Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 34

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 34
34 Hinsegin listafólk Allri list ber að fagna og fjölbreytt flóra af íslensku hinsegin listafólki prýðir menningu okkar alla daga. Dr. Ynda Gestsson listfræðingur hefur stýrt sýningum í Galleríi ʼ78, sem sýnir list eftir hinsegin listafólk, frá árinu 2015. Undanfarið hefur hún, ásamt samstarfsfólki sínu, einnig unnið að nýrri hinsegin listasýningu sem opnaði 31. maí síðastliðinn. Hún ber heiti „Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ʼ78“ og er opin fram yfir Hinsegin daga, eða til 18. ágúst, á jarðhæð í Grófarhúsinu við Tryggvagötu 15. Sýningin er unnin í samvinnu við Borgarskjalasafn Reykjavíkur en Samtökin ʼ78 og Borgarbókasafn Reykjavíkur komu einnig að undirbúningnum. Sýnd eru verk frá tíu íslenskum listamönnum en öll eiga þau það sameiginlegt að vera hinsegin. Einnig eru verk frá tveimur Norðmönnum til sýningar. Verkin eru öll einstök, fjölbreytt og dýrmæt á sinn hátt og tjá kúgun, sársauka, gleði, stolt og frelsi. Við hvetjum ykkur til að skoða sýninguna og kynna ykkur sögu hinsegin listafólks á Íslandi. Á sýningunni eru sýnd verk eftir Böðvar Björnsson, Valgarð Gunnarsson, Valtý Þórðarsson, Körlu Dögg Karlsdóttur, Örn Karlsson, Unni Bragadóttur, Reynir Katrínarson, Sólrúnu Jónsdóttur og Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur. Einnig eru verk Kjetil Berge og Göran Ohldieck til sýningar, en þeir ætluðu að opna sýningu í Norræna húsinu árið 1983, en rétt fyir opnunina hættu stjórnendur hússins við þegar í ljós kom að þemað í myndunum var samkynhneigð. „Sýningin er í heild sinni létt-erótísk með hómósexúal áherslum“ HEIMILD Kjetil Berge og Göran Ohldieck Grímur Karen Margrét Bjarnadóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.