Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 19
MiðVikudAGur 21. ApríL 2021 19 hlutverk í myndinni líka svo ég lék á móti skólastjóranum mínum um sumarið.“ „Þungur hnífur“ Hrafninn flýgur er sígilt verk í ís- lenskri kvikmyndasögu og í raun fyrsta íslenska kvikmyndin sem naut einnig hylli fyrir utan landsteinana, þá sérstaklega í Svíþjóð. Jakob fór með hlutverk Gests í myndinni og er það vafalaust hans þekktasta verk. Fyrsta setning karaktersins Gests í myndinni er hin fleyga setning: „Þungur hnífur“ og hefur hún fylgt Jakobi æ síðan. „Ég bjó úti í Svíþjóð í tæpt ár nokkru síðar og ef þeir átt- uðu sig á þessu þá breyttist allt í kringum mig, þeir þekktu allir þessa setningu og maður fékk nokkra bjóra út á þetta hjá Svíanum,“ seg- ir Jakob og glottir. „Þetta atriði var bara ein taka, sem var kannski eins gott. Hrafn hafði fengið þessa flugu í hausinn að hnífi yrði kastað í átt að mér og fékk mann til að þjálfa sig upp í hnífakasti sem aldrei hafði kastað hnífum á ævi sinni. Hann fékk aðstöðu á verkstæði þar sem unnið var að leikmyndinni. Þar æfði hann hnífakast stíft og ég hafði kíkt á hann og séð að hann var orðinn mjög fær. Þegar við höfðum klárað atriðið sem heppnaðist fullkomlega kom hann svo til mín og sagðist vera dauðfeginn að það væri búið. Þá kom á daginn að við höfðum verið í tökum á Suðurlandi í þrjár vikur og hann hafði ekki verið með lykla af verkstæðinu á meðan og því ekki kastað neitt í tæpan mán- uð áður en hann kastaði hnífnum í átt að mér. Það var ágætt að kast- ið geigaði ekki,“ segir Jakob léttur í bragði en öll áhættuatriði myndar- innar voru leikin af leikurum mynd- arinnar og þurfti Jakob einnig að láta skjóta örvum í sig. Að mati Jakobs voru Hrafninn flýgur og Óðal feðranna gjörólík verkefni. „Það var allt miklu stærra í Hrafninn flýgur. í Óðali feðr- anna voru aðallega áhugaleikarar en í Hrafninn flýgur var ég, einhver gutti í leiklistarskólanum, að leika með stórleikurum eins og Flosa Ólafssyni og Helga Skúlasyni. Þarna voru líka stór nöfn frá Svíþjóð eins og kvikmyndatökumaðurinn Tony Fossberg sem hafði unnið náið með hinum heimsþekkta Sven Nykvist,“ segir Jakob þegar hann útskýr- ir muninn á myndunum tveimur. „Ég upplifði líka mikið meiri pressu þegar ég lék í Hrafninn flýgur. Þá var ég í leiklistarskólanum og var ekki lengur áhugaleikari sem hafði engu að tapa. Ég upplifði að nú gæti frammistaða mín haft áhrif á fram- tíð mína,“ segir Jakob sem fann fyr- ir töluverðu stressi við gerð mynd- arinnar og vaknaði stundum upp í svitabaði fyrir tökudaga. „Þetta var líkamlega og andlega erfitt ferli. Þetta var eitt blautasta og kaldasta sumar sem ég man eftir, það rigndi linnulaust og nær allar tökur voru utandyra. Við riðum á hestum um fjöll og firnindi og þetta var gríðar- lega erfitt líkamlega. Við fjölskyldan leigðum hjólhýsi af Guðna Þórðar- syni frá Hvítanesi og bjuggum í því um sumarið. Valgerður sá um mat- seldina á tökustað og Janus Bragi sonur okkar var einnig með. Maður hefur verið heppinn með fólkið sitt og það er ekki sjálfgefið að konan manns standi svona þétt við bakið á manni,“ segir Jakob og telur að mögulega hafi áhugi Janusar Braga á kvikmyndagerð kviknað þarna en í dag starfar hann sem klippari. „Ja- nus var sex ára og gríðarlega áhuga- samur, hann fylgdist vel með tök- unum. Hann kippti sér ekkert upp við það að ég væri að vega mann og annan fyrir framan nefið á honum. Hann gerði mér það þó alveg ljóst að ég mætti ekki gera Agli Ólafssyni nokkurt mein því á þessum tíma sagðist Janus ætla að verða Stuð- maður þegar hann yrði stór,“ segir Jakob léttur í