Fréttablaðið - 05.05.2021, Qupperneq 33
Vesturlandsvegur
Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 24. mars 2021 og borgarráðs Reykjavíkur þann 15. apríl
2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Í breytingunni felst
færsla á skipulagsmörkum á nokkrum stöðum, áætluð akstursundirgöng sunnan Grundarhverfis eru
felld niður, almennar stígabreytingar, svæði fyrir hljóðvarnir skilgreindar o.fl. Nánar um tillöguna vísast til
kynningargagna.
Kjalarnes, Árvellir
Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 24. mars 2021 og borgarráðs Reykjavíkur þann 15. apríl 2021
var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árvalla á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að
afmörkun deiliskipulags Árvalla er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, þannig að
skipulagsmörk sem snúa að vesturlandsvegi færast í átt að Esjunni um 8-13 metra. Nánar um tillöguna
vísast til kynningargagna.
Kjalarnes, Hof
Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 24. mars 2021 og borgarráðs Reykjavíkur þann 15. apríl
2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Esjuhofs á Kjalarnesi. Í breytingunni
felst að afmörkun deiliskipulags Esjuhofs hliðrast um 2-3 m til austurs, vegna breytingar á deiliskipulagi
Vesturlandsvegar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Kjalarnes, Saltvík
Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 24. mars 2021 og borgarráðs Reykjavíkur þann 15. apríl 2021
var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst
að afmörkun deiliskipulags Saltvíkur er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, vegna
breyttrar legu á nýjum stíg í tengslum við ný undirgögn undir Vesturlandsveg. Nánar um tillöguna vísast til
kynningargagna.
Kjalarnes, Vallá
Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 24. mars 2021 og borgarráðs Reykjavíkur þann 15. apríl 2021
var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að
afmörkun vesturhluta deiliskipulags Vallá er færð vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Nánar
um tillöguna vísast til kynningargagna.
Kjalarnes, Skrauthólar
Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 24. mars 2021 og borgarráðs Reykjavíkur þann 15. apríl 2021
var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skrauthóla á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að
afmörkun deiliskipulags Skrauthóla er færð til austurs um nokkra metra, vegna breytingar á deiliskipulagi
Vesturlandsvegar, auk þess að stofnstíg er bætt við. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Kjalarnes, Sætún 1
Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 24. mars 2021 og borgarráðs Reykjavíkur þann 15. apríl 2021
var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sætúns 1 á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að
afmörkun deiliskipulags Sætúns 1 er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, þannig að
skipulagsmörk sem snúa að Vesturlandsvegi færast í lóðarmörk milli svæðis F annars vegar og hins vegar
svæða A og B. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Kollagrund 2, Klébergsskóli
Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 24. mars 2021 og borgarráðs Reykjavíkur þann 15. apríl 2021
var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Klébergsskóla á Kjalarnesi, Kollagrund
2. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Klébergsskóla er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi
Vesturlandsvegar, þannig að skipulagsmörk sem snúa að vesturlandsvegi færast í átt að skólanum um
u.þ.b. 5 metra. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Þverholt 13
Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 7. apríl 2021 og borgarráðs Reykjavíkur þann 15. apríl 2021
var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Einholts-Þverholts vegna lóðarinnar nr. 13 við
Þverholt. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa sex hæða íbúðarhús á lóðinni, með að hámarki 38
íbúðum, þar sem 5. og 6. hæð eru inndregnar. Í bílgeymslu verða 25 bílastæði, en ekið verður í bílgeymslu
nyrst á lóðinni. Lóð austan við hús verður í samræmi við lóð á reit E og innan lóðar verður tenging frá lóð
að Þverholti ásamt því að tenging milli baklóða reits E og Þverholts 13 verður tekin upp á ný á lóð Þverholts
13. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar má einnig nálgast á skjá og tölvu í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð,
virka daga kl. 8:20 – 16:15 frá 5.maí 2021 til og með 22. júní 2021. Einnig má sjá tillögurnar á vefnum, www.
reykjavik.is, skipulag í kynningu. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér
tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á
netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 22. júní 2021. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir
innsendar athugasemdir með tölvupósti.
Reykjavík 5. maí 2021
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Skrifstofa borgarstjóra
Skrifstofa borgarstjóra
Borgarverkfræðingur
Borgarverkfræðingur
Hagdeild
Hagdei d
Dagvist barna
Dagvist barna
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Auglýsing um tillögur að breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru hér
með auglýstar tillögur að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík.
Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is
Sunnudaginn 9. maí klukkan 14.00 stjórnar Sigtryggur Bald-ursson, öðru nafni Bogomil
Font, söngstund í Hannesarholti.
