Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 7
MiðVikudAGur 21. ApríL 2021 7 www.borgarbyggd.is Umsóknarfresturinn er til og með 5. maí 2021 Einnig eru eftirfarandi lóðir lausar til umsóknar í sveitarfélaginu, sem áður hafa verið auglýstar: Í Borgarnesi Einbýlishúsalóðir við Fjóluklett nr. 8, 10, og 15. Parhúsalóð við Fjóluklett nr. 9-11. Atvinnuhúsalóðir við Sólbakki nr. 24a, 24b, 26a og 26b. Atvinnuhúsalóðir við Vallarás nr. 1, 2, 4, 6, 8, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16 og 18. Hesthúsalóð við Selás nr. 11. Á Hvanneyri Atvinnuhúsalóðir við Melabraut nr. 2A, 2B, 4A og 4B. Í Bæjarsveit Einbýlishúsalóðir við Ásbrún nr. 1, 3 og 5 Á Varmalandi Parhúsalóðir við Birkihlíð nr. 2-4 BORGARBYGGÐ AUGLÝSIR LÓÐIR LAUSAR TIL ÚTHLUTUNAR Borgarbyggð auglýsir lausar lóðir til úthlutunar í sveitarfélaginu Um er að ræða einbýlishúsalóðir við Ugluklett nr. 2 og 4, Mávaklett nr. 10, Stöðulsholt nr. 37 – 40 og Stekkjarholt nr. 1 og 4. Lóðirnar eru staðsettar í Borgarnesi. Lóðunum að viðstöddum fulltrúa sýslumanns. Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda úthlutunarreglur Borgarbyggðar frá árinu 2019. Umsóknareyðublöð, borgarbyggd.is Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum á þriðju- dag í síðustu viku tillögu mann- virkja- og framkvæmdanefndar um að heitt vatn til frekari vatnsöflun- ar fyrir Heiðarskólasvæðið verði tekið úr lögn Veitna ohf við Beiti- staði. Heitt vatn er af skornum skammti á skólasvæðinu. Nú hef- ur sveitarstjórn samþykkt að byggja nýtt íþróttahús við Heiðarborg og þá hefur nýtt hús grunnskólans að hluta til verið kynt með rafmagni frá því það var tekið í notkun fyr- ir um áratug síðan. Á fundi sveit- arstjórnar var samþykkt að ráð- gjafi verði fenginn til þess að hanna stofn- og dreifikerfi veitunnar sem og útbúa gögn til þess að bjóða verkið út. Björgvin Helgason, odd- viti meirihlutans lagði framan- greinda tillögu fram og vísaði með- al annars í samanburðargreiningu sem unnin var af BMJ Consultancy fyrir Hvalfjarðarsveit. í henni segir: „Það er um 36-42% ódýrari kost- ur, bæði hvað varðar framkvæmd og rekstur, að flytja sama orku- magn frá stofni Veitna í landi Beiti- staða en frá stofni Hitaveitu Hval- fjarðar við Tungu að Heiðarskóla- svæðinu. Það sem mestu ræður um er lengd stofnlagnar og mikill mun- ur orkumagns í hverjum rúmmetra vatns vegna mikils munar á hitastigi vatnsins hjá Veitum annarsvegar og hins vegar Hitaveitufélagi Hval- fjarðar.“ Tillagan var eins og áður seg- ir samþykkt með fimm greiddum atkvæðum. Á móti voru Elín Ósk Gunnarsdóttir og Marteinn Njáls- son sem gerði grein fyrir atkvæði sínu. í máli Marteins kom fram að þessi tillaga meirihlutans fæli í sér eins og þörfin er nú enga framtíðar- sýn og útilokaði að heitt vatn kom- ist niður Leirársveitina og hamli því uppbyggingu þar. Þá sagði Mar- teinn: „Samanburðargreining BMJ er óhæf vegna þeirra forsenda sem honum voru gefnar. Verð á vatninu frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar til eigenda er 31,3 kr. per tonn, upp- gefið verð frá H.H. í samanburð- argreiningunni er margfalt hærra og þar finnst mér eigendum Hita- veitufélags Hvalfjarðar gróflega mismunað. Þetta er örugglega ekki einn fyrir alla og allir fyrir einn, eins og sameignarfélags lögin segja til um. Má því segja að geta þeirr- ar nefndar sem valin var til þess að semja um hugsanlegt verð frá Hita- veitufélagi Hvalfjarðar hafi verið arfa slök og ekki einu sinni kom- ið verðinu niður í taxta almennra notenda sem er 133 kr. per tonn,“ sagði Marteinn. Deildu um mismunandi verð Nokkrar deilur hafa verið í sveit- arfélaginu um Hitaveitufélag Hval- fjarðarsveitar og mismunandi verð sem íbúar, fyrirtæki og stofnanir njóta við kaup á heitu vatni frá veit- unni. Eigendur Hitaveitufélagsins fá eins og kom fram í máli Marteins heitt vatn á 31,3 krónu tonnið á með- an aðrir fá tonnið á 133 krónur. í að- sendri grein sem Elín Ósk Gunnars- dóttir sveitarstjórnarfulltrúi íbúal- istans ritaði í síðasta Skessuhorni fer hún yfir tilurð og sögu Hitaveitu- félags Hvalfjarðar sf. og eignarhald félagsins. Þar segir Elín m.a: „Fram til ársins 2014 voru á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar sýnilegar tvær gjaldskrár, önnur fyrir eigendur og hin fyrir aðra notendur. Þegar sveit- arfélagið og hitaveitufélagið fengu veður af því að þetta væri ólöglegt var eigenda gjaldskránni kippt út af heimasíðunni og nú er fullyrt af stjórnarmönnum að það sé einung- is ein gjaldskrá sem getur einfaldlega ekki verið rétt miðað við þær heim- ildir sem vitnað er í hér að ofan.“ Umræður á Facebook Á Facebook síðunni íbúamál í Hvalfjarðarsveit hafa líflegar um- ræður átt sér stað um þetta mál. umræðuna hóf Ómar kristófers- son sem bendir á að ekki sitji all- ir við sama borð við kaup á heitu vatni. Ómar skrifar m.a.: „Ég hef sjálfur barist við það síðan ég flutti í sveitarfélagið árið 2007 að fá hitaveitu en ég er meðal þeirra húseigenda undir sunnanverðu Akrafjalli sem fáum ekki aðgang að heitu vatni þar sem afsökun- in var að það væri ekki nægt heitt vatn á svæðinu. En samt sem áður er heitu affallsvatni frá Grundar- tanga dælt í þúsundlítratali á mín- útu í sjóinn til dæmis.“ í þessum Facebook umræðum bendir fyrrnefnd Elín Ósk á að mismunandi verð stofnana til notenda standist ekki lög og setur því til stuðnings inn hlekk á úr- skurð Samkeppniseftirlitsins þar sem það sektar Sorpu bs. fyrir að brjóta gegn samkeppnislög- um með því að misnota mark- aðsráðandi stöðu sína á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úr- gangs. Þetta gerði Sorpa með því að veita eigendum sínum, þ.e. sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu, og Sorpstöð Suðurlands bs. hærri afslætti en öðrum við- skiptavinum, svo sem sorphirðu- fyrirtækjum, jafnvel þó fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarfélögin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. frg Heiðarskóli fær vatn frá Veitum ohf Tekist á um mismunandi verð til notenda á fundi sveitarstjórnar Heiðarskóli. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.