Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 16. tbl. 24. árg. 21. apríl 2021 - kr. 950 í lausasölu Grilled sandwich meal 1.395 kr. Máltíð Tilboð gildir út apríl 2021 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með Það atvik varð á Snæfellsnesvegi á Mýrum síðastliðið föstudagskvöld, þegar sjúkrabíll frá Ólafsvík var á heimleið frá því að flytja sjúkling á Akranes, að tvær álftir flugu upp úr vegkantinum rétt fyrir fram- an sjúkrabílinn og hafnaði önn- ur þeirra á framrúðu hans. Gísli Björnsson yfirmaður sjúkraflutn- inga hjá Heilbrigðisstofnun Vestur- lands segir að rúðan á bílnum hafi farið í mask við höggið og brotnað inn í bifreiðina. Skæðadrífa af gler- brotum rigndi þannig yfir sjúkra- flutningafólkið. Einnig brotnuðu hliðarspeglar. „Álftin hvarf á braut og ekki hægt að kanna hvort hún hafi hlotið áverka við áreksturinn,“ segir Gísli. Hann segir að sjúkrabif- reiðinni hafi verið komið í Borgar- nes með opinn framglugga. Þar var hún límd saman og bifreiðinni síð- an ekið á Akranes þar sem hún er í viðgerð. mm Myndin er tekin sekúndubroti áður en fuglinn lendir á rúðunni. Ljósm. úr bílmyndavélinni. Sjúkrabíll og álft í árekstri Framrúðu sjúkrabílsins var tjaslað saman áður en rúðuskipti gátu farið fram. Ljósm. gb. Geitin Brynhildur á bænum Ytri- Fagradal á Skarðsströnd bar þrem- ur kiðlingum í síðustu viku; tveim- ur höfrum og einni huðnu. Heils- ast þeim öllum vel eins og sjá má á myndinni. Brynhildi tókst hjálp- arlaust að bera tveimur fyrri kið- unum en það síðasta og minnsta kom afturábak og þáði hún hjálp húsfreyju við að koma því frá sér. Hjónin Guðmundur Gíslason og Halla Sigríður Steinólfsdóttir búa í Ytri-Fagradal og rækta einkum fé en hafa þó nítján geitur sér til ánægju, þar af sextán huðnur sem bera í vor. Aðspurð segir Halla að það sé afar sjaldgæft að geitur beri þremur kiðum, oftast beri þær einu en stundum tveimur. Fósturtalið var á Ytri-Fagradal í síðustu viku, bæði í gemlingunum og svo í geit- unum sem óbornar voru. Það var Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi, varaþingmaður og fósturteljari frá Ljótarstöðum í Skaftárhreppi sem framkvæmdi talninguna. mm Brynhildur stolt með kiðin sín þrjú. Ljósm. hss Þrjú kið hjá Brynhildi í Fagradal Tökum á móti viðskiptavinum í bókaða tíma við Aðalgötu 24. Arion banki í Stykkishólmi er �luttur arionbanki.is Gleðilegt sumar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.