Skessuhorn - 20.01.2021, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 202130
Hvað langar þig mest til að
gera á þessu ári sem ekki var
hægt á kovidárinu?
Spurning
vikunnar
(Spurt á netinu)
Hildigunnur Sif Aðalsteins-
dóttir:
Geta hitt fólk í stórum hópum,
mætt í veislur og geta knúsað
fólkið mitt og gleymt þessu co-
vid RUSLI!
Þórunn María Örnólfsdóttir:
Bjóða í stóra veislu.
Áslaug Jóna Rafnsdóttir:
Það væri fínt að fá að mæta í
skólann en svo væri ég líka til
í að komast í góða sólarlanda-
ferð.
Ása Valgerður Eiríksdóttir:
Að fara til Króatíu með stórfjöl-
skyldunni.
Ingunn Ríkharðsdóttir:
Ég mun fagna þeim degi þeg-
ar foreldrar mega aftur koma
inn í leikskólana og skólastarfið
verður eðlilegt á ný. Síðan væri
dásamlegt að komast í golfferð
í sólina.
Í Kvarðanum, nýju fréttabréfi
Landmælinga Íslands segir m.a.
frá því að jarðskjálftinn sem varð á
Reykjanesi 20. október síðastlinn
hafi haft óvænt áhrif. „jörð hrist-
ist hraustlega á Akranesi í jarð-
skjálftanum þann 20. október síð-
astliðinn. Að öllu jöfnu hafa slík-
ar jarðskorpuhreyfingar mest áhrif
á grunnmælikerfi landsins en að
þessu sinni virðist sem nýlegur loft-
myndaskanni stofnunarinnar hafi
orðið verst úti. Skanninn, sem er
af gerðinni Wehrli RM-6, er mjög
nákvæmur og virðast grunnstilling-
ar hans hafa breyst við hristinginn.
Unnið hefur verið að því að end-
urstilla skannann með hjálp tækni-
manna í úkraínu til að tryggja þá
miklu nákvæmni sem hann býður
upp á. Allar rafrænar loftmyndir
Landmælinga Íslands eru aðgengi-
legar á vef stofnunarinnar,“ segir
m.a. í Kvarðanum, en blaðið er að-
gengilegt á lmi.is
mm
Áhrif kórónaveirunnar gætir víða
og ekki síst í rekstri sveitarfélaga
landsins. Ríkissjónvarpið tók nýver-
ið saman upplýsingar um rekstur og
horfur í afkomu tíu stærstu sveitar-
félaga landsins. Þar kemur fram að
árið 2019 var samanlagður rekstur
þeirra jákvæður um 22,4 milljarða
króna. Á síðasta ári varð algjör kú-
vending og benda bráðabirgðanið-
urstöður til að rekstur þeirra hafi
verið neikvæður um 4,5 milljarða.
Á þessu ári er áætlað að tap þeirra
verði enn meira, eða 8 milljarðar
króna. Af tíu stærstu sveitarfélög-
unum er einungis áætlaður jákvæð-
ur rekstur hjá tveimur þeirra. Gert
er ráð fyrir 113 milljóna rekstraraf-
gangi hjá Akraneskaupstað og 377
milljónum hjá Fjarðabyggð. Áætlað
tap annarra sveitarfélaga er allt frá
því að vera áætlað 35 milljónir hjá
Garðabæ og upp í 2,7 milljarða hjá
Reykjavíkurborg.
mm
Félagarnir Hafsteinn Mar Sigur-
björnsson og Loftur Árni Björg-
vinsson eru miklir áhugamenn um
folf en það er skemmtileg stytting á
orðinu frisbígolf. Folf er svipað og
golf nema að leikmenn kasta svif-
diskum í stað þess að slá golfkúl-
um.
Árið 2014 fóru þeir Haddi og
Loftur af stað með hugmynd um að
setja upp frisbígolfvöll í Grundar-
firði. Þeir létu setja heimasmíðaða
folfkörfu í Paimpolgarðinn þar sem
fólk gat kastað svifdiskum í mark og
spilað á eina holu. Eftir það lagðist
málið í smá dvala þar til það komst
aftur í umræðuna snemma á síð-
asta ári. Íþrótta- og æskulýðsnefnd
Grundarfjarðarbæjar tók frum-
kvæðið og kallaði þá félaga til fund-
ar í byrjun mars síðastliðnum. Þar
fór málið af stað og þeir fóru í að
safna styrkjum og huga að staðsetn-
ingu fyrir níu holu folfvöll í Grund-
arfirði. Nú er kominn góður skrið-
ur á málið og starfsmenn áhalda-
hússins eru búnir að setja upp 6
holur nálægt tjaldsvæði bæjarins.
Haukur Árnason frá Discogolf kom
og hitti þá Loft og Hadda í júní síð-
astliðnum og þar var farið yfir stað-
setningu og útfærslu á vellinum.
Áætlað er að völlurinn verði fullbú-
inn með 9 holur næsta vor. Það
eru Ragnar og Ásgeir, GG-Lagn-
ir, Guðmundur Runólfsson, Djúpi-
klettur og Rúnar Magnússon sem
styrkja verkefnið ásamt Grundar-
fjarðarbæ. Það er því ljóst að þetta
verður kærkomin viðbót við þá af-
þreyingu sem hægt er að sækja hér
í Grundarfirði og auka þjónustu við
íbúa og gesti.
tfk
Haddi og Loftur
við eina körfuna á
vellinum.
Uppsetning á frisbígolfvelli í Grundarfirði
Ein af holunum sem búið er að stað-
setja rétt fyrir ofan byggðina.
Á Akranesi er gert ráð fyrir að bæjarsjóður verði gerður upp með 113 milljóna króna tekjuafgangi á yfirstandandi ári.
Neikvæður viðsnúningur í rekstri tíu
stærstu sveitarfélaganna
Jarðskjálftinn truflaði loftmyndaskanna
Svipmynd frá
Akraneshöfn.