bragði. rigningin og kuldinn þetta sum- ar setti strik í reikninginn. „Þegar fór að líða á ferlið, vont veður og allur aðbúnaður frekar slæmur, þá fór að örla á pirringi innan hóps- ins. Sumir fóru að tala frekar illa um framleiðsluna og það fór aga- lega í mig. Mér fannst það ekki sanngjarnt gagnvart Hrafni sem var bæði leikstjóri og framleiðandi og mér þótti það heldur auðveld leið fyrir fólk sem þurfti ekki að standa skil á neinu er varðaði myndina að tala allt niður. Ég vildi vera laus við þetta tuð og það kom fyrir eitt sinn að ég hækkaði aðeins róminn þar sem mér fannst eins og verið væri að grafa undan öryggi mínu og gerði mönnum það ljóst að ég yrði að lifa með útkomu myndarinnar út feril- inn, það væri því eins gott að menn hefðu trú á verkefninu,“ rifjar Jakob upp sem var sáttur við útkomuna og segir myndina eldast vel. Hóf atvinnuferilinn í Iðnó Jakob Þór útskrifaðist úr Leiklist- arskólanum árið 1985 og fékk strax fastráðningu hjá Leikfélagi reykja- víkur þar sem hann starfaði næstu ellefu árin. Hann lék lítið í kvik- myndum eftir útskrift og segist sjálf- ur hafa meira gaman að leikhúsinu en kvikmyndunum. „Það var enda lítið upp úr kvikmyndum að hafa á þessum árum. Það var lítið fram- leitt og kvikmyndirnar voru í raun oftar en ekki sumarstörf leikara,“ segir Jakob sem var afar ánægður hjá Leikfélagi reykjavíkur þar sem hann steig sín fyrstu skref í iðnó og fyrsta leikritið sem hann lék í eftir útskrift var Lands míns föður eft- ir kjartan ragnarsson. „Það var æðislegt að leika í iðnó, svakalega skemmtilegt leikhús og sögufrægt hús. Þarna var maður nýútskrifað- ur að leika með mönnum sem mað- ur leit mjög upp til, menn eins og Gísli Halldórsson, Steindór Hjör- leifsson og Jón Sigurbjörnsson sem urðu perluvinir mínir,“ segir Jakob um fyrstu skrefin sín í atvinnuleik- húsi. Jakob var þó af síðustu kyn- slóð leikara sem lék með Leikfélagi reykjavíkur þegar félagið hafði enn aðsetur í iðnó. Félagið hafði lengi barist fyrir nýju leikhúsi, Borgar- leikhúsinu, og var Jakob í kringum leikfélagið á síðustu metrum þeirr- ar baráttu. „Þegar ég var að vinna sem sviðsmaður voru oft miðnætur- sýningar í Austurbæjarbíói þar sem leikarar og starfsfólk gáfu vinnu sína til að leggja ágóðann í húsbygging- arsjóðinn. Ég lék þó aldrei þar sjálf- ur. Það fannst engum leikara það til- tökumál að leika þessar miðnætur- sýningar. Leikararnir fóru stundum beint eftir sýningar í iðnó í Austur- bæjarbíó til að leika frítt fyrir hús- byggingarsjóð,“ segir Jakob þegar hann lýsir samstöðu samstarfsmanna sinna. Borgarleikhúsið var svo vígt árið 1989 og tók Jakob Þór þátt í annarri af vígslusýningum leikhúss- ins en báðar voru þær unnar upp úr Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Jakob lét þó ekki nægja að leika bara fyrir Leikfélag reykjavíkur því hann starfaði einnig með sjálf- stæðum leikhópum og ber þar helst að nefna Bandamenn, verkefni sem hófst fyrir tæpum 30 árum síðan en enn halda þeir hópinn. „í sjálf- stæðum leikhópum verður oft svo skemmtileg sköpun og mikill hrær- ingur. Oftast er verið að vinna fyrir lítil laun eða jafnvel engin,“ segir Jak- ob. „Að vera hluti af Bandamönnum var sennilega það skemmtilegasta sem ég gerði á ferlinum. Hópurinn var stofnaður af Sveini Einarssyni, fyrrum Þjóðleikhússtjóra. Við sett- um upp þrjú leikverk og vinnslan var sú að Sveinn skrifaði þau og leik- stýrði en hópurinn vann sýninguna með spunavinnu þangað til hún var tilbúin. Þetta var mjög skemmti- legt ferli og við ferðuðumst víða um heim með þær. Þær voru einfaldar í uppsetningu og við fórum a.m.k. 15 sinnum erlendis að