Skessuhorn - 20.01.2021, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 20216
Breytt
áskriftarverð
SKESSUHORN: Áskrift að
Skessuhorni hækkar lítillega
um næstu mánaðamót. Það er
gert m.a. til að mæta launa-
hækkunum síðan í fyrravor
og hækkuðu dreifingarverði.
Eftir hækkun verður almennt
verð á blaðáskrift 3.877 krón-
ur en elli- og örorkul.þ. greiða
3.348 kr. -mm
Dópaður með
þrjú börn í
bílnum
BORGARNES: Síðdegis á
laugardag stöðvaði lögregla
ökumann á leið norður Borg-
arfjarðarbraut. Við athug-
un reyndist ökumaður undir
áhrifum kannabis og amfeta-
míns og var hann handtek-
inn. Þar sem þrjú börn voru
í bílnum var málið tilkynnt til
barnaverndaryfirvalda.
-frg
Kannabislykt í
fjölbýlishúsi
AKRANES: Á sunnudags-
kvöld barst lögreglu tilkynn-
ing um kannabislykt í fjölbýlis-
húsi. Fundust leifar af kanna-
bis í geymsluherbergi í húsinu
og viðurkenndi umráðamaður
geymslunnar að hafa verið að
reykja efnin. Ennfremur fund-
ust efnaleifar á vettvangi og
var viðkomandi kynnt réttar-
staða sakbornings. -frg
Vanbúinn
dráttur
SNÆFELLSNES: Síðdegis
á sunnudag stöðvaði lögregla
för bíls með annan í drætti.
Reyndist ljósabúnaði áfátt,
taug milli bíla of löng og illa
gengið frá flestu við dráttinn.
Var bílunum fylgt að næstu
gatnamótum og ökumönnum
gert að skilja þá eftir þar.
-frg
Datt um göngu-
staf samferðar-
konu
AKRANES: Á mánudags-
morgun féll kona á göngu
á Garðavegi við skógrækt-
ina á Akranesi. Konan reynd-
ist nokkuð slösuð í andliti, á
hendi og á öxl. Konan hafði
hnotið um göngustaf samferð-
arkonu sinnar með þessum af-
leiðingum. Konan var flutt á
sjúkrahús til aðhlynningar.
-frg
Voru að opna
bílskúr ömmu
AKRANES: Um hádegisbil
á mánudag barst lögreglu til-
kynning um þrjá grunsam-
lega menn, sem væru búnir
að vera í 40 mínútur að bisa
við að komast inn í bílskúr.
Við athugun lögreglu reynd-
ust mennirnir vera að reyna
að opna bílskúr ömmu sinnar
að hennar beiðni.
-frg
Hrútur á vappi í
nýrækt
SNÆFELLSNES: Síðastlið-
inn miðvikudag barst Neyð-
arlínu tilkynning um að hrút-
ur væri á vappi í nýrækt. Vitað
var hver átti hrútinn og þegar
lögregla náði tali af eigandan-
um lofaði hann að fanga hann
hið snarasta. -frg
Virti ekki rétt
gangandi
vegfarenda
BORGARNES: Á fimmtu-
dag sáu lögreglumenn hvar
ökumaður við gangbraut á
Borgarbraut við tónlistarskól-
ann virti ekki rétt gangandi
vegfarenda. Ökumaður játaði
brotið og hlaut hann 20 þús-
und krónur í sekt. -frg
Röng skráning-
armerki á eftir-
vagni
AKRANES: Á föstudaginn
stöðvuðu lögreglumenn för
ökumanns með eftirvagn. Auk
þess að vera ljóslaus reyndist
eftirvagninn vera með röng
skráningarmerki. Var öku-
maður kærður fyrir skjalafals
og vanbúnað ökutækisins. -frg
Lá við árekstri
VESTURLAND: Síðdegis
á föstudag barst lögreglu til-
kynning um bíl sem rásaði á
veginum við Esjurætur. Lá við
árekstri í hvert sinn sem hann
mætti bíl. Lögreglan stöðvaði
för ökumanns við Hvalfjarðar-
göng. Viðurkenndi ökumaður
neyslu amfetamíns og kókaíns
og var hann handtekinn.
