Fréttablaðið - 05.05.2021, Síða 25
innsýn mína og reynslu í öðrum
fyrirtækjum, er af hverju rekstur-
inn í f lugi er svona handahófs-
kenndur. Þetta er kvikt umhverfi,
mikill hraði þar sem verða oft ýktar
breytingar á tekjum og kostnaði –
og þú ert stanslaust að bregðast við
aðstæðum hverju sinni. Það hafa
komið stundum reynslumiklir fjár-
festar að þessum rekstri í gegnum
tíðina en mér hefur oft fundist eins
og þeir skilji þá um leið fyrir utan
þær aðferðir sem hafa virkað vel í
öðrum fyrirtækjarekstri. Þá á ég
við mikilvægi þess að hafa skýran
strúktur, stefnu, stjórnendur í réttu
stöðunum, bera allar stórar ákvarð-
anir undir framkvæmdastjórn og
stjórn félagsins – þessu gleyma
menn iðulega og eru farnir að taka
fljótt tilviljunarkenndar ákvarðanir
sem þýðir að þú ert í raun ekki með
neina stefnu. En þegar þú starfar í
svona kviku rekstrarumhverfi, sem
flugið sannarlega er, þá þarftu hins
vegar þvert á móti að vera varfærn-
ari og fastari fyrir – af því að allar
tölurnar eru svo stórar og fram-
legðin oft lítil.
Ég hef aldrei áttað mig á því af
hverju stjórnunarhættirnir hafa
þurft að vera þannig og það er ekki
fyrr en núna, þegar ég fór að ræða
við þá fjárfesta og aðra sem koma að
Play, sem ég sé að það er mögulegt
að gera þetta öðruvísi. Stóra breyt-
an er að það verður enginn einn
sem ræður í þessu félagi, hvorki
ég, stjórnarformaðurinn eða aðrir
Kaup, sala og
samruni fyrirtækja.
kontakt@kontakt.is I 414 1200 I www.kontakt.is
FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF
• Verðmat
• Ráðgjöf og undirbúningur
fyrir sölumeðferð
• Milliganga um fjármögnun
• Samningagerð
Við erum ekki að
kokka upp einhver
plön um að reyna knésetja
Icelandair – við erum ekki
með það flugfélag á heil-
anum.
Play. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
hluthafar, og sem getur þá farið að
taka stórar afdrifaríkar ákvarðanir
byggt á því hvernig viðkomandi er
mögulega stemmdur þann daginn.
Það er stór og breiður hópur fjár-
festa sem kemur að fyrirtækinu og
öll ákvörðunartakan, einkum núna
þegar félagið verður skráð á hluta-
bréfamarkað, þarf að vera öguð og
grundvallast á skýrri stefnu. Þetta
er helsta ástæðan fyrir því að ég hef
fulla trú á því að fyrirtækinu eigi
eftir að farnast vel.“
Hættum að tala um stórar tölur
Spurður að því hvenær það hafi
fyrst komið til tals að hann myndi
setjast í forstjórastólinn ef það
tækist að ljúka fjármögnun á f lug-
félaginu segir Birgir að það hafi gerst
frekar nýlega.
„Það hafa ýmsir leitað til mín í
gegnum árin sem hafa sýnt f lug-
rekstri áhuga, meðal annars eftir
að WOW air fór í gjaldþrot vorið
2019 og eins einhverjir fjárfestar
sem höfðu verið að skoða mögulega
aðkomu að Play. Mig grunar að það
sé vegna þess að ég hef verið afar
tortrygginn á þennan bransa og ég
er líklega einn af þeim fáu sem hafa
komið að flugrekstri og ekki fengið
bakteríuna – af því að mér hefur oft
ekkert litist á það hvernig staðið
hefur verið að málum.
En eftir því sem tíminn líður, og
ég kynnist betur því hvernig standa
eigi að stofnun félagsins, verð ég
jákvæðari af því að ég hef trú á að
vinnubrögðin eigi eftir að verða
með allt öðrum hætti. En það eru í
reynd einungis um tveir mánuðir
síðan að það var nefnt í einhverri
alvöru að ég myndi koma að þessu
sem forstjóri félagsins.“
Hvaða lærdóm er hægt að draga
af þeim mistökum sem voru gerð hjá
WOW air og öðrum íslenskum lág-
gjaldaf lugfélögum?
„Það sem ég held að hafi klikkað
hjá þessum félögum, WOW og eins
og öðrum lággjaldaf lugfélögum
á undan, er að stjórnendur missa
sjónar á að halda sig við upphaf-
legu stefnuna og gleyma sér í vext-
inum. Það sem gerist þá er að þú
missir stjórn á kostnaðinum af því
að það er endalaust verið að ráðast
í fjárfestingar, sem eiga að skapa
tekjur síðar í framtíðinni, og þann-
ig er verið að reyna að réttlæta þessa
kostnaðaraukningu – það aftur
skapar pressu á að auka stöðugt
umsvifin.
