Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2019, Page 70
70
á Eurovision-ævintýrinu stóð. „Það var
mikið skrifað um útlit mitt. Ég þótti of feit
og spurt af hverju ég gæti ekki bara
grennt mig, líka í íslenskum fjölmiðlum.
Það sárnaði mér gríðarlega. Þarna var
Hera litla að gera sitt besta og reyna að
skína með röddinni sinni en á sama tíma
voru einhverjir bara að pæla í því hvernig
hún leit út og hnýta í það. Þarna þurfti ég
að taka samtal við sjálfa mig og passa að
missa ekki sjónar á því sem raunverulega
skipti máli.“ Í framhaldinu var það eitt af
verkefnum teymisins að halda svona
fréttum frá Heru sem hvorki fékk að hafa
tölvu né síma með sér upp á
hótelherbergi. „Þau voru kannski alveg
brjáluð yfir einhverju en héldu því burtu
frá mér og létu mig aldrei heyra af því,“
segir Hera og bendir á að sumar
evrópskar forsíður hafi verið ansi
ruddalegar. „Ein fyrirsögnin var „Ísland
étur Evrópu“ með mynd af mér og
„íslenski flóðhesturinn stígur á svið“ og
eitthvað fleira í þeim dúr,“ segir hún,
þakklát sínu fólki sem hélt slíku frá henni
meðan á keppninni stóð. „Ég fékk heldur
ekki að vita Ronnie James Dio,
uppáhaldssöngvarinn minn, hefði látist
meðan á öllu þessu stóð. Ég var svo bara
alveg miður mín þegar ég fékk loksins
fréttirnar tveimur eða þremur dögum
eftir að keppninni lauk,“ segir hún og
bætir við: „Facebook var ekki orðið eins
fyrirferðarmikið og núna og hvorki
Instagram né Snapchat til. Ég held að það
hafi bjargað mér að mörgu leyti.“
Þótt vel hafi verið haldið utan um Heru í
öllu ferlinu segir hún það ekki algilt. „Ég
hef alveg séð keppendur sem eiga mjög
erfitt að keppni lokinni. Þegar þú kemur
heim lendir allt fiskislorið beint í andlitinu
á þér. Glamúrinn búinn og við tekur
harður hversdagsleikinn þar sem allir eru
komnir með ógeð á Eurovision. Þá getur
verið erfitt að koma heim.“