenglaður af ranghugmyndum um hvernig ég held að hlutirnir eigi að vera, hamlar mér mun meira en fötlunin. Svo ekki láta þjóðfélagið planta í þig hugmyndum um hvernig þú eigir að vera. Stattu uppi sem sigurvegari í þínu lífi og þú einn eða ein eða eitt getur afrekað það sjálfur eða sjálf eða sjálft,“ segir Ólafur Helgi að lokum. Glimmersprengja sem náði ekki að springa Ólafur kom út úr skápnum árið 2002 og segir að það hafi aldrei verið nein uppgötvun. „Þetta blundaði ávallt í mér. Ég hef alltaf fundið fyrir því að ég var eitthvað öðruvísi en það sem var presenterað fyrir manni af samfélaginu.“ Vinir og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.