Ég er hins vegar mikill talsmaður
þess að hætta að tala um stórar
tölur; veltuna, fjölda f lugvéla, far-
þegafjöldann – þetta skiptir í reynd
engu máli. Okkar nálgun núna í
Play er að vera frekar með bara lítið
flugfélag. Við ætlum ekkert að sigra
heiminn og vera með fleiri tugi véla
í rekstri – heldur vera fókuseraðir,
einblína á afkomuna og virðið sem
við erum að búa til fyrir viðskipta-
vininn. Það voru þessir hlutir
sem fóru áður úrskeiðis í þessum
íslensku lággjaldaf lugfélögum,“
segir Birgir, og bætir við:
„Ég ber mikla virðingu fyrir því
hvernig Skúli Mogensen hefur tækl-
að eftirleikinn af gjaldþroti WOW
air, með mikilli auðmýkt, og viður-
kennt að menn hafi misst sjónar á
því sem skiptir máli í lággjalda-við-
skiptamódelinu með því að taka
í notkun breiðþotur til að f ljúga
langa f lugleggi. Það hefðu allir átt
að getað sagt sér það, og það voru til
greiningar innan fyrirtækisins um
að þetta gæti aldrei gengið upp, og
það hefði átt að fylgja þeirri stefnu
og taka ákvarðanir í samræmi við
það en ekki aðeins vegna þess að
þetta væri f lott eða áhugavert. Þess
vegna er svo mikilvægt að viðhafa
þennan aga í þessum rekstri.“
Alltaf dvergar á markaði
Forstjóri Icelandair sagði um síðast-
liðin áramót að hann teldi ekki rými
fyrir tvö íslensk flugfélög með Kefla-
víkurvöll sem tengibanka. Hver er
þín skoðun á þeim ummælum?
„Það er rosalega auðvelt held ég að
snúa út úr þessum ummælum Boga
og ég held að það væri ósanngjarnt
að gera það – ég ætla ekki að gera
honum upp þær skoðanir að hann
vilji að Icelandair sitji að einhverri
einokun hér á þessum markaði. Ég
hef meiri virðingu fyrir honum og
Icelandair en það. En þegar maður
horfir á þennan markað þá eru um
70 til 75 milljónir manns að f ljúga
á milli Bandaríkjanna og Evrópu á
ári. Það er alveg sama hvað Play og
Icelandair munu gera – félögin verða
alltaf dvergar á þessum markaði yfir
hafið en einmitt þess vegna held ég
að það sé pláss fyrir félag eins og
okkar.“
Birgir segir að vegna þess hversu
Play sé vel fjármagnað sé engin
pressa á að taka nein stór skref í
rekstrinum fyrr en markaðurinn
býður upp á það.
„Við munum byrja að f ljúga
undir lok júní, og verðum með
alveg þokkalega umfangsmikið flug
núna í sumar, en við þurfum ekkert
að flýta okkur. Ég held að allir sem
koma að félaginu, stjórnendur og
stjórnarmenn, séu meðvitaðir um
að það sé ekki verið að tjalda til
einnar nætur og við viljum gerum
þetta í hægum, öruggum skrefum
og sjá þetta félag blómstra til lengri
tíma litið. Það er til dæmis augljóst
að Bandaríkin eru núna að opnast
frekar hratt, við sjáum í fréttum
að það eru mikið af bókunum frá
ferðamönnum þaðan, og það væru
leiðir fyrir okkur að reyna að byrja
að f ljúga til Bandaríkjanna strax
í sumar sem gæti skilað góðum
tekjum í nokkra mánuði – en um
leið væri það afar áhættusamt skref
að taka og því er það ekki á döfinni
í ár.“
Birgir segir að mögulega gæti
f lug til Norður-Ameríku orðið að
veruleika snemma árs 2022 en þeir
áfangastaðir sem Play horfir þar til
eru til borga á Austurströndinni,
Flórída og mögulega einnig í Kan-
ada.
Þið byrjið með þrjár vélar, Air-
bus A321-NEO, sem geta tekið allt
að 244 í sæti. Eruð þið með þannig
leigusamninga á vélum að þið borgið
aðeins þegar vélarnar verða teknar
í notkun?
„Já, hluti af samningunum er
með þeim hætti. Það má segja að
tækifærið til að koma á fót nýju
f lugfélagi varð enn betra eftir að
faraldurinn skall á, meðal ann-
ars vegna þess að það hefur gefið
okkur færi á því að ná frábærlega
hagfelldum leigusamningum um
vélar. Það er mikið framboð af hár-
réttum flugvélategundum í boði en
lykilatriðið í þessum rekstri er að
blanda ekki saman ólíkum gerðum
af vélum þannig að þú getir náð sem
mestri nýtingu frá starfsfólkinu og
samfellan verði sem mest. Við erum
því með afar góða samninga til mjög
langs tíma, um 10-12 ár fyrir hverja
vél.“
Ekki með Icelandair á heilanum
Hvernig ætlar félagið að vera sam-
keppnishæft á þessum erfiða mark-
aði og eru kjarasamningar Play
hagkvæmari en þeir sem Icelandair
hefur gert við sína starfsmenn?
