Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 25
MiðVikudAGur 21. ApríL 2021 25 Sérfræðingar í uppsetningu og viðhaldi loftræstikerfa! Eigum allar helstu pokasíur á lager• Veitum ráðgjöf og gerum tilboð• www.blikkgh.is blikkgh@blikkgh.is Akursbraut 11b • 431-2288 Laugardaginn 24. apríl flytur Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur fyrir lesturinn Nytjagarðurinn - fer yfir helstu nytjaplönur í görðum eins og matjurtir og kryddplöntur, ávexti og ber. Fyrirlesturinn verður í Svöfusal og hefst kl. 11:30. Hægt er að fylgjast með í streymi frá Facebook síðu Bókasafnsins og setja spurningar þar inn. Fjöldi gesta í sal fer eftir gildandi fjöldatakmörkunum. SÍÐASTA LAUGARDAGSOPNUN AÐ SINNI! Sumarafgreiðlsutími er frá 1. maí – 30. sept. og þá fellur niður laugardagsopnun. Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 10–18 (sjálfsafgreiðsla kl. 10–12) Facebook: Bókasafn Akraness Þau Þórarinn Svavarsson og Hjör- dís Geirdal, bændur á Tungufelli í Lundarreykjadal, standa í stórræð- um þessi misserin. Þau eru að byggja hótel á næstu jörð við Tungufell, ið- unnarstöðum. Hótelið sem hefur fengið nafnið Basalt hótel verður 26 herbergja auk 50 manna veislusal- ar. Hótelið verður í þremur megin byggingum, tvær herbergjaálmur og veitingasalur. Önnur herbergjaálm- an og veitingasalurinn eru nú risin og er verið að vinna við frágang inn- anhúss. Tvö herbergi í hvorri álmu eru hönnuð með hjólastóla í huga en þau geta einnig nýst sem fjölskyldu- herbergi. Þau hjónin ákváðu strax í upphafi að stíga varlega til jarðar og ef hót- elið fer vel af stað munu þau fljót- lega hefja framkvæmdir við síðari herbergjaálmuna. Framkvæmdir við hótelið hófust í maí 2019 þegar sökklar voru settir niður. Nú tæpum tveimur árum síðar hillir undir verk- lok en að sögn hjónanna er ætlun- in að opna hótelið fyrir gestum ekki síðar en síðsumars. Fædd og uppalin í Reykjavík Þórarinn og Hjördís eru bæði fædd og uppalin í reykjavík. Þau fluttu á Tungufell fyrir tuttugu árum, árið 2001. Ekki leið á löngu þar til Þór- arinn komst að því að langamma hans hefði búið á Tungufelli þeg- ar hún var ung. Jafnframt að hann á ættingja á nokkrum bæjum í daln- um. „Hér á maður frændfólk á ann- arri hverri jörð,“ segir Þórarinn. Þau hjónin stunda skógrækt og má segja að búið sé að full-gróðursetja á Tungufelli. „Það er samt alltaf hægt að finna stað fyrir tré,“ segir Hjördís. Einnig hafa þau að sögn Hjördísar prófað ýmislegt; kindur, kálfa, svín og fleira en að það hafi verið meira fyrir ánægjuna og frystikistuna. Fyrir nokkrum árum voru iðunn- arstaðir síðan auglýstir á uppboði. Þau hjónin gerðu tilboð og fengu jörðina. Þau hafa eins og áður sagði lagt í mikla uppbyggingu á jörð- inni og hyggjast halda því áfram. Þau ætla að gróðursetja eitthvað af trjám í kringum hótelið en aðeins þannig að þau skyggi ekki á útsýnið sem verður að teljast ansi stórbrot- ið. Þá verður byggð rúmgóð verönd við hótelbyggingarnar þar sem verða heitir pottar. upphaflega stóð til að vera með eldhús og matsal eingöngu fyrir morgunmat. Síðan bættist við hug- myndin um að bjóða upp á kvöld- mat. Hugmyndin vatt svo upp á sig og á endanum var ákveðið að vera með fullkomið eldhús og bar á Bas- alt hóteli. Erfið samskipti við Skipulagsstofnun Þau hjónin segja að flóknasta verk- efnið við að koma hótelinu upp hafi verið samskiptin við Skipu- lagsstofnun. Þar sem iðunnarstað- ir voru á aðalskipulagi skilgreind- ir sem bújörð þurfti að leggjast í vinnu við að fá því breytt svo hægt væri að byggja hótel á jörðinni. Þegar breytingin á aðalskipulagi var gengin í gegn þurfti hins veg- ar að fara á byrjunarreit hvað deili- skipulag varðar. Þá þurftu hjónin að tala aftur við nákvæmlega sama fólkið og að þeirra sögn gekk al- veg ótrúlega illa að ná sambandi við suma. Þau hjónin taka hins veg- ar fram að öll samskipti við sveit- arfélagið Borgarbyggð hafi verið afar ánægjuleg og til mikillar fyrir- myndar. Mitt á milli Suðurlands og Vesturlands Þau hjónin benda á að staðsetning hótelsins, innst í Lundarreykjadal sé afar miðsvæðis og má segja að það liggi mjög vel við samgöngum á milli Suðurlands og Vesturlands því það eru ekki nema um 40 kíló- metrar frá hótelinu að Þingvöllum ef ekinn er vegurinn um uxahryggi og kaldadalsveg og um 110 kíló- metrar á Gullfoss og Geysi. Það verður því stutt fyrir gesti að fara að Gullfossi og Geysi og til ann- arra áhugaverðra staða á Suður- landi ásamt því að hótelið er örstutt frá ýmsum áhugaverðum stöðum á Vesturlandi. umræddur vegur, uxahryggja- vegur, er hins vegar ekki í nógu góðu standi sem stendur, hálfgerð- ur ýtuvegur þar sem steinnibbur standa upp úr og vegur hentar helst fyrir rallýkeppnir en svo undarlegt sem það er þá er vegurinn alltaf heflaður fyrir rallýkeppnir. Hjón- in segjast hins vegar binda miklar vonir við að úr verði bætt sem allra fyrst. Þegar ekið er af uxahryggjavegi inn á kaldadalsveg kemur maður hins vegar inn á malbikaðan veg og er malbik alla leið á Þingvelli þaðan. Þau segja jafnframt að til standi að gera þessa vegi aðgengilegri en nú er enda er um aðra af aðeins tveim- ur leiðum inn á hálendið af Vestur- landi að ræða. Jafnframt benda þau á að leiðin sé ein fallegasta ökuleið íslands og frábært útsýni til fjalla, svo sem til Skjaldbreiðar. Bílaleigubílar í vegkanti Fyrir daga Covid var að sögn þeirra Þórarins og Hjördísar gríðarmik- il umferð ferðafólks fram hjá ið- unnarstöðum á sumrin og ekki óal- gengt að sjá bílaleigubílum lagt í vegkanti að næturlagi. Til stend- ur að setja upp tjaldstæði á túninu fyrir neðan hótelið og segja hjónin: „Við viljum sjá þá ferðamenn inni á tjaldstæði frekar en úti á vegum því hvert fer til dæmis úrgangur- inn sem þeir skilja eftir?“ Jafnframt segja þau að þegar Covid er liðið hjá ætli þau sér að ná til sín hluta af þessari umferð sem fer framhjá. Mikil veðursæld ríkir á svæðinu sem hótelið rís. „Hér er ekki óal- gengt að sjá hitann á sumrin fara upp í tuttugu gráður plús en það getur líka verið kalt, allt að tuttugu gráðu frost á vetrum.“ Þá segja þau Þórarinn og Hjördís að norðurljós- in séu mikið sjónarspil enda ljós- mengun á staðnum lítil sem engin. Nú er að hefjast eins og áður sagði vinna við að byggja palla og ver- önd við hótelið þar sem verða heit- ir pottar og fleira tilheyrandi. Þá rennur bæjarlækurinn við verönd- ina sem gefur notalegt og róandi yfirbragð. Það er því ljóst að Basalt hótelið á iðunnarstöðum í Lundarreykjadal kemur til með að verða afar spenn- andi viðbót við flóru áfangastaða á Vesturlandi á næstu misserum. frg /Ljósm. frg og aðsendar. Basalt hótel rís í Lundarreykjadal Þórarinn og Hjördís eru full bjartsýni Unnið við raflagnir í veitingasal. Þórarinn Svavarsson og Hjördís Geirdal við útsýnisglugga veitingasalar Basalt hótel. Basalt hótel stendur hátt og útsýnið er frábært. Norðurljósin eru mikið sjónarspil enda ljósmengun á staðnum lítil sem engin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.