Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 8
MiðVikudAGur 21. ApríL 20218
Aflatölur fyrir
Vesturland
10. til 16. apríl.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu.
Akranes: 9 bátar.
Heildarlöndun: 100.278 kg.
Mestur afli: Ebbi Ak-37:
31.502 kg. í þremur löndun-
um.
Arnarstapi: 1 bátur.
Heildarlöndun: 2.642 kg.
Mestur afli: Straumey EA-50:
2.642 kg. í einni löndun.
Grundarfjörður: 6 bátar.
Heildarlöndun: 300.398 kg.
Mestur afli: Sigurborg
SH-12: 83.117 kg. í einni
löndun.
Ólafsvík: 13 bátar.
Heildarlöndun: 262.346 kg.
Mestur afli: kristinn
Hu-812: 82.034 kg. í fjórum
löndunum.
Rif: 11 bátar.
Heildarlöndun: 369.155 kg.
Mestur afli: Magnús SH-205:
101.531 kg. í fimm löndun-
um.
Stykkishólmur: 2 bátar.
Heildarlöndun: 4.590 kg.
Mestur afli: Fjóla SH-707:
2.970 kg. í þremur löndunum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Sigurborg SH-12 GRU:
83.117 kg. 12. apríl.
2. Hringur SH-153 GRU:
71.855 kg. 14. apríl.
3. Farsæll SH-30 GRU:
70.459 kg. 12. apríl.
4. Runólfur SH-135 GRU:
62.088 kg. 12. apríl.
5. Tjaldur SH-270 GRU:
52.451 10. apríl.
-frg
Fullur á
röngum vegar-
helmingi
VESTURLAND: Á að-
fararnótt sunnudags barst
lögreglu tilkynning um und-
arlegt aksturslag ökumanns
á kjalarnesi. Ók téður öku-
maður ítrekað yfir á rangan
vegarhelming svo litlu mun-
aði að árekstur yrði. Lög-
regla stöðvaði ökumanninn
á Akrafjallsvegi og reyndist
hann vera sýnilega ölvaður
auk þess skora hátt í blæstri
í áfengismæli lögreglu. Öku-
maður var handtekinn og fór
málið í hefðbundið ferli. -frg
Bílvelta við
Dalsmynni
SNÆFELLSNES: Bíl-
velta varð á Snæfellsnesi
við dalsmynni um hádegis-
bil á mánudaginn. Ökumað-
ur vörubíls sem kom að slys-
inu tilkynnti um óhappið.
Sjúkrabíll og lögregla voru
send á staðinn. Þá hafði öku-
maður náð að komast sjálf-
ur út úr bílnum. Ökumaður
hafði verið í bílbelti og líkn-
arbelgur sprungið út. Þrátt
fyrir það slasaðist ökumað-
ur sem var einn á ferð nokk-
uð og var fluttur á sjúkrahús.
-frg
Ljóslaus kerra
með of þungan
farm
VESTURLAND: Lögregla
hafði afskipti af ökumanni
með ljóslausa kerru í eftir-
dragi á mánudaginn. Öku-
manni var fylgt að bílastæði
við Hagamel þar sem vega-
eftirlitsbifreið lögreglunn-
ar kom á staðinn og vigtaði
ökutækið. reyndist heild-
arþungin umfram leyfileg
mörk auk þess sem frágang-
ur farms reyndist ófullnægj-
andi. -frg
Heyrði eitt-
hvað en sá ekk-
ert í sumarbú-
staðnum
VESTURAND: Á þriðju-
dag barst lögreglu tilkynn-
ing um að öryggiskerfi væri
í gangi í sumarbústað við
Miðárás. Tilkynnandi sagð-
ist vera með öryggiskerfi
sem hann gæti fylgst með úr
símanum sínum. Hann sagð-
ist jafnframt ekki sjá neitt
en heyra eitthvað. Við nán-
ari athugun reyndist skyldur
aðili hafa farið að bústaðn-
um til þess að athuga hvort
allt væri í lagi og reyndist svo
vera. -frg
umhverfisstofnun hefur nú lagt
fram tillögu að friðlýsingu Borg-
arvogs í Borgarnesi. Ef tillagan
verður samþykkt verður Borgar-
vogur friðland í samræmi við máls-
meðferðarreglur laga um náttúru-
vernd. Frestur til að gera athuga-
semdir við tillöguna er til og með
14. júlí næstkomandi. Ábending-
um og athugasemdum skal skila
með tölvupósti á netfangið ust@
ust.is eða með pósti til umhverf-
isstofnunar.
