Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 16
MiðVikudAGur 21. ApríL 202116 Eins og greint var frá í Skessuhorni í síðustu viku hlaut Grunnskóli Borgarfjarðar styrk úr Sprotasjóði til að þróa heildstæða kynfræðslu fyrir alla nemendur skólans. um er að ræða verkefni sem ber heit- ið; „Við-heildstæð kynfræðsla með áherslu á sjálfsmynd og líkams- mynd.“ Þetta er samstarfsverk- efni GBF og leikskólans Hnoðra- bóls. Verkefnið er í höndum Þóru Geirlaugar Bjartmarsdóttur, kenn- ara við Grunnskóla Borgarfjarðar, og er hún þegar byrjuð að kenna öllum nemendum frá 5.-10. bekk í GBF kynfræðslu. „Ég er í raun bara svo heppin að stjórnendur við skól- ann leyfðu mér að prófa að kenna kynfræðslu fyrir 5.-10. bekk í öllum deildum. En ég lauk diplómagráðu í kynfræði frá Hí vorið 2019, með áherslu á kynfræðslu. Núna þegar við höfum fengið þennan styrk er ætlunin að fara með þessa kennslu alveg niður í fyrsta bekk og jafn- vel elstu börnin í leikskólanum, auk þess sem starfsfólk fær aukinn að- gang að fræðslu,“ segir Þóra Geir- laug í samtali við Skessuhorn. „Fyrirmyndin að verkefninu kemur frá Norðurlöndunum og Hollandi. Þetta snýst um að byrja að kenna kynfræðslu fyrr og að hafa þetta heildstætt nám,“ útskýr- ir Þóra og bætir við að Grunnskóli Borgarfjarðar standi framarlega í kynfræðslu á landsvísu. „Við erum held ég með fleiri tíma í kynfræðslu en flestir aðrir skólar. Hver bekk- ur hjá okkur frá fimmta bekk fær um 10-15 kennslustundir á hverju skólaári,“ segir Þóra. Kennarar ekki tilbúnir að kenna kynfræðslu Spurð hvort ekki sé gert ráð fyrir ákveðinni kynfræðslu í aðalnám- skrá sem allir skólar verði að kenna svarar hún: „Jú, það er ákveðið efni sem á að kenna en þetta getur ver- ið viðkvæmt og óþægilegt og starfs- fólk hefur ekki alltaf fengið viðeig- andi þjálfun í að kenna þetta náms- efni. Maður skilur að þeir veigri sér við að kenna það. Þess vegna dett- ur þessi kennsla oft upp fyrir, sem er rosalega vont,“ segir Þóra. „Það myndi eflaust heyrast í skólasam- félaginu ef það fengist enginn til að kenna deilingu,“ bætir hún við. Aðspurð segir hún kynfræðslu al- mennt mun betri í dag en hún var fyrir fáeinum áratugum. „Þá vor- um við oft að detta í hræðsluáróður þar sem við reyndum bara að forða börnum frá kynlífi. Þá voru sum- ir kennarar sem héldu því jafnvel fram að ef þú stundar kynlíf verð- ur þú annað hvort ófrísk eða færð kynsjúkdóm en við vitum að svo er ekki,“ segir Þóra og hlær. „En kyn- fræðsla er mikið meira en að fræð- ast um typpi, píkur og kynlíf,“ bæt- ir hún við. Ekki að ræna börnin sakleysinu Þóra segir marga eflaust hvá við að heyra um kynfræðslu í leikskólum eða í yngstu bekkjum grunnskóla. „Það þarf enginn að hafa áhyggj- ur, námsefnið er aldursmiðað og grunnstefið er að börnin fá aldurs- samsvarandi upplýsingar. Við erum ekkert að ræna börnin sakleysi sínu,“ útskýrir Þóra. „Yngstu börn- in fá fræðslu um líkamann sinn og líkamsvitund. Þau læra heiti á lík- amanum og líffærum og fá fræðslu um einkastaði sína. Við þekkjum al- veg þessa fræðslu, hún hefur verið til staðar lengi. Við viljum bara gera hana markvissari,“ segir Þóra. Eftir því sem börnin eldast er byrjað að tala um kynþroska og að lokum um kynlíf, klám, ofbeldi og fleira. „Við viljum koma fræðslu um kynþroska að áður en þau byrja því við viljum ekki vera með fræðslu um blæðing- ar fyrir börn sem eru kannski löngu byrjuð að fara á blæðingar. Svo eft- ir því sem þau eldast förum við hærra upp stigann. Þá förum við að tala um