Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 13
MiðVikudAGur 21. ApríL 2021 13
Gleðilegt
fótboltasumar!
Skagamenn bjóða alla velkomna á
Akranes í sumar - jafnt fótbolta-
áhugafólk sem aðra góða gesti
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
1
Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir umsóknum í lausar byggingarlóðir við Háamel í Melahverfi.
Um er að ræða níu lóðir fyrir einnar hæðar einbýlishús, parhús og raðhús með samtals 11 íbúðum.
Götuheiti: Hámarks byggingarstærð: *Gatnagerðargjald kr./m2
Einbýlishúsalóðir:
Háimelur nr. 2 291 m2 22.741 kr./m2
Háimelur nr. 4 248 m2 22.741 kr./m2
Parhúsalóðir:
Háimelur nr. 3-5 (2x150) 300 m2 22.457 kr./m2
Háimelur nr. 7-9 (2x160) 320 m2 22.457 kr./m2
Háimelur nr. 11-13 (2x160) 320 m2 22.457 kr./m2
Raðhúsalóð:
Háimelur nr. 1 690 m2 22.457 kr./m2
* Gatnagerðargjald reiknast sem hlutfall af byggingarkostnaði, viðmið frá apríl 2021.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um lóðirnar og skipulagsskilmála má nálgast á heimasíðu
Hvalfjarðarsveitar www.hvalfjardarsveit.is og á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Melahverfi,
Hvalfjarðarsveit.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar eða á netfangið bygging@hvalfjardarsveit.is
Við úthlutun lóðanna verður farið eftir úthlutunarreglum lóða í Hvalfjarðarsveit.
Frestur til að skila inn umsóknum er til 4. maí 2021
F.h. Hvalfjarðarsveitar
Arnar Skjaldarson, byggingarfulltrúi
Auglýsing um lausar lóðir
í Melahverfi, Hvalfjarðarsveit
Melahverfi 2. áfangi, lausar lóðir til úthlutunar við Háamel. Lóðir við Lyngmel koma til úthlutunar á
haustmánuðum 2021.
Guðmundur ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
mælti á Alþingi í vikunni sem leið
fyrir frumvarpi til breytinga á lög-
um um rammaáætