Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 17
MiðVikudAGur 21. ApríL 2021 17 �endi� Vestlendingu� öllu� �umar�veðju� Sty��ishólmu� Snæfellsbær sendir lesendum Skessuhorns og öðrum Vestlendingum hlýjar sumarkveðjur Gleðileg� �uma�! Verið velkomin í útivistarparadísina okkar undir Jökli í sumar Gatklettur Skorradalshreppur óskar íbúum Skorradals og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Eyja- og Miklaholtshreppur óskar sveitungum sínumog öðrum Vestlendingum gleðilegs sumars. Á sumardaginn fyrsta verður versl- un Handverkshópsins Bolla í Búð- ardal opnuð á ný eftir miklar endur- bætur á verslunarrýminu. katr- ín Lilja Ólafsdóttir er formaður Handverkshópsins Bolla en félagið var stofnað 14. júlí 1994 og telur nú yfir sjötíu félagsmenn. „Það var löngu kominn tími til framkvæmda en við vorum farin að íhuga að skipta út gólfefnum og mála. Það má segja að Covid hafi ýtt á eftir okkur en það var tilvalið að vinna að endurbótum á meðan lægð væri í ferðamennsku,“ seg- ir katrín. En meira þurfti að gera en áætlað var og breytti það öll- um áætlunum. „Við losuðum allt út í september en upphaflega hug- myndin var að opna á aðventunni. En það þurfti að gera talsvert meira en áætlað var en á móti kemur að nú eigum við bæði miklu betra og flottara verslunarrými.“ Eitt af þeim verkefnum sem bættust við verkefnalistann var að taka rafmagnið í gegn. „Það er skemmtilegt frá því að segja að við fengum sama rafvirkja og lagði raf- magnið fyrir um fimmtíu árum síð- an,“ segir katrín en þar á hún við Jón Trausta Markússon rafvirkja í Búðardal. „Hann mundi vel eft- ir því hvernig þetta var allt gert á sínum tíma en þá var rýmunum í byggingunni skipt upp á annan hátt og margt sem hefur breyst síðan,“ segir katrín. En það var ekki eingöngu far- ið í almennt viðhald heldur einn- ig fengin ráðgjöf varðandi hönn- un sölurýmis sem að sögn katrínar hefur haft mikið að segja fyrir loka- útkomuna. „Það var hugað að ýms- um smáatriðum eins og góðri sýn- ingarlýsingu, uppbyggingu versl- unar og ráðgjöf á litavali með tilliti til þess hvað hjálpar til við að draga fram söluvörurnar sjálfar. Helm- ingur búðarinnar er svo í raun frá- tekinn fyrir íslenska lopavöru og lopapeysan fær stórt hlutverk hjá okkur enda góð söluvara.“ Verslun Handverkshópsins Bolla er starfrækt með vinnuframlagi félagsmanna en að jafnaði tekur hver félagsmaður 3-4 vaktir yfir árið. í venjulegu ári er opnað á miðvikudegi fyrir páska og opið alla daga út september og um helgar í október auk aðventuopnunar. Auk þess er auglýstur útkallssími á hurð verslunarinnar en þannig gefst fólki tækifæri til að panta opnun utan hefðbundins opnunartíma. sm Á mánudag var byrjað að stilla upp vörum í verslunina eftir gagngerar endurbætur á húsnæðinu. Handverkshópurinn Bolli opnar eftir endurbætur Fjórar stjórnarkonur ásamt tveimur af stofnfélögum í Bolla. F.v. Björt Þorleifsdóttir, Melkorka Benediktsdóttir, stofnfélagarnir Valgerður Lárusdóttir og Erla Karlsdóttir, Katrín Lilja Ólafsdóttir og Herdís Erna Gunnarsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.