Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 18
MiðVikudAGur 21. ApríL 202118 Skagamaðurinn Jakob Þór Einars- son var 22 ára gamall prentari þegar honum bauðst óvænt aðalhlutverk- ið í kvikmyndinni Óðali feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson. Tveim- ur árum síðar sótti hann um í Leik- listarskólanum og starfaði sem leik- ari lengstan hluta starfsferils síns. rætt er við Jakob Þór um feril hans, uppvöxtinn á Akranesi, kvikmynd- irnar, leikhúsið og kjaramálin sem eiga hug hans í dag. Skátar og barnastúka „Akranes var nafli alheimsins,“ segir Jakob Þór þegar hann rifj- ar upp æskuárin en hann er borinn og barnfæddur Skagamaður. Hann naut sín vel á Skaganum sem barn og var virkur í flestu því sem bauðst, stundaði bæði handbolta og fót- bolta en hann lagði þó mesta rækt við skátastarfið. „Það var svaka- lega mikill kraftur í skátunum á Akranesi á þessum árum. Við stóð- um að mörgum skátamótum, m.a. í Botnsdal og Skorradal. Það var góður kjarni sem stóð að þessu og enn í dag eru margir af þeim sem ég kynntist í skátunum mínir bestu vinir.“ Jakob telur að rekja megi leik- listaráhugann til skátanna þar sem hann kom reglulega fram á skemmtunum en þó var fleira sem ýtti undir þann áhuga. „Ég var í barnastúku, Barnastúkan Stjarnan nr. 103, þar sem Þorgils Stefánsson kennari í barnaskólanum hélt utan um starfið. Hann var mikill áhuga- leikari og lagði töluverða áherslu á leiklist í stúkunni og á öllum fund- um var leikrit spilað af segulbandi. Þetta voru stuttir leikþættir sem Þorgils hafði fengið okkur krakk- ana til að leika, nokkra krakka fyrir hvern fund. í skólanum setti hann svo upp leikrit með okkur nemend- unum fyrir árshátíðina, hann var merkilegur karl hann Þorgils.“ Stofnfélagi í Skagaleikflokknum Árið 1974 tók stór hópur á Akra- nesi sig saman og stofnaði Skaga- leikflokkinn til að endurvekja leik- starf á Akranesi. Stofnfélagar voru 96 og var Jakob Þór einn þeirra. „Ég og Andrés Helgason, ásamt skólafélögum okkar, stóðum fyr- ir því að koma því aftur á að árshá- tíð gagnfræðaskólans yrði haldin í Bíóhöllinni með pompi og prakt. Fljótlega eftir það hittum við Millu petu [innsk. Emilíu petreu Árna- dóttur] úti á götu og hún spurði okkur hvort við vildum ekki koma að leika þar sem verið væri að fara að endurvekja leikfélagið á Akra- nesi. Við hlýddum auðvitað Millu petu og tókum þátt í uppfærslunni sem var leikverkið Járnhausinn eft- ir þá Árnasyni Jónas og Jón Múla. Við komum inn í þetta undir lok æf- ingartímabilsins og vorum þarna í litlum hlutverkum. upp úr þessu er Skagaleikflokkurinn svo stofnaður og ég lék með leikflokknum næstu árin,“ rifjar Jakob upp. Jakob var þó ekki með hugann við feril í leiklist á þessum árum. „Ég var náttúrlega að læra að verða prentari á Akranesi. Mér leið vel á Skaganum og hafði ekki nokkurn áhuga að sækja skóla annað eins og margir jafnaldrar mínir. Það var í raun ástæða þess að ég fór að læra prentiðnina, ég var í leit að iðngrein á Akranesi til að leggja stund á. Ég þekkti Braga Þórðarson, prent- smiðjustjóra í prentverki, úr skát- unum og kannaði hvort ég gæti komist á samning hjá honum sem prentari. Það gekk eftir, blessun- arlega því þetta var frábært fyrir- tæki að vinna hjá. Meðfram prent- smiðjunni rak Bragi líka Hörpuút- gáfu þar sem hann gaf út fjölda bóka og þarna kynntist ég miklu af bók- menntum. Það var mikið rætt um bækur í vinnunni og ég hlaut gott menningaruppeldi þarna í prent- smiðjunni.