Fréttablaðið - 05.05.2021, Síða 40
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
Árna
Helgasonar
BAKÞANKAR
Verslaðu á 66north.is
Fylgdu okkur á Instagram @66north
Komum út!
Ég var staddur á bílasölu um daginn þegar ég heyrði nýtt hugtak. Drægnikvíði. Þetta
lýsir þeim ótta sem eigendur raf-
bíla finna fyrir um að ná ekki á
leiðarenda. Það sem mér fannst
samt aðallega athyglisvert er hvað
við erum orðin f link í að orða alls
konar áhyggjur okkar með fínum
og gáfulegum hugtökum.
Ég veit ekki hvað veldur. Þykir
virðulegra og jafnvel faglegra að
tala í hugtökum heldur en í ein-
hverju almennu stressi og sam-
viskubiti? Í stað þess að segjast
vilja taka strangheiðarlega
all-inclusive-sólbaðs-sullferð til
Tene þá tala þessar nýju, fag-
legu útgáfur af okkur um aukinn
ferðavilja, í bland við mikinn far-
sóttarleiða og mikilvægi þess að
taka þátt í endurreisn ferðaþjón-
ustunnar. Á sama tíma og maður
er meðvitaður um að f lugferðin
er kolefnislosandi, sem eykur á
loftslagskvíða og visthryggð, þá
er hægt að slá á f lugskömmina
með kolefnisbindingu, til dæmis
með því að gróðursetja tré í
gegnum app, en þó verður maður
að gæta að því að verða snjall-
símafíkninni ekki að bráð.
Nú þegar vorar dæmist á mann
að setja upp trampólín fyrir
börnin. Í þessum anda hef ég
loksins áttað mig á því að það er
ekki letin í mér sem er vanda-
málið, ég þjáist af verulegum
uppsetningarótta.
Þetta blandast saman við
nánast stöðuga pressu á þessum
örfáu íslensku sólardögum að
vera stöðugt úti við að gera eitt-
hvað stórkostlegt og leiða hjá sér
að lofthitinn er á pari við hita-
stig í meðalísskáp. Með öðrum
orðum: Sólartengd upplifunar-
spenna.
Allt þetta hefur svo leitt til þess
að ég er farinn að upplifa veru-
legan hugtakakvíða.
Hugtakaveislan
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut