Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 6
MiðVikudAGur 21. ApríL 20216 Tekinn á 139 kílómetra hraða AKRANES: Ökumaður var stöðvaður á 139 kílómetra hraða á miðvikudaginn í síð- ustu viku á Akrafjallsvegi. Sektin fyrir brotið er 150 þúsund krónur. -frg Felguboltar losaðir AKRANES: Á fimmtudag í síðustu viku barst lögreglu tilkynning um að felgubolt- ar hefðu verið losaðir á bíl á Akranesi. Lögregla lítur þetta mjög alvarlegum aug- um enda þarf ekki að fjöl- yrða um afleiðingar ef hjól, eitt eða fleiri, losna af bíl á ferð. Málið er í skoðun hjá lögreglunni. -frg Tekinn réttindalaus SNÆFELLSNES: Öku- maður sem lögregla stöðv- aði síðastliðinn fimmtudag á Snæfellsnesi reyndist rétt- indalaus. um fyrsta brot var að ræða sem þýðir að öku- maður hlýtur 40 þúsund króna sekt. -frg Ekið á og stungið af AKRANES: Á föstudag- inn í síðustu viku barst lög- reglu tilkynning um árekst- ur og afstungu á bílastæði við verslun á Akranesi. Að sögn tilkynnanda hafði ver- ið ekið á bíl og höggið verið svo mikið að bíllinn gekk til og bíllinn skemmst nokkuð. Hann hafði náð skráningar- númeri gerandans. í kjölfar- ið hafði lögregla upp á ger- andanum sem sagðist ekki hafa fundið fyrir neinu. Við skoðun reyndist ákoma á stuðara bílsins sem passaði við ákomu á fyrrnefndum bíl. -frg Eldur í varnargarði AKRANES: um miðjan dag á laugardag barst Neyð- arlínu tilkynning um dökk- an reyk sem kæmi frá varn- argarði við hús við Vestur- götu á Akranesi. Við athug- un reyndist hafa verið kveikt í rusli í garðinum og engin hætta á ferð. Eldurinn var slökktur. -frg Lækningaleyfi nú ári fyrr LANDIÐ: Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra hef- ur staðfest reglugerðarbreyt- ingu sem felur í sér að almennt og ótakmarkað lækningaleyfi verði veitt að loknu sex ára læknanámi við Háskóla íslands. Starfsnám sem hingað til hef- ur farið fram á kandídatsári og verið hluti af grunnnámi lækna verður hér eftir hluti af sérnámi þeirra. Þetta er gert til samræm- is við sambærilegar breytingar á námi lækna víða erlendis með það að markmiði að greiða að- gengi lækna að sérnámi. reglu- gerðin hefur þegar öðlast gildi. -mm Sígarettuglóð kveikti eld AKRANES: Aðfararnótt fimmtudags í liðinni viku var Slökkvilið Akraness og Hval- fjarðarsveitar ræst út vegna sinubruna við Akrafjallsveg. Gróðureldur var í landfyllingu sem gerð var við gamla flug- völlinn fyrir nokkrum árum. Að sögn Jens Heiðars ragnarsson- ar slökkviliðsstjóra var um lít- inn eld að ræða og engin mann- virki í hættu. Taldi hann líklegt að eldurinn hafi kviknað út frá sígarettu sem hent hefur verið úr bíl. Einmitt með sama hætti kviknuðu gróðureldarnir á Mýr- um í marslok 2006 en það voru mestu gróðureldar hér á landi í seinni tíð. -mm Veitur, í samstarfi við Gagnaveitu reykjavíkur, ætla að leggja veitu- lagnir austan við Þjóðbraut og að nýjum byggingum við Þjóðbraut 3 – 5 á Akranesi á þessu ári. Áætl- aður framkvæmdartími er apríl til nóvember. „Vegna framkvæmdanna má gera ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski. Viðeig- andi merkingar verða settar upp á framkvæmdasvæðinu vegna lokana á verktíma. íbúar mega búast við rekstrartruflunum í veitukerfum á verktíma og verða upplýstir um þær sendar út hverju sinni,“ segir í til- kynningu frá Veitum. mm Hrygningarstoppinu lýk- ur í dag, miðvikudag- inn 21. apríl. Mega bátar halda til veiða klukkan 10. Margir bátaeigendur hafa notað stoppið til að dytta að ýmsu í bátum sín- um. Eru eigendur Ólafs Bjarnasonar SH þar eng- in undantekning en í góða veðrinu fyrir síðustu helgi voru menn frá Smiðjunni Fönix að störfum í Ólafi. þa Siggi á Bakka SH 228 kom til hafnar í Ólafsvík rétt fyrir helgi en hann er í eigu k. Sigurðssonar ehf. og verð- ur með heimahöfn á Arnarstapa. Báturinn hét áður Gunna Beta ST 60 með heimahöfn á Norðurfirði en k. Sigurðsson ehf. keypti hann síðla árs 2020. Báturinn er af gerðinni Sómi 1100 og er 10,97 metrar að lengd og einn af yngstu bátum landsins, smíðaður árið 2019. Siggi á Bakka fer nú þegar hrygningarstoppinu er lokið á handfæri. af Notuðu hrygningarstoppið til viðgerða Nýr bátur með heimahöfn á Arnarstapa Hefja tengingu veitukerfis við ný fjölbýlishús

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.