Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2021, Page 21

Skessuhorn - 20.01.2021, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 2021 21 Hafið samband í síma 788-8865 EB Flutningar Vöruflutningar millli Akraness og Höfuðborgarsvæðinsins! Tvær ferðir á dag Ferðirnar eru kl. 10:00 og 14:00 Almenn sendibílaþjónusta öll kvöld og um helgar. Tökum einnig að okkur búslóðaflutninga Eigendur húss Kaupangs og Suð- urkletts að Brákarbraut 11 í Borg- arnesi hafa nú selt eignina og á sama tíma hafa eigendur ákveð- ið að hætta alfarið með gistiþjón- ustuna Egils Guesthouse sem hef- ur verið þar til húsa síðustu ár. Það eru hjónin Helga Halldórsdótt- ir og Gunnar jónsson sem loka þarna kafla sínum í ferðaþjónust- unni í Borgarnesi en þau byrjuðu með útleigu á íbúðum á Egilsgötu í Borgarnesi ásamt Finnboga jóns- syni og Kristínu Ósk Halldórsdótt- ur. Seinna bættu þau við Kaupangi og um stund var rekið kaffihúsið Kaffi Brák í sama húsi. „Við höfum haft Kaupang á sölu í töluverðan tíma og höfðum fyr- ir upphaf Covid ákveðið að hætta okkar þátttöku í ferðaþjónustu. Það eru tíu ár síðan við fórum út í þennan rekstur, eða vorið 2011, og það var bara orðið gott,“ seg- ir Helga aðspurð um Kaupangs- húsið. „Aðaláhugamálið var alltaf að gera upp hús og ferðaþjónustan koma svona í kaupbæti hjá okkur. Við gerðum húsin að Egilsgötu 8 og 6 upp í samvinnu við þáverandi meðeigendur, Finnboga og Krist- ínu, á árunum 2010-2013 en erum búin að selja þau hús fyrir nokkrum árum. Við keyptum Kaupang árið 2016. Ekki að það þyrfti að gera Kaupang upp, því hafði verið virki- lega vel við haldið, heldur vantaði okkur sal til að geta boðið upp á morgunmat fyrir gesti Egils Gu- esthouse og Kaffi Brák varð svona aukaafurð. Það er alltaf líf og fjör í ferðaþjónustunni þegar vel gengur og gaman var að umgangast gesti frá öllum heimshornum. Sumir komu til okkar nokkrum sinnum og það var gaman. Við vorum líka heppin með okkar starfsfólk og reksturinn í heild sinni. Hafþór sonur okkar hefur séð að mestu um reksturinn síðustu ár en hann hóf háskólanám í haust svo hann hefur nóg við að vera. Við Gunn- ar erum í fullu starfi annars staðar og þar er nóg að gera. Við höfum svo sem ýmislegt á prjónunum sem sagt verður betur frá seinna,“ bætir Helga við. „Það var virkilega ánægjulegt að hafa átt Kaupang, þetta sögufræga og fallega hús. Við sjáum eftir því að því leytinu en vitum að það er í góðum höndum,“ segir Helga að endingu en Kaupangur verður nú íbúðarhús hjá nýjum eigendum þessa sögufræga húss í Borgarnesi. glh Á miðvikudagskvöld í liðinni viku var Facebook viðburðinum „Bring back rúnturinn” á Akranesi hrund- ið í framkvæmd. Það var Alexand- er Aron Guðjónsson sem stofn- aði til þessa framtaks og ætlað að hvetja Skagamenn til að endur- vekja hinn gamla rúnt um Skóla- braut og nágrenni eða eins og sagði í tilkynningu: „Endurvekjum rúnt- menningu Skagamanna, fjölmenn- um á göturnar og rúntum fram í rauða nóttina. Alveg tilvalið í kóf- inu! Svo er hægt að kíkja við í lúg- unni í Shell, Orkunni, Skaganesti, Kvikk on the go – og skoða mán- aðartilboðin fyrir janúar.“ Óhætt er að segja að þátttakan hafi farið fram úr björtustu vonum, en götur miðbæjarins bókstaflega stappfyllt- ust af bílum sem á tímabili mjök- uðust vart áfram. Er mál manna að viðburðurinn hafi vakið upp mikla fortíðarþrá en einnig ánægju meðal þeirra Skagamanna sem tóku þátt. frg Snúið við framan við gamla pósthúsið á Akranesi. Ljósm. gbh Rúnturinn endur- vakinn á Akranesi Í styttri útgáfunni af rúntinum var tekin u-beygja hjá Hinna rakara. Ljósm. frg Snúið við hjá Hinna rakara. Ljósm. gbh Kirkjubraut var full af bílum. Ljósm. gbh Kaupangur í Borgarnesi. Húsið Kaupangur í Borgarnesi selt

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.