sýna á fimm ára tímabili og hefðum getað farið mikið oftar en flestir innan hópsins voru að miklu leyti bundnir störf- um sínum hjá leikhúsunum. Lengst fórum við til Seoul í Suður-kóreu á eina stærstu leikhússhátíð heims,“ segir Jakob sem átti í góðu samstarfi við Svein á ferli sínum. „Sveinn fékk mig til Akureyrar til að leika titil- hlutverkið í pétri Gaut sem var jóla- sýning Leikfélags Akureyrar árið 1998. Sú sýning sló í gegn og senni- lega sú sýning sem var hvað mest gefandi og skemmtilegast að leika í á ferlinum. Ég á því Sveini margt að þakka.“ „Talar þú í teiknimyndum“ Þegar Jakob hætti hjá Leikfélagi reykjavíkur árið 1996 varð hann sjálfstætt starfandi leikari. Á svip- uðum tíma stofnuðu vinir hans úr leiklistinni, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason, Jóhann Sigurðarson ásamt Stefáni Hjörleifssyni fyrir- tækið Hljóðsetningu ehf., sem síð- ar varð Stúdíó Sýrland, og einbeitti fyrirtækið sér að hljóðsetningu á teiknimyndum og kvikmyndum. „Fyrirtækið var stofnað í kringum það að þeir sömdu um að sjá um alla talsetningu á barnaefni fyrir hina skammlífu sjónvarpsstöð Stöð 3 og ég var ráðinn inn til að hafa yfirum- sjón með talsetningu; ráða inn leik- ara, leikstýra og því um líkt. Fyrst var ég í því sem verktaki með öðr- um verkefnum en fyrirtækið stækk- aði hratt og fljótlega var ég orðinn fastráðinn og var í talsetningunni allt til ársins 2009. Eftir að Stöð 3 lagðist af keypti Stöð 2 það fyrir- tæki og við fengum á okkar borð all- ar þeirra talsetningar, síðan fengum við allar talsetningar hjá ríkissjón- varpinu auk þess sem við vorum að talsetja barnaefni sem fór í bíó. Við vorum nánast með alla talsetningu á landinu hjá okkur. Þetta var því stórt batterí og rosaleg vinna, við vorum með fjöldann allan af leikur- um á samningi hjá okkur,“ segir Jak- ob sem talsetti sjálfur mjög mikið á þessu tímabili. „Ég reyndi yfirleitt að hafa mig bara sem uppfyllingarefni en stundum var maður í einhverjum hlutverkum. í Svampi Sveinssyni var ég t.d. í tveimur stórum hlut- verkum. Þetta voru náttúrlega mjög vinsælir þættir og ég hef ótal sinn- um lent í því þegar ég er í verslun og krakkar heyra í mér röddina að þá reka þau upp stór augu og spyrja: „Talar þú í teiknimyndum?“ Það er skemmtilegt og oft vilja þau reyna að rifja upp fyrir hverja ég hef tal- að en satt að segja man ég það eigin- lega aldrei,“ segir Jakob. Tókst á við Hrafn Gunnlaugsson í kjaradeilu Eftir 13 ár í talsetningu fannst Jak- obi kominn tími til að breyta til. „Það var mjög gaman að starfa við talsetningu á þessum árum. Ég hafði alltaf ánægju af því að fást við þessi metnaðarfullu og flottu verk frá disney og svoleiðis en þess á milli var maður stundum að talsetja lítt spennandi verkefni. Ég var alveg kominn á endastöð.“ Jakob breytti algjörlega um vett- vang árið 2009 og eftir að hafa feng- ist við leiklist í þrjá áratugi settist hann á skólabekk og lærði leiklistar- kennslu í Listaháskóla íslands og hóf einnig störf hjá Vinnumálastofnun. Hann hefur síðan þá leikið minna en tekur þó reglulega að sér verk- efni í leiklistinni. „Mér bauðst þarna vinna við ráðgjöf fyrir atvinnuleit- endur. Þetta var svakalegur tími til að hefja störf hjá Vinnumálastofnun þar sem atvinnuleysið var mikið eft- ir efnahagshrunið. Ég hafði aldrei unnið hefðbundna skrifstofuvinnu áður en kunni bara vel við mig. Það var mikið að gera svo mann dreymdi bara tölvukerfið í vinnunni á nótt- unni,“ segir Jakob sem segist aldrei hafa saknað leiklistarinnar eftir að hann hætti. „í fyrsta lagi var ég bara feginn að vera með vinnu á þessum einkennilegu tímum