„Þegar horft er til f lugreksturs
þá er það oft gert, eðlilega, með
sömu gleraugum og á annan fyrir-
tækjarekstur þegar kemur að launa-
kostnaði og hann er vissulega mjög
stór og mikilvægur þáttur, en samt
ekki ráðandi breyta. Við erum með
mjög hagstæða kjarasamninga
við stéttarfélag starfsfólksins hjá
okkur en það þýðir ekki að fólk sé
að fá eitthvað minna af krónum
í launaumslagið en það fékk hjá
WOW air eða öðrum sambærilegum
íslenskum flugfélögum.
Hagkvæmnin í samningunum
fyrir okkur nær til annarra sviða,
eins og með að ná meðal annars
meiri nýtingu á f lugáhöfnum með
f leiri f lugtímum innan ákveðins
tímabils – þetta eru því kjara-
samningar sem eru meira í lík-
ingu við það sem almennt gerist á
íslenskum vinnumarkaði fremur
en arfleifð kjarasamninga sem hafa
verið gerðir í gegnum áratugina
hjá rótgrónum f lugfélögum eins
og Icelandair. Við skulum heldur
ekki gleyma því,“ útskýrir Birgir,
að við munum auðvitað líka vera
að keppa við f lugfélög sem koma
frá löndum þar sem launin eru allt
önnur og lægri og við erum ekkert
samkeppnishæf við slík félög hvað
launakostnað varðar.“
Aðspurður hvort hann geti sagt
eitthvað til um hagkvæmni saming-
anna í samanburði við Icelandair,
meðal annars með tilliti til eininga-
kostnaðar á sætiskílómetra, segist
Birgir ekki hafa kynnt sér þá samn-
inga og geti lítið sagt til um það.
„Það er mikilvægt að halda því til
haga að við erum ekki að kokka upp
einhver plön um að reyna að kné-
setja Icelandair – við erum ekki með
það f lugfélag á heilanum. Dæmin
hafa sýnt að það er alveg pláss fyrir
tvö, og jafnvel f leiri, f lugfélög á
þessum markaði – og við erum ekk-
ert endilega að berjast um sömu far-
þegana og þeir.
Það sem skiptir máli fyrir okkur í
þessari hörðu samkeppni er að hafa
þennan sveigjanleika, sem lítið flug-
félag, til að geta fundið okkur matar-
holur til hliðar við þessu stóru félög
eins og Delta, Wizzair og EasyJet.
Við getum aldrei mætt þeim beint
í samkeppninni heldur verðum
við að finna aðrar leiðir með því
að bjóða meðal annars upp á ann-
ars konar vöru, tímasetningar og
þjónustu. Við munum heldur ekki
geta keppt við félag eins og Wizzair
í verðum, en þar getum hins vegar
keppt við Icelandair,“ segir Birgir.
Eiginlega allt sem vinnur með okkur
Birgir tekur aðspurður undir
með þeim sem hafa sagt að
aldrei hafi verið betri aðstæður
til hefja rekstur á nýju flugfélagi
en nú.
„Það er eiginlega allt sem
vinnur með okkur um þessar
mundir. Og síðan fór að gjósa
á Reykjanesskaga! Ef það voru
einhverjar efasemdir um áhuga
erlendra ferðamanna á að koma
til Íslands þá þarf enginn að hafa
áhyggjur af því lengur.“
En er innkoma Play þá að fara
að leiða aftur til svonefnds massa-
túrisma?
„Þegar það voru hvað flestir
ferðamenn að koma til lands
ins – um 2,3 milljónir manna
2018 – þá voru íslensku flug
félögin með um 50 til 60 vélar í
sínu áætlunarflugi til viðbótar
við tugi erlendra flugfélaga sem
voru með áætlunarflug hingað
til landsins. Það er mjög langt
í að þessar aðstæður eigi eftir
að koma aftur með tilheyrandi
massatúrisma. Við verðum með
miklu færri vélar en WOW air var
með þegar mest lét og Iceland
air á sömuleiðis langt í land með
að ná sínum fyrri hæðum.
Forsvarsmenn í íslenskri
ferðaþjónustu hafa því núna
góðan tíma til að hugsa um
stefnumótun fyrir greinina til
langs tíma – sem við Íslendingar
höfum alltaf átt erfitt með að
gera – og hver sé varan Ísland og
hvar við viljum staðsetja okkur á
þessum ferðamannamarkaði.
Fólk sem kaupir flugmiða til
Íslands, með hvaða flugfélagi
sem er, er oftast búið að eyða
hærri fjárhæð aðeins 24 tímum
eftir að það er komið til lands
ins heldur en það borgaði fyrir
sjálfan flugmiðann. Ef við í Play
myndum, svo dæmi sé tekið,
byrja að selja lággjaldaflugferðir
til Mónakó þá efast ég um að
Mónakó myndi fyllast af bak
pokaferðalögum. Þetta snýst því
alltaf um hvers konar vöru þú ert
að bjóða fólki upp á.“
MARKAÐURINN 9M I Ð V I K U D A G U R 5 . M A Í 2 0 2 1