Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 31
MiðVikudAGur 21. ApríL 2021 31 AkrANES: Bandaríski framherj- inn dana Scheriff hefur gengið til liðs við knattspyrnufélag íA. Hún lék síðast í bandaríska háskólabolt- anum með Monmouth Hawk í New Jersey. Hún gerir samning við íA út keppnistímabilið sem fram- undan er. dana raðaði inn mörkum með Monmouth Hawks og fær nú að spreyta sig með Skagakonum í Lengjudeildinni í sumar. se Heilbrigðisráðuneytið gerði síðast- liðinn þriðjudag breytingu á áður kynntum reglum um áhorfendur á íþróttakappleikjum. í fyrstu til- kynningu um reglugerð ráðherra kom fram að áhorfendur yrðu ekki leyfðir á íþróttaleikjum frá og með 15. apríl, en síðdegis sama dag ákvað ráðuneytið að leyfi yrði gefið fyrir allt að 100 áhorfendum á leiki, en þeir þurfa að sitja í númeruðum sætum. mm domino’s deild kvenna í körfu- knattleik fer aftur af stað í kvöld, 21. apríl. Þá munu Borgnesingar taka á móti keflvíkingum í Fjósinu og Snæfellingar fá Hauka í heim- sókn í Hólminn. Báðir leikir hefj- ast kl. 19:15. Skallagrímur situr nú í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig, átta stigum á eftir Fjölni í sætinu fyrir ofan og tveimur stigum á undan Breiðabliki í sætinu fyrir neðan. Snæfell situr nú í sjöunda og næst- neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, jafn mörg og kr í sætinu fyrir neðan og sex stigum á eftir Breiða- bliki í sætinu fyrir ofan. Fyrsti leikur karlaliðs Skalla- gríms í 1. deildinni verður útileikur gegn Vestra á ísafirði föstudaginn 23. apríl kl. 19:15. arg Landsmót uMFí 50 ára og eldri verður haldið í Borgarnesi síðustu helgina í ágúst. Framkvæmdastjóri móta uMFí segir að sé búist við að þá verði búið að bólusetja flesta landsmenn. „Við erum gríðarlega spennt að halda mótið og teljum að þá verði búið að bólusetja stærst- an hluta þjóðarinnar og öruggt að halda mót af þessu tagi. En að sjálf- sögðu munum við gæta okkur í hví- vetna og gæta fyllsta öryggis án þess að það komi niður á gleðinni,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri móta uMFí. Ljóst er að ágúst verður þétt- pakkaður mótamánuður og upp- fullur af ungmennafélagsanda. unglingalandsmót uMFí verð- ur um verslunarmannahelgina og svo Landsmót uMFí 50+ dagana 27. – 29. ágúst í Borgarnesi. Öll- um mótum og flestum viðburðum uMFí var frestað á síðasta ári, þar á meðal Landsmóti uMFí 50+ og unglingalandsmóti auk svokallaðr- ar íþróttaveislu. Ómar segir stjórn uMFí og Landsmótsnefnd uMFí 50+ binda vonir við að ástand til mótahalds verði orðið hagfellt í lok ágúst. „Við vonum að hægt verði að halda fjölmenn mót í samræmi við þær sóttvarnaaðgerðir sem verða mögulega í gildi í lok sumars. Að- stæður verða að sjálfsögðu metnar eftir því sem nær dregur mótinu í Borgarnesi og gripið til nauðsyn- legra aðgerða ef þarf. í lok ágúst verður vonandi aldeilis kominn tími til að gleðjast,“ segir hann. Um mótið Landsmót uMFí 50+ er blanda af íþróttakeppni og hreyfingu af ýms- um toga sem stuðlar að ánægju fólks á besta aldri til að njóta þess að hreyfa sig saman. Mótið hef- ur farið fram árlega víða um land síðan árið 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á þessu ári – og öllum eldri. Boðið verður upp á keppni í fjölda greina. Þar á meðal eru boccía og ringó, fjallahlaup og auðvitað pönnukökubakstur ásamt mörgum fleiri greinum sem verða kynntar fljótlega til sögunnar, að sögn Ómars Braga. Engin krafa er um að vera skráður í íþróttafé- lag til að geta tekið þátt í viðburð- um uMFí en þátttökugjald á mótið verður 4.900 krónur. mm knattspyrnufélag íA sótti nýver- ið um styrk úr mannvirkjasjóði kSí vegna viðhalds á áhorfendastúku á Akranesvelli. í fyrsta lagi var sótt um styrk til kaupa á nýjum sætum í stúkunni á Akranesvelli en búið er að taka öll gulu og svörtu sætin niður úr stúkunni á síðustu vikum. í öðru lagi var sótt um að lyfta þaki tímabundið og endurnýja það að hluta. í þriðja lagi var síðan sótt um að hreinsa ryð af stálvirki stúkunnar og málun þess. Erindið var samþykkt af hálfu kSí og styrkt um ríflega tíu milljón- ir króna. Þá hefur bæjarráð og bæj- arstjórn Akraneskaupstaðar sam- þykkt um 20 milljóna króna styrk í verkefnið. Fyrsti heimaleikur Skaga- manna í pepsi Max deildinni í knatt- spyrnu verður laugardaginn 8. maí kl. 19.15 og því verður allt kapp lagt á að ljúka við að setja sætin í stúk- una fyrir þann tíma. Varðandi hin viðhaldsverkefnin er stefnt að því að ljúka þeim fyrir 1. nóvember næst- komandi. mm Skagamenn léku æfingaleik í knatt- spyrnu á Selfossi síðastliðinn laug- ardag gegn heimamönnum. Skaga- menn sigruðu í leiknum 2:1. Eft- ir markalausan fyrri hálfleik náðu heimamenn á Selfossi forystunni með marki Arons Einarssonar, en aðeins þremur mínútum síðar jafn- aði Gísli Laxdal unnarsson metin fyrir Skagamenn eftir góðan undir- búning Guðmundar Tyrfingsson- ar og Hákons inga Jónssonar. Það var síðan Þórður Þorsteinn Þórðar- son sem skoraði sigurmarkið þrem- ur mínútum fyrir leikslok eftir að henn fékk stungusendingu inn fyr- ir vörn heimamanna. Skagamenn leika annan æfingaleik gegn kr á Akranesi um næstu helgi. se Kvennalið ÍA fær framherja frá USA Sigruðu Selfyssinga í æfingaleik Landsmót fimmtíu ára og eldri verður í Borgarnesi í lok ágúst Allt að hundrað áhorfendur mega mæta á íþróttaleiki Frá leik Skallagríms og Snæfells í fyrra. Ljósm. úr safni. Karfan fer af stað aftur í kvöld Ný sæti sett í stúku Akranesvallar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.