getnað, getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og ofbeldi. Til hlið- ar við þetta allt tölum við um sjálfs- myndina og þjálfum nemendur í að koma orðum yfir tilfinningar sínar. Við tölum við þau um að bera virð- ingu fyrir mörkum og að setja sér mörk,“ segir Þóra. Mikilvægt að foreldrar taki þátt Aðspurð segir hún markmiðið að hafa kynfræðsluna víðtæka þar sem börnunum er bæði kennt um líf- fræðilega partinn af kynlífi en einn- ig um hvað það sé að vera kynvera. „Við tölum um fjölbreytileika í fjöl- skyldulífinu, skoðunum og í kyn- hneigð. Það er mikilvægt að vera með góða hinsegin fræðslu líka. Það er líka mikilvægt að fjalla um ánægjuna við kynlíf og þegar þau komast á þann aldur er það tekið fyrir. Þá tökum við líka umræðuna um klámið og áhrif þess. Við kom- um aðeins inn á það á miðstigi líka en þá á þann hátt að kenna þeim að leita að upplýsingum á réttum stöðum. Við fjöllum um hvað eru góðar upplýsingar og hvað ekki og hvar er líklegast að hægt sé að fá greinargóðar upplýsingar, bendum á heimasíður eða annað,“ útskýr- ir Þóra. „Það er líka mikilvægt að foreldrar séu tilbúnir að ræða við börnin sín um þessa hluti því þar fá þau oft bestu upplýsingarnar. Þá má ekki fara undan í flæmingi. Það verður aldrei einkamál skóla að veita góða kynfræðslu,“ bætir hún við. Vilja vera með góða kynfræðslu Þóra hefur kennt kynfræðslu fyr- ir unglinga í átta ár innan nátt- úrufræðinnar, en er núna að þróa fræðsluna fyrir yngsta- og miðstig. „Styrkurinn er ætlaður í þá vinnu, að fastmóta fræðsluna og gera öðr- um kleift að nýta sér þá vinnu,“ seg- ir Þóra. í Grunnskóla Borgarfjarð- ar er boðið upp á val í kynfræðslu þar sem farið er dýpra í fræðsluna. „Þar er fjallað um áhrif skaðlegrar karlmennsku, áhrif kláms á hegð- un okkar og áhrif fjölmiðla og sam- félagsmiðla á okkur,“ segir Þóra. „í haust byrja ég formlega að útfæra kennsluna og kem til með að koma inn í kennslu hjá fleirum og virkja kennara. Ég er þó búin að pönkast í þessu lengi og það er gaman að finna traustið sem ég fæ frá stjórn- endum og stuðninginn frá samfé- laginu. Það er mikill vilji í Grunn- skóla Borgarfjarðar að vera með góða kynfræðslu,“ segir Þóra Geir- laug Bjartmarsdóttir. arg Lítil stúlka sat í stýrishúsinu í bátn- um hjá föður sínum síðastliðinn laugardag. Fékk hún að hafa síma föður síns á meðan hann gerði bátinn kláran fyrir sumarið. Stúlk- an fór að syngja Línu Langsokk, af mikilli innlifun. Allt í einu gall við valdsmannleg rödd í talstöð- inni: „Þetta er Landhelgisgæslan! Það er harðbannað að syngja Línu Langsokk í talstöðina.“ pabbinn var ekki lengi að átta sig, stökk inn og slökkti á talstöðinni sem hafði verið stillt á neyðarrás skipa og báta. Sú stutta var mjög hissa þeg- ar pabbinn sagði henni að núna hefðu allir sjómenn á íslandi heyrt hana syngja Línu Langsokk. Þessa frásögn sendi Jónína Björg Magnúsdóttir Skessuhorni í gær en hún þekkir sjómanninn, föður hinnar söngelsku stúlku á Akureyri. mm Söng Línu fyrir alla sjómenn „Við erum held ég með fleiri tíma í kynfræðslu en flestir aðrir skólar.“ Fékk styrk til að efla kynfræðslu í Grunnskóla Borgarfjarðar Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir vinnur nú að því að efla markvissa kynfræðslu í Grunnskóla Borgarfjarðar.- Grunnskóli Borgarfjarðar fékk styrk úr Sprotasjóði til að þróa kynfræðslu í grunn- skólum. Hinsegin fræðsla og fræðsla um fjölbreytileika í fjölskyldum er mikilvægur hluti af kynfræðslu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.