Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 21
MiðVikudAGur 21. ApríL 2021 21
Slysavarnafélagið Landsbjörg hef-
ur átt í góðu samstarfi við Mjólk-
ursamsöluna undanfarin ár og
notið stuðnings í formi vöruút-
tekta þegar sjálfboðaliðar félags-
ins sinna tímafrekum útköllum
og fjáröflunum. Nú hafa félögin
stigið skrefinu lengra og undir-
ritað samstarfssamning, þar með
Mjólkursamsalan bætist við öflug-
an hóp aðalstyrktaraðila og styð-
ur með myndarlegum hætti starf
mörg þúsund sjálfboðaliða.
„Mikið hefur mætt á sjálfboða-
liðum okkar frá því jörð fór að
skjálfa af krafti á reykjanesi og
ekki síður eftir að eldgos í Geld-
ingardölum hófst. undanfarn-
ar fjórar vikur hafa um þúsund
sjálfboðaliðar frá björgunarsveit-
um, af nánast öllu landinu, lagt
sitt af mörkum til að tryggja ör-
yggi ferðafólks við gosstöðvarnar.
Margir hópar sjálfboðaliða hafa
staðið vaktina og oftar en ekki hafa
vaktir verið mannaðar allan sólar-
hringinn. Við þessar aðstæður
hefur það sýnt sig enn og aftur að
gott samstarf Slysavarnafélagsins
Landsbjargar við fyrirtæki eins og
Mjólkursamsöluna er nauðsynlegt
til að tryggja að félagið geti sinnt
sínu hlutverki,“ segir í tilkynningu
frá kristjáni Þór Harðarsyni fram-
kvæmdastjóra Landsbjargar. „Sá
stuðningur sem við finnum fyrir í
samfélaginu er okkur ómetanleg-
ur. Við gætum ekki leyst verkefni
okkar án stuðnings sem við fáum
frá almenningi og fyrirtækjun-
um í landinu. Þess vegna er fram-
tak Mjólkursamsölunnar til fyrir-
myndar og okkur hlakkar til að
eiga áfram gott samstarf við MS í
framtíðinni“ sagði kristján.
mm
Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift samningsins. Þarna eru Pálmi
Vilhjálmsson forstjóri Mjólkursamsölunar og Kristján Þór Harðarson
framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Mjólkursamsalan er nýr
styrktaraðili Landsbjargar
aðstæður voru kannaðar. Sólin var
um það bil að setjast og gægðist
örlítið á milli skýja á meðan hagl-
élið dundi yfir okkur. Þar voru að-
stæður fínar en gosmengun held-
ur mikil svo við ókum til baka og
komum að gosinu aðeins vestar,
við endann á gönguleið A. Á þess-
um tímapunkti var sólin sest og
glóandi hraunið lýsti upp myrkr-
ið. Enn var éljagangur og nokkuð
hvasst en aðstæður að öðru leyti
góðar.
Stórkostlegt sjónarspil
Ekki voru margir í brekkunni að
fylgjast með gosinu, ætli það hafi
ekki verið á milli tuttugu og þrjá-
tíu manns. Björgunarsveitafólk
raðaði sér með gasmæla víðsvegar
um svæðið til að vera til taks fyr-
ir fólk og fylgjast með gasmeng-
un á svæðinu. Þetta var heldur ró-
legt kvöld, fólk sat í brekkunni og
horfði á stórkostlegt sjónarspil-
ið sem móðir náttúra bauð upp á.
Þegar klukkan sló ellefu byrjaði
björgunarsveitin að rýma brekk-
una, ganga á milli fólks og biðja
það að halda af stað til baka. rým-
ingin gekk mjög vel og tók tæp-
lega hálftíma. Þá voru allir lagð-
ir af stað til baka og tveir björg-
unarsveitarmenn fylgdu hópnum.
Þá héldum við af stað á bílnum til
baka að bílastæðinu þar sem Sig-
urður Axel og Ágúst biðu eftir ró-
lega vakt bæði á göngustígnum og
bílastæðinu en klukkan níu fóru
þeir niður að bílastæði til að vísa
fólki frá sem hugðist leggja af stað
að gosinu.
Róleg vakt
Vaktin var með rólegra móti þenn-
an föstudaginn. Sigurður Axel hef-
ur tekið þrjár vaktir við gosstöðv-
arnar og sagði hann blaðamanni að
hin tvö skiptin ekki hafi verið jafn
róleg. „Okkar verkefni hafa mest
verið að aðstoða fólk sem hefur
meitt sig, verið illa búið og líka fólk
sem hefur hálfpartinn bara gefist
upp á göngunni, örmagnast,“ seg-
ir Sigurður Axel. Björgunarsveitin
hefur einnig það hlutverk að leið-
beina fólki hvert eigi að fara og að-
stoða fólk sem lendir í vandræð-
um á leiðinni. „Það er frekar bratt-
ur kafli sem fólk hefur verið í vand-
ræðum með og þá aðstoðum við. Á
hinum vöktunum sem ég hef tekið
hafa hjólin eiginlega verið á ferð-
inni allan tímann að aðstoða fólk,“
segir Sigurður Axel. Þegar líður á
daginn felast störf björgunarsveit-
arinnar í að loka svæðinu og að lok-
um að rýma það. Svæðinu er lokað
klukkan níu á kvöldin fyrir fólk sem
ætlar að ganga af stað og klukkan
ellefu er svæðið við gosstöðvarnar
rýmt. „Þau vilja hafa svæðið autt á
nóttunni svo okkar síðasta verk hef-
ur verið að rýma. Þegar ég hef ver-
ið þarna hefur það gengið vel. Fólk
er mjög tillitssamt og skilur þetta
vel,“ segir Sigurður Axel.
Ánægjan við að hjálpa
Aðspurður segir Sigurður Axel
það ekki hafa verið erfitt að manna
vaktir Björgunarfélags Akraness
við eldgosið en bætir við að félagið
þurfi heldur ekki að manna vakt-
ir alla daga. En hvað er það sem
fær fólk til að leggja þetta á sig?
„Ég held að hver og einn hafi sína
ástæðu. Það er vissulega spennandi
að fara þarna á svæðið og sjá eld-
gosið. Við fáum líka góða æfingu út
úr þessu, sérstaklega fólk sem hef-
ur áhuga á að aðstoða fólk sem hef-
ur meiðst. Hjá mörgum er það svo
bara ánægjan að fá að hjálpa til sem
drífur fólk áfram held ég,“ svar-
ar Sigurður Axel. Aðspurður seg-
ir hann flesta sem hann hefur séð
leggja leið sína að gosinu vera vel
búna fyrir göngu en þó séu sum-
ir sem mættu búa sig betur. „Fólk
þarf sérstaklega að huga að skófatn-
aði, þetta er löng ganga, sérstaklega
ef það á að skoða gosið allt, og erf-
itt að ganga þetta á strigaskóm. Svo
þarf að gæta þess að ef fólk er með
börn með sér að þau séu líka eins
vel búin, í vindþéttum fötum, góð-
um skóm og bara klædd við hæfi,“
segir Sigurður Axel að endingu. arg
Skoðað hvað gasmælirinn sagði.
Sölvi Már og Björn Torfi horfa yfir eldgosið á meðan sólin sest. Eldgosið og hraunrennslið var
stórfenglegt þegar sólin hafði sest.
Sölvi Már og Björn Torfi komnir í brekkuna þar sem fólk fylgdist með gosinu.
Glóandi hraunið lýsti upp myrkrið.
Kvikan sem streymir upp úr jörðinni kemur beint úr möttli jarðar.