“ Prentari í aðalhlutverk kvikmyndar Jakob kynntist ástinni ungur en á fermingaraldri fóru þau Jakob og Valgerður Janusdóttir að draga sig saman en þau voru bæði í skátunum á þeim tíma. Jakob var aðeins 19 ára gamall þegar þau giftu sig og eru þau hjón enn í dag rúmum 40 árum síðar. Jakob var tvítugur þegar þau keyptu sína fyrstu íbúð og fluttu þá til reykjavíkur og ári síðar urðu þau foreldrar. „Ég elti Valgerði suður, hún fór að læra kennarann og ég fór að vinna sem prentari,“ segir Jak- ob sem hóf störf hjá prentsmiðjunni Gutenberg. undir niðri blundaði þó leiklistardraumur sem Jakob var þó alls ekki viss um að nokkuð yrði af. Árið 1976, ári áður en Jakob flutti suður, hafði hann leikið í leikritinu Gísl hjá Skagaleikflokknum þar sem stórleikkonan Herdís Þorvaldsdótt- ir leikstýrði. „Hún var voða lukku- leg með mig og hvatti mig til að fara í Leiklistarskólann. Það var svona í fyrsta skipti sem hugmyndin um að verða leikari kviknaði en áður hafði það verið mjög fjarlægur draumur. Valgerður fór svo að hvetja mig að sækja um í Leiklistarskólanum eft- ir að við fluttum suður og þá fer ég að huga að þessu. Ég hafði samband við Herdísi og hún fór að aðstoða mig við undirbúning fyrir prufurn- ar í skólann.“ Það varð þó ekkert af umsókn Jakobs í Leiklistarskólann, lífið tók óvænta stefnu. Hann gerði sér ferð á Akranes til að skemmta sér með gömlum bekkjarfélögum úr gagn- fræðaskólanum og frétti þá af því að verið væri að prufa fólk úr Skaga- leikflokknum fyrir kvikmyndina Óðal feðranna eftir Hrafn Gunn- laugsson. „Ég ákvað að skella mér í þessa prufu, ég var ekki í Skagaleik- flokknum á þessum tíma en fregnir af henni bárust mér til eyrna. Það var í raun tilviljun að ég var stadd- ur á Akranesi þegar prufurnar fóru fram. Mér gekk bara vel í þessari prufu en var svo sem ekkert að velta því meira fyrir mér fyrr en ég var boðaður í aðra og svo nokkrar eftir það þangað til ég landaði hlutverk- inu. Mér þótti þetta afar spennandi og var fullur sjálfstrausts fyrir verk- efninu,“ rifjar Jakob upp. Kallaður inn á skrifstofu bankastjórans Óðal feðranna er nokkuð merki- leg mynd í íslenskri menningar- sögu. kvikmyndasjóður var stofn- aður árið 1978 og fyrstu kvikmynd- irnar sem fengu styrki úr honum fóru í framleiðslu árið 1979 en þær voru Land og synir, Óðal feðranna og Veiðiferðin. Segja má að þessar myndir hafi verið upphaf íslenskrar kvikmyndagerðar sem iðnaðar hér á landi en fyrir þann tíma hafði lítið verið framleitt af kvikmyndum og hefur þetta tímabil verið kallað ís- lenska kvikmyndavorið. Jakob hafði því lítið velt fyrir sér kvikmynda- gerð áður en hann fékk aðalhlut- verkið í Óðali feðranna. Hann var þó ekki eini nýliðinn í þessari mynd því Hrafn Gunnlaugsson hafði að miklu leyti valið áhugaleikara til að leika í henni, meðal annars úr Borg- arfirði og var eitt af eftirminnilegri hlutverkum myndarinnar t.a.m. leikið af Borgfirðingnum Sveini M. Eiðssyni. „Þetta var mikið ævintýri, ég fékk frí úr prentinu og dvaldi meira og minna allt sumarið í Borgarfirði. Hópurinn í kringum myndina bjó saman þetta sumar í félagsheim- ili við fremur frumstæðar aðstæð- ur,“ segir Jakob en kvikmyndin var að mestu tekin upp á bænum kols- stöðum í Hvítársíðu. „Við vorum mætt í Borgarfjörðinn mánuði fyr- ir tökur myndarinnar og æfðum við stíft með Hrafni áður en tökur hófust. Hann var mjög hjálplegur og reyndi að setja mann í karakter, maður þurfti að breyta sér í sveita- pilt svo við reyndum að ríða alltaf út á kvöldin, kíktum í heimsókn til fólks á bæjum í kring og fengum til- finningu fyrir þeirri sögu sem Hrafn vildi segja.