Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 5
MiðVikudAGur 21. ApríL 2021 5 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Vorhreinsun á Akranesi Plokkum og flokkum Akraneskaupstaður hvetur alla bæjarbúa, unga sem aldna sem og fyrirtæki, stofnanir og hópa til að taka þátt í hreinsun og fegrun umhverfisins á Akra- nesi, bæði í nærumhverfi og á förnum vegi. Hvatning er að hreinsa og fegra lóðir og umhverfi en einnig má sameina áhuga á útiveru og umhverfismeðvitund og ánægjan af því að fara út og hreyfa sig verður margfalt meiri. Nú er akkúrat tíminn þar sem rusl er áberandi, snjórinn að fara og gróðurinn að taka við sér, það gerir ruslatínslu auðveldari og kjörið tækifæri til að hreyfa sig og fegra umhverfið í leiðinni. Dagur umhverfisins er þann 25. apríl næstkomandi og þykir tilvalið að byrja hreinsun þann dag. Grenndarstöðvar verða staðsettir á þremur stöðum í bænum, við Akraneshöll, Bíóhöllina og við Kalmansbraut og geta íbúar og hópar skilað þar endurgjaldslaust því sem saman safnast. Ætlast er til að sorp sé flokkað og verða gámar merktir með viðeigandi flokkunarmerkjum. Stöðvarnar standa til 9. maí næstkomandi. Íþróttabandalag Akraness hefur sl. ár tekið þátt í þessum viðburði með aðildarfélögum sínum. Í ár verður því frestað fram á haust þar sem ekki þykir skynsamlegt að efna til hópamyndunnar. ÍA og Akraneskaupstaður stefna á átak í kringum dag íslenskra náttúru sem haldinn er árlega 16. september. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is Fyrr í vikunni var fyrstu sökkulein- ingunum komið fyrir á lóð væntan- legs fjölbýlishúss við Sóleyjarklett í Borgarnesi. Þar með má segja að verkefnið sé hafið en formlega hófst það þó þegar Þórdís Sif Sig- urðardóttir sveitarstjóri tók fyrstu skóflustunguna 11. mars síðastlið- inn og skrifað var undir samning um framkvæmdina. Það er fyrir- tækið Slatti ehf. sem byggir en það er í jafnri eigu þriggja fyrirtækja í heimabyggð; Steypustöðvarinn- ar, Trésmiðju Eiríks J ingólfsson- ar og Borgarverks. í þessum fyrri áfanga verkefnisins verða byggðar 30 íbúðir í sex fjölbýlishúsum. mm/ Ljósm. glh. Stóri plokkdagurinn verður hald- in í fjórða sinn næsta laugardag, 24. apríl. Eru landsmenn þá hvatt- ir til að fara út að hreyfa sig og tína upp rusl í leiðinni. plokk á íslandi er hópur á Facebook með yfir sjö þúsund meðlimi sem bera virðingu fyrir umhverfinu og taka upp rusl á ferðum sínum. Þar hvetur fólk hvert annað áfram í ruslatínslu og flokk- un. Frá árinu 2018 hefur plokk á íslandi staðið fyrir Stóra plokkdeg- inum í lok apríl og hafa margir tek- ið þátt og mörg hundruð pokar af rusli skilað sér á rétta staði. Stóri plokkdagurinn í ár er til- einkaður Grímulausum áróðri og er þar vitnað í hvernig grímur hafa hrannast upp í umhverfinu okkar undanfarið, vegna grímunoktunar landsmanna. Hægt er að finna allar upplýsingar um Stóra plokkdaginn og góð ráð fyrir plokkið í Facebook hópnum plokk á íslandi og á vef- síðunni plokk.is. arg SK ES SU H O R N 2 02 1 Bæjarstjórnarfundur 1332. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn þriðjudaginn 27. apríl kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn í fjarfundi að svo stöddu. Bæjarbúar eru hvattir til þess að fylgjast með beinni útsendingu á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Bæjarmálafundur Framsókn og frjálsa haldinn á Zoom, • mánudaginn 26. apríl. 20:00. Bæjarmálafundur Samfylkingar haldinn á Zoom, • laugardaginn 24. apríl kl. 10:30. Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins haldinn á Zoom, • laugardaginn 24. apríl kl. 10:30 Fyrstu húseiningarnar í nýju hverfi í Borgarnesi Svipmynd frá plokkdeginum í Grundarfirði í maíbyrjun 2019. Ljósm. úr safni/kgk Stóri plokkdagurinn á laugardaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.