Harpa Þorvaldsdóttir, tónmennta-
kennari og tónlistarkona, leikur
með á píanó. Sigtryggur mun þarna
fara á f lug vítt og
breitt um dægur-
tónlistarsöguna.
Gestum býðst að taka
þátt í stundinni í Hannesarholti, en
einnig verður streymt frá söngnum
á fésbókarsíðu Hannesarholts.
Bogomil Font í
HannesarholtiÞórunn Harðardóttir víólu-leikari heldur einleikstónleika undir yfirskriftinni Ekki ein-
leikið í Breiðholtskirkju laugardag-
inn 8. maí á vegum 15:15 tónleika-
syrpunnar.
Á efnisskrá tónleikanna eru
kaflar úr Sónötu nr. 1 fyrir fiðlu eftir
Johann Sebastian Bach, Svíta nr. 1
í g-moll fyrir víólu eftir Max Reger
og frumflutt einleiksverkið Cloak
eftir bandaríska tónskáldið Charles
Peck. Þórunn starfar við Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar, kennir á fiðlu
og víólu og stjórnar strengjasveitum
skólans.
Þórunn í Breiðholtskirkju
Bach mun hljóma í Breiðholtskirkju.
Þórarinn Már Baldursson er höfundur bókarinnar Vísur og kvæði. Þetta er fyrsta bók Þórarins, sem er víóluleikari í Sin-fóníuhljómsveit Íslands.
Þórarinn var ungur að árum
þegar hann byrjaði að yrkja. „Kveð-
skapur hefur alltaf verið í kringum
mig. Í kringum tíu ára aldur var ég
byrjaður að klambra saman vísum.
Heima var farið með mikið af vísum
sem ég lærði eins og skemmtiefni.
Menn voru líka að kveðast á, en
það var leikur sem amma kenndi
okkur krökkunum. Þá var farið
með vísu og næsti maður átti að fara
með vísu sem byrjaði á sama staf og
hin endaði á – þannig var reynt að
koma öðrum í þrot. Svo var móður-
afi minn, Þórarinn Guðmundsson
kennari á Akureyri, skáld sem orti
meðal annars undir hefðbundnum
háttum og kenndi mér tökin á því.“
Þórarinn segir bókina vera sam-
safn af því nýtilegasta sem hann
hafi ort á um það bil síðustu tutt-
ugu árum. „Ég sest ekki niður til að
yrkja, vísurnar koma bara þegar
þær koma. Ég yrki mikið undir
gömlu rímnaháttunum. Vísurnar
fjalla um allt og ekkert og eru lang-
flestar í gamansömum tón. Þarna
er margt undir áhrifum 19. aldar
skálda, brennivínsvísur, heims-
ósómakvæði, sjálfsvorkunn og
hæfileg bölsýni.“
Þórarinn segist aðspurður finna
fyrir áhuga fólks á vísnagerð.
„Áhuginn er meiri en margur heldur
og fyrirfinnst vissulega hjá ungu
fólki. Hann er kannski ekki gríðar-
lega útbreiddur en er þarna samt.
Þessi þráður er búinn að lifa með
þjóðinni í mörg hundruð ár. Hefð-
in að yrkja undir bragarháttum er
að mínu mati ekki í stórkostlegri
hættu. Menn kveða líka enn þá og
þar hefur orðið nokkur vakning
á eftir að Steindór Andersen varð
áberandi og Kvæðamannafélagið
er ennþá vel virkt. Já, það er vissu-
lega áhugi.“
Vísurnar koma
þegar þær koma
Þórarinn Már Baldursson sendir frá sér
fyrstu bók sína. Gamansamar vísur og
kvæði. Byrjaði að yrkja barn að aldri.
Þórarinn Már hefur sent frá sér fyrstu bók sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Latskáldmælgi
Ekki get ég eða nenni
orð að setja í ljóð.
Um æðanetið er sem renni
eintómt letiblóð.
Draumórar
Það væri gott að vit’eitthvað
og ver’eitthvað,
og gaman væri að get’eitthvað
og ger’eitthvað.
ÞARNA ER MARGT
UNDIR ÁHRIFUM 19.
ALDAR SKÁLDA, BRENNIVÍNS-
VÍSUR, HEIMSÓSÓMAKVÆÐI,
SJÁLFSVORKUNN OG HÆFILEG
BÖLSÝNI.
ÞÓRUNN HARÐARDÓTTIR-
STARFAR VIÐ TÓNLISTARSKÓLA
REYKJANESBÆJAR.
Sigtryggur Bald-
ursson verður í
Hannesarholti.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M I Ð V I K U D A G U R 5 . M A Í 2 0 2 1