Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2021, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 05.05.2021, Qupperneq 21
Ásdís Ragna Einarsdóttir grasa- læknir hefur lengi frætt lands- menn um holla kosti og heilbrigði. Á fræðandi heimasíðu hennar grasalaeknir.is má finna hafsjó fróðleiksmola, þar á meðal þessa sætu mola sem henta sælkerum vel í baráttunni við sykurpúkann. „Ég geri mér oft svona Bounty- bita og reyni að eiga þá til í frysti þegar mig langar í eitthvað sætt með kaffinu eða eftir mat á góðum degi. Ég mæli líka með að þið prófið ykkur áfram með sætuefni en þið getið ýmist notað lífrænt hunang, hlynsíróp eða notað sykurlaust síróp eins og Good Good. Þið getið ýmist skellt þessu í bita, rúllað í kúlur eða sett gúmmelaðið í silíkon kökuform og haft sem kökubotn og brætt svo súkkulaðið yfir.“ Bounty-bitar 2 bollar MUNA kókosmjöl 1 bolli MUNA fljótandi kókosolía 2-5 dropar MUNA vanillustevía, ef vill 1-2 msk MUNA hunang eða sykur- laust síróp 150 g dökkt súkkulaði Öllu hrært saman í skál nema súkkulaðinu. Blöndunni svo þjapp- að í silíkonform og sett í frysti í um 30 mínútur. Takið botninn úr frysti, bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir botninn. Súkkulaðinu leyft að storkna aðeins í kæli í nokkrar mínútur. Skerið því næst í hæfilega bita og njótið! Gott að geyma í kæli eða frysti til að eiga með kaffinu þegar mann langar í eitthvað sætt og gómsætt. Fylgstu með Ásdísi á Instagram @ asdisgrasa og á grasalaeknir.is MUNA – Bounty-bitar Ásdís Ragna gerir hér mjög ljúf- fenga Bounty-bita fyrir sælkera. Bounty-bitar sem einfalt er að gera. Indíana Nanna Jóhannsdóttir, þjálfari og rithöfundur, þjálfar nú stóran hóp fólks heiman frá sér og segir fyrirkomulagið henta mörgum, hvort sem um heimsfaraldur sé að ræða eða ekki. Indíana byrjaði að æfa handbolta aðeins sex ára gömul og gerði allt til 21 árs aldurs. „Eftir það hef ég spilað með utandeild Stjörnunnar. Ég var líka eitthvað í dansi samhliða hand- boltanum og svo fór ég að elska að æfa sjálf eftir að ég hætti í hand- boltanum,“ segir hún spurð hvort hreyfing hafi alltaf spilað stórt hlutverk í lífi hennar. Í dag sérhæfir Indíana sig í æfingum með eigin líkamsþyngd og ketilbjöllum. „Ég hef tekið alls konar nám- skeið og réttindi og er núna að byrja að stúdera þjálfun á með- göngu og eftir fæðingu,“ segir Indíana sem nú gengur með annað barn sitt og Hólmars Orra, eigin- manns síns. Ástríðan tók yfir Þrátt fyrir mikinn áhuga á hreyfingu fór Indíana í nám við Verzlunarskólann og svo beint í BA-nám í lögfræði við HÍ. „Á síðasta árinu í lögfræðinni varð mikill viðsnúningur hjá mér og ég fann að lögfræðin kallaði ekki nógu mikið á mig til að halda áfram. Ég fór því að vinna í eitt og hálft ár, byrjaði að þjálfa í hóp- tímum og nældi mér í einkaþjálf- araréttindi.“ Hún segist hafa fallið hratt fyrir þjálfunin og í byrjun árs 2018 hafi hún algjörlega tekið yfir og orðið hennar 100 prósent starf. „Ég hef bókstaflega lagt hjarta og sál í þjálfunina síðan.“ Fannst ég ekki eiga roð í verkefnið Indíana er höfundur bókarinnar Fjarþjálfun sem kom út á síðasta ári og hefur notið mikilla vin- sælda. „Útgáfan Fullt tungl hafði samband við mig í byrjun árs 2019 og lagði þessa hugmynd fyrir mig. Í fyrstu fannst mér þetta frekar ab súrd hugmynd og fannst ég kannski ekki eiga roð í þetta verkefni því ég hafði ekki verið að þjálfa svo lengi,“ segir hún aðspurð um tildrög bókarinnar. Hún viðurkennir þó að henni hafi þótt verkefnið spennandi þar sem hún hafði verið að skrifa pistla og greinar í tímarit og á heimasíður og alltaf heillast af því að skrifa. „Eftir að hafa hugsað þetta aðeins fékk ég svona „aha!“- móment á æfingu þar sem ég var að þjálfa. Þetta var bara ein af milljón æfingum en ég var að njóta mín í botn og ég elska að kenna, leiðbeina og aðstoða stelpurnar sem æfa hjá mér að læra nýjar hreyfingar eða bæta það sem þær kunna nú þegar.