sem þá ríktu en síðan hef ég bara aldrei litið á leiklistina sem upphaf og endi alls í mínu lífi. Mér finnst bara gaman að kynnast öðru líka. Ég er ánægður með ferill minn í leiklistinni og það voru skemmtilegir tímar en það er ekki síðra að vinna hjá Vinnumála- stofnun eða Vr eins og ég geri nú,“ segir Jakob sem starfar nú sem ráð- gjafi í kjaramálum hjá Vr. „Ég hef nú alltaf haft áhuga á kjaramálum og öllu sem þeim teng- ist. Ég var snemma kominn í kjara- baráttu leikara og sat í stjórn Félags íslenskra leikara, þar af í stutta stund sem sitjandi formaður. Ég stóð með- al annars í erfiðri deilu við ríkis- sjónvarpið í frægu máli þegar leikar- ar neituðu að leika í áramótaskaup- inu árið 1990 rétt áður að tökur hóf- ust. Þessi deila snerist um að rÚV ætlaði að skera niður í þessu og við vorum óánægð að það væri ekki fag- lærður leikstjóri sem og að lítil pró- senta leikara skaupsins það árið ættu að vera atvinnumenn í faginu. Það fór svo að leikarar léku ekki í skaup- inu það árið. Þetta urðu mikil læti og þarna tókumst við á, ég og minn gamli vinur Hrafn Gunnlaugsson sem þá var orðinn dagskrárstjóri á rÚV. Hann var ekki sáttur með mig þá karlinn,“ segir Jakob þegar hann rifjar upp aðkomu sína að kjaramál- um. Aftur á Akranes Árið 2016 fékk Valgerður Janus- dóttir starf hjá Akraneskaupstað og ákváðu hjónin þá að flytja aftur á Skagann eftir 40 ár í höfuðborginni. „Maður velti því oft fyrir sér hvort maður myndi enda aftur á Skagan- um einn daginn og ég er afar þakk- látur að við Valgerður höfum lát- ið verða af því að flytja aftur heim þegar tækifærið gafst,“ segir Jakob sem kann afar vel við það að vera kominn á Skagann aftur. „Þetta er nokkuð breytt samfélag frá því sem ég þekkti þegar ég flutti í burtu en bara á góðan hátt. Ég vinn í reykja- vík svo ég er lítið á Akranesi á virk- um dögum svo maður kynnist ekki eins mörgum og maður myndi gera ef maður starfaði hér. Það er í raun helsta breytingin fyrir mig, þegar ég fór héðan þekkti ég hvern einasta mann í samfélaginu en nú þekkir maður ekki næstum alla.“ Jakob vill þó meina að eftir lang- an og viðburðaríkan feril sé fátt sem hefur breyst og það sama sem skiptir mestu máli. „Það var Valgerður sem dró mig með til reykjavíkur fyr- ir rúmum 40 árum og það var Val- gerður sem dró mig aftur heim,“ segir Jakob kíminn. „Þegar ég lít um öxl er maður aðallega þakklát- ur fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í fjölmörgum spennandi og skemmtilegum verkefnum. Ég hef verið heppinn með samstarfsfélaga í gegnum tíðina, kynnst mörgum svo maður hefur verið umvafinn góðu fólki alla tíð, bæði fjölskyldu og vin- um,“ segir Jakob að endingu. bþb : „Að vera hluti af Bandamönnum var sennilega það skemmtilegasta sem ég gerði á ferlinum.“ Leikhópurinn Bandamenn ferðaðist víða með sýningar sínar og hér er hópurinn við Krónborgarkastalann í Danmörku en í þessari för var sýnt leikverkið Amlóða saga. Frá vinstri: Ólafur Örn Thoroddsen, Jakob Þór Einarsson, Stefán Sturla Sigurjónsson, Sveinn Einarsson, Felix Bergsson, Ragnheiður Erla Arnardóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðni Franzson og fremstur er Borgar Garðarsson. Ljósm. úr einkasafni. Jakob Þór og fjölskylda samankomin að fagna útskrift yngsta barnsins Arnaldar Braga og tengdadótturinnar Kristínar Eddu úr háskóla árið 2019. Frá vinstri: Janus Bragi Jakobsson, Tinna Ottesen, Valgerður Janusdóttir, Arnaldur Bragi Jakobsson, Kristín Edda Frímannsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Þórunn Jakobs- dóttir og Björn Ástmarsson. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.