-frg
Í liðinni viku birti skrifstofa Al-
þingis rangar upplýsingar um akst-
urskostnað þingmanna á síðasta ári
og fór frétt þess efnis á flug í fjöl-
miðlum, þar á meðal á vef Skessu-
horns og í Kjarnanum. Samkvæmt
upplýsingum Alþingis átti Guð-
jón S Brjánsson alþingismaður
Samfylkingar í Norðvesturkjör-
dæmi að hafa verið sá þingmaður
sem ók mest á síðasta ári í störfum
sínum fyrir Alþingi. Hefði hann
samkvæmt því átt að hafa fellt úr
sessi ókrýndan konung þjóðveg-
anna; Ásmund nokkurn Friðriks-
son Sjálfstæðismann. Skrifstofa
Alþingis sendi hins vegar frá sér
leiðréttingu sem Kjarninn birtir.
Samkvæmt frétt miðilsins höfðu
komið í ljós mistök við útreikn-
ing aksturskostnaðar Guðjóns sem
fólust í því að þegar bílaleigubíll
sem tekinn hafði verið á leigu fyr-
ir Guðjón fyrir rúmum þremur
árum var gerður upp þá reyndist
hann hafa ekið aðeins meira á ári
en gert hafði verið ráð fyrir í lang-
tímaleigusamningnum. Þegar það
hafði verið leiðrétt kemur í ljós að
enn á ný er Ásmundur Friðriks-
son konungur þjóðveganna. Guð-
jón Brjánsson er hins vegar í öðru
sæti.
Þar sem Norðvesturkjördæmi er
víðfeðmt komast fleiri þingmenn
kjördæmisins á topp tíu listann.
Þeir eru Sigurður Páll jónsson
Miðflokki, Lilja Rafney Magnús-
dóttir VG, Haraldur Benediktsson
Sjálfstæðisflokki og Halla Signý
Kristjánsdóttir Framsóknarflokki.
Akstur ráðherra er ekki tilgreindur
á listanum, enda fellur hann undir
annan útgjaldalið í ríkisreikningi.
mm
Sérfræðingahópur verkalýðshreyf-
ingarinnar hefur skilað af sér grein-
argerð um áhrif Covid-19 og meðal
annars áform fjármálaráðherra um
sölu ríkisins á Íslandsbanka. „Rök-
semdir og skýringar skortir fyr-
ir þeirri ákvörðun að hefja sölu-
ferli vegna Íslandsbanka á mikl-
um óvissutímum. Enn er óljóst
hversu stóran hlut stendur til að
selja og ekki er skýrt til hvaða verk-
efna áformað er að nýta fjármunina
sem fást fyrir sölu á bankanum. Þá
veldur fyrri reynsla af einkavæð-
ingu fjármálastofnana á Íslandi tor-
tryggni og því sérstaklega mikil-
vægt að ítarleg samfélagsleg um-
ræða skapist um kosti og galla slíkr-
ar ráðstöfunar,“ segir í niðurstöðu
hópsins.
Auk megin niðurstöðu hópsins
að skýringar og röksemdir skorti
fyrir þeirri ákvörðun að hefja sölu
bankans eru fjölmargar efnislegar
athugasemdir gerðar við fyrirhug-
aða sölu. Vakin er athygli á því að
aðstæður séu nú allt aðrar en þeg-
ar boðað var í stjórnarsáttmála árið
2017 að hlutur ríkisins í fjármála-
kerfinu yrði minnkaður. Óvissa
vegna Covid-faraldursins sé enn í
algleymingi og upprisa ferðaþjón-
ustu muni að öllum líkindum tefjast
með tilheyrandi óvissu fyrir íslenskt
efnahagslíf og bankakerfið þar
með. Hópurinn gerir athugasemdir
við þann hraða sem einkennir ferl-
ið og telur röksemdir fyrir sölu eins
og þær hafa verið kynntar af hálfu
Bankasýslu ríkisins og stjórnvalda
ófullnægjandi. Ástæða söluferlisins
virðist öðru fremur vera að standa
við gefin fyrirheit í stjórnarsáttmála
og hraðinn skýrast af komandi al-
þingiskosningum. Slíkar röksemdir
nægja ekki til að einkavæða banka,“
segir í niðurstöðu hópsins.
mm
Ásmundur Friðriksson er áfram
konungur þjóðveganna
Þykir einkavæðing Íslandsbanka
óskynsamleg á óvissutímum