Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 8

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 8
8 og þar mátti dansa. Kúnnahópurinn var reyndar ekki kallaður „hinsegin“ eða „queer“ fyrir hálfri öld. Þarna voru margir hommar og töluvert færri lesbíur, dragdrottningar fjölmenntu gjarnan og þangað sótti heimilislaust, ungt fólk, sem hafðist við í almenningsgarði stutt frá. Barinn var ekki með vínveitingaleyfi en það kom auðvitað ekki í veg fyrir að mafían seldi þar áfengi. Að nafninu til var Stonewall einkaklúbbur og látið var eins og gestir kæmu með sitt eigið áfengi. Meginbirgðir kvöldsins voru hins vegar gjarnan geymdar í bifreið einhvers staðar í nágrenninu til að koma í veg fyrir að lögreglan næði öllu saman þegar hún kæmi til að sópa út óþjóðalýðnum. Vikulegar mútugreiðslur til lögreglunnar komu í veg fyrir að eigendurnir væru sóttir til saka fyrir ólöglega sölu áfengis en kúnnahópurinn naut engrar verndar. Vegna tengsla mafíunnar við lögregluna vissu eigendur Stonewall oftast nær hvenær búast mátti við henni á staðinn. En þennan dag, um kl. 1 eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 28. júní 1969, voru eigendur og gestir hinir rólegustu. Þessi orð eins fastagests Stonewall- kráarinnar í New York, Michael Faders, lýsa vel stemmningunni fyrir utan krána júnínótt eina fyrir 50 árum. Gestirnir neituðu að hlýða lögreglunni, sem hafði birst þar í þúsundasta skipti til að „sópa út“ þeim lýð sem hún taldi halda sig þar. En lýðurinn hafði fengið nóg, kastaði öllu lauslegu í lögregluna og krafðist þess að fá að vera í friði á sínum stað. En þótt mikill baráttuhugur hafi verið í gestum og óeirðir haldið áfram næstu daga óraði sjálfsagt engan þeirra fyrir því að síðar yrði oft vitnað til þessa kvölds sem upphafs virkrar baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks, a.m.k. í Bandaríkjunum. Og áhrifanna gætti sannarlega víðar í hinum vestræna heimi. Óvænt árás eftir miðnætti Stonewall-barinn við Christopher-stræti í New York var ekki merkilegt öldurhús. Þetta var lítill og þröngur bar, rekinn af mafíunni. Ekkert rennandi vatn var á barnum, salernin stífluðust í sífellu og enga neyðarútganga var þar að finna. Barinn hafði það þó fram yfir flesta aðra að þar var allt hinsegin fólk velkomið Ungir heimilislausir piltar, sem höfðust við í Christopher-garðinum, tóku virkan þátt í uppreisninni við Stonewall-barinn fyrstu nóttina. Á 6. og 7. áratug síðustu aldar fylgdist Bandaríska alríkislögreglan (FBI) vel með þekktu hómósexúal fólki, eins og það hét í bókum hennar, og hélt skrá yfir samkomustaði þess og vini. Bandaríski pósturinn hélt að sama skapi skrá yfir heimilisföng sem fengu sendingar er tengdust á einhvern hátt hómósexúalisma. Þannig neituðu póstyfirvöld til dæmis árið 1953 að dreifa tímariti, sem fjallaði um hómósexúal fólk í heterósexúal samböndum, þótt það væri hulið brúnu umslagi. Yfirvöld ríkja og borga létu ekki sitt eftir liggja, lokuðu börum þar sem hómósexúal fólk safnaðist saman, handtóku gestina og nöfn þeirra voru birt í dagblöðum. Hómósexúalismi var flokkaður sem geðveiki af samtökum bandaríska geðlækna árið 1952 og stóð sú skilgreining allt til 1973.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.