„Tillagan er unnin af samstarfs-
hópi sem í áttu sæti fulltrúar um-
hverfisstofnunar, Borgarbyggðar,
kirkjuráðs og umhverfis- og auð-
lindaráðuneytisins. Markmiðið
með friðlýsingu svæðisins er að
viðhalda og vernda til framtíðar
náttúrulegt ástand Borgarvogs og
líffræðilega fjölbreytni svæðisins
þannig að það fái að þróast sam-
kvæmt náttúrulegum lögmálum
sínum og á eigin forsendum. Jafn-
framt er það markmið friðlýsing-
arinnar að tryggja rannsóknir og
vöktun á lífríki svæðisins og að al-
menningur fái notið svæðisins til
náttúruskoðunar og fræðslu,“ seg-
ir í kynningu umhverfisstofnunar.
mm
Ný lög um opinberan stuðning við
nýsköpun voru samþykkt á þingi í
síðustu viku þegar 32 stjórnarlið-
ar greiddu brautargengi þeirra at-
kvæði. Frumvarpið var lagt fram af
Þórdísi kolbrúnu r Gylfadóttur
ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunar. Nú hafa verið gerðar
umfangsmiklar breytingar á opin-
beru stuðningsumhverfi nýsköpun-
ar á landinu. Starfsemi Nýsköpun-
armiðstöðvar íslands verður lögð
niður, stofnað verður tæknisetur
með áherslu á stuðning við frum-
kvöðla og sprotafyrirtæki á sviði
hátækni, framlög til nýsköpunar á
landsbyggðinni verða aukin og nýr
sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í
byggingariðnaði auk fleiri aðgerða
sem frumvarpið tekur um.
„Með þessum breytingum á
opinberum stuðningi við nýsköp-
un höfum við náð að forgangsraða
verkefnum í takti við nýsköpunar-
stefnu,“ sagði ráðherrann og bætti
við: „Stuðningur við nýsköpun hef-
ur aukist gríðarlega í tíð þessarar
ríkisstjórnar og framlög til nýsköp-
unar, rannsókna og þekkingargreina
hafa vaxið um ríflega sjötíu prósent.
Þetta kemur m.a. fram í stóraukn-
um framlögum í Tækniþróunar-
sjóð, auknum framlögum í endur-
greiðslur vegna rannsókna og þró-
unar og stofnun kríu - sprota- og
nýsköpunarsjóðs.“
mm
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og
menningarmálaráðherra mælti í
síðustu viku fyrir frumvarpi sem
miðar að því að styrkja lagastoð
og heimildir fagráðsráðs eineltis-
mála. í frumvarpinu er meðal ann-
ars kveðið á um skýrari heimildir
ráðsins til þess að vinna með pers-
ónuupplýsingar og heimild til að
takmarka aðgang aðila að gögn-
um ef talið er að slíkt geti skaðað
hagsmuni barns, til samræmis við
ákvæði barnaverndarlaga. Aukin-
heldur er fjallað um skipan ráðsins
og hæfniskröfur sem gerðar eru til
þeirra sem þar eiga sæti.
Fagráð eineltismála starfar nú
bæði fyrir grunn- og framhalds-
skóla en vísa má eineltismálum til
ráðsins þegar ekki finnst fullnægj-
andi lausn á þeim innan skóla eða
sveitarfélags. ráðið veitir álit sín
á grundvelli gagna og upplýsinga
sem því berast. Slík álit hafa með-
al annars að geyma leiðbeiningar
til aðila skólasamfélagins, svo sem
foreldra, um hvernig vinna megi að
úrlausn mála með hagsmuni barna
að leiðarljósi. Fagráð eineltismála
er ekki stjórnvald í skilningi stjórn-
sýslulaga þar sem álit þess eru ráð-
gefandi. Niðurstöður þess eru því
ekki skuldbindandi fyrir aðila máls
gagnvart öðrum úrræðum sem lög
og reglur kunna að bjóða upp á.
„Einelti er samfélagslegt mein og
er brýnt að allir leggi sitt af mörk-
um til að uppræta það,“ sagði Lilja
d Alfreðsdóttir menntamálaráð-
herra þegar hún fylgdi frumvarp-
inu úr hlaði. mm
Afar fjölskrúðugt fuglalíf er við Borgarvog. Þangað hafa einnig slæðst stærri skepnur eins og blöðruselir og hvalir, eins og
þessi hrefna sem varð innlyksa þar í byrjun október 2016.
Kynna tillögu að friðlýsingu Borgarvogs
Lilja D Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra talar fyrir skýrari
umgjörð um eineltismál
Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir
ráðherra nýsköpunar, iðnaðar
og ferðamála.
Ljósm. Stjórnarráðið.
Lög um nýsköpun
samþykkt á þingi