“ Auðvelt að æfa heima Indíana segir mjög misjafnt hvernig breyttar aðstæður hafa farið í fólk á COVID-tímum og hvernig fólki gengur að hreyfa sig við þær aðstæður. „Ég held að þetta sé alveg rosalega misjafnt. Margir hafa verið ótrúlega aktívir og æft bæði heima og utan- dyra, sem er alltaf gott í bland. Svo held ég að það sé alltaf stór hópur sem gerir í raun ekki neitt. En heilt yfir eru alltaf fleiri og fleiri að byrja að fóta sig í sinni hreyfingu og koma sér af stað, sem er frábært.“ Til að æfa að heima segir Indíana að fólk þurfi í raun ekki að eiga neitt. Nema þá kannski að huga að undirlaginu. „Ég æfi á dýnu sem er þykkari en hefðbundin jógadýna því það hentar betur fyrir hnén ef maður er mikið að hoppa og skoppa. Hjá mér þarf ekki að eiga neitt (nema þá dýnu) en það er gaman að eiga eina bjöllu eða eitt handlóð og sippuband fyrir fjölbreytileika. Ég set æfingar upp þannig að það er bæði hægt að vera alveg með eigin líkamsþyngd og svo með búnað.“ Óbilandi trú á fyrirkomulaginu Aðspurð hvernig Indíana upplifi sjálf að þjálfa heima fyrir framan skjáinn segir hún það vissulega vera svolítið öðruvísi. „Ég er auðvitað sjálf að æfa með hópnum svo það er mjög skemmti- legt og hvetjandi bæði fyrir mig og alla sem æfa með mér hinum megin við skjáinn. Það er dagamunur í þessu, alveg eins og þegar ég er að þjálfa í sal. Suma daga er ég ótrú- lega peppuð og til í þetta og aðra ekki. Eins og gengur og gerist. En heilt yfir hefur þetta gengið vonum framar og ég hef óbilandi trú á þessu fyrirkomulagi fyrir marga, óháð því hvort líkamsræktar- stöðvar séu opnar eða lokaðar og óháð því hvort yfir okkur hangi heimsfaraldur. Þetta er bara öðru- vísi form af hreyfingu og gefur mörgum tækifæri til að halda sér í æfingarútínu og sparar þeim tíma og fyrirhöfn.“ Taka þarf ábyrgð á eigin heilsu Fyrir þá sem eiga erfitt með að koma sér af stað segir Indíana að fólk þurfi fyrst og fremst að gera það upp við sig hvort það ætli að taka ábyrgð á eigin heilsu eða ekki. „Það er alltaf fyrsta skrefið, að vinna svolítið í hugarfarinu. Ekki setja þetta yfir á að líkamsræktar- stöðvar séu lokaðar eða að eitthvert ástand sé í gangi. Það er alltaf hægt að finna eitthvað við hæfi og nauð- synlegt fyrir líkama og sál að fá smá útrás. Prófaðu þig áfram, skráðu þig í þjálfun, finndu þér hlaupaplan, hóaðu í vinkonu og farið saman út að ganga. Þú verður að finna þitt sem hentar þér og hvetur þig áfram.“ Snýst um sjálfstraust Að lokum segir Indíana okkur flest vera þannig að upplagi að við þurfum einhvern til þess að leiða okkur áfram, hvetja okkur og jafnvel segja okkur svolítið fyrir verkum og þar af leiðandi mikil- vægt að sækja þann stuðning. „Sem þjálfari er mitt stærsta verkefni að byggja upp sjálfstraust hjá fólki, það er það sem þetta snýst alltaf um að lokum. Að vinna í hugarfarinu og byggja upp bæði sterkari kroppa og sterkara hugar- far.“ Fylgstu með Indíönu á Instagram @indianajohanns og á gomove.is Ég hef bókstaflega lagt hjarta og sál í þjálfunina Indíana leggur mikið upp úr heilsusamlegu líferni og velur lífræna fæðu frá MUNA í matargerð sína. MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIR Hollt sælkera-múslíbrauð MUNA 3 dl fínmalað spelt frá MUNA 3 dl gróft spelt frá MUNA 2 dl spelt-múslí með trönuberjum frá MUNA 1 tsk. salt 1 msk. vínsteinslyftiduft 1/2 dl apríkósur frá MUNA 1 dl valhnetur frá MUNA 1 msk. blómahunang frá MUNA 2 dl haframjólk 2 dl soðið vatn Aðferð Byrjið á að hræra saman öllum þurrefnum í skál með sleif. Hellið næst smátt skornum aprí- kósum og heilum hnetum út í og hrærið saman. Sjóðið vatn og bætið út í ásamt haframjólkinni. Hrærið létt saman með sleif, bara þannig að allt sé vel blandað saman en forðist að hræra allt of mikið því þá getur brauðið orðið seigt. Hellið í brauðform en gott er að spreyja það að innan með olíu- spreyi eða smyrja að innan með olíu. Bakið í 200 °C heitum ofni með blæstri eða á 210 °C heitum ofni án blásturs í 30 mínútur. Berið fram heitt en það er líka gott þegar það hefur kólnað. Sunnudagsbrauð MUNA Hollt sælkera- múslíbrauð MUNA. Fylgdu okkur á muna.is og insta- gram.com/muna_himneskhollusta/ þar sem má finna uppskriftir, lífs- stílsráð og margt fleira fróðlegt og skemmtilegt. kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2021 MUNA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.