“ Þegar Óðal feðranna var frumsýnt árið 1980 voru viðtökur mjög góð- ar en hún var þó nokkuð umdeild. „Hún sneri öllu við, margir sem urðu bara brjálaðir og þá auðvitað helst þeir sem tengdust Sambandinu og kaupfélögunum, enda deilt á það kerfi í myndinni. Ég man alltaf eft- ir því að ég þurfti að taka bankalán fljótlega eftir frumsýningu. Ég var í samskiptum við starfsmann bank- ans og hann tjáði mér að banka- stjórinn vildi hitta mig, sá var mik- ill samvinnumaður og þekkti vel til kaupfélaga. Bankastjórinn var ekki par sáttur með mig og sagði að hann hefði aldrei séð heimili kaup- félagsstjóra sem liti eins ríkmann- lega út og heimili kaupfélagsstjór- ans í myndinni. Hann vildi koma því á framfæri að þessi mynd sem þarna væri dregin upp væri í eng- um tengslum við raunveruleikann. Hann tók mig alveg á beinið... en hann lánaði mér nú samt,“ segir Jakob og skellir upp úr. Leiklistarskólinn Jakob var enn sannfærðari en áður að hann vildi reyna á að komast í Leiklistarskólann eftir vinnu sína við Óðal feðranna. Hann hafði þurft að slá prufunum fyrir Leik- listarskólann á frest árið 1979 eft- ir að hafa fengið hlutverk í mynd- inni og varð því að bíða til ársins 1981 eftir næsta tækifæri og á með- an hélt hann áfram að vinna sem prentari. Hann komst inn í fyrstu tilraun sinni og fannst það ekki óþægileg tilhugsun að yfirgefa ör- yggið í vinnu sinni til að setjast á skólabekk. „Það hvöttu mig allir til að fara í skólann, fjölskylda og vinir. Ég man þó að pabba fannst þetta kannski ekki mjög skynsam- legt, að yfirgefa góð laun í prent- inu með húsnæðislán og lítið barn og fara út í óvissuna. Þetta gekk þó allt upp og ég var mjög heppinn að ég fékk vinnu sem sviðsmaður hjá Leikfélagi reykjavíkur með skól- anum en þá var sýnt í iðnó. Þetta gerði ég svolítið í óþökk skóla- stjórans, péturs Einarssonar vinar míns, sem vildi að nemendur ein- beittu sér bara að skólanum sem var náttúrlega frá átta til fimm og svo vildi skólinn ekki að nemendur væru tengdir leikfélögunum. pét- ur tók mig á teppið varðandi þetta en ég útskýrði fyrir honum að ég væri í annarri stöðu en bekkjarfé- lagar mínir, þyrfti að sjá fyrir fjöl- skyldu og væri ekki á djamminu eins og margir skólafélagar mínir. Við gerðum því samkomulag um það að ef ég færi að mæta illa upp- lagður á morgnana í skólann mynd- um við endurskoða þetta. Þá kom þetta ekki til tals aftur og ég hélt vinnunni,“ segir Jakob þegar hann rifjar upp námsárin. Meðan Jakob var enn í Leik- listarskólanum bauðst honum aft- ur aðalhlutverk í kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson en það var kvikmyndin Hrafninn flýgur. „Ég sagði náttúrlega engum í skólan- um frá því, að ég væri að bæta á mig vinnu. Þegar ég var ekki í skól- anum var ég annað hvort í iðnó eða á fundum með Hrafni varð- andi myndina. Alla páskana vor- um við að skoða tökustaði og slíkt. Að sjálfsögðu fékk pétur Einarsson „Það var í raun tilviljun að ég var staddur á Akranesi þegar prufurnar fóru fram“ Jakob Þór Einarsson, leikari, lítur yfir ferilinn Jakob Þór Einarsson leikari og ráðgjafi í kjaramálum hjá VR. Ljósm. VR Jakob við tökur á kvikmyndinni Óðali feðranna í Borgarfirði. Ljósm. Jón Þór Hannesson. Jakob í leikritinu Þvaðrið eftir Pál J. Árdal á árshátíð Barnaskóla Akraness árið 1970. Frá vinstri: Guðrún Edda Bentsdóttir, Sesselja Björnsdóttir, Gyða Baldurs- dóttir, Jakob Þór Einarsson og Brynja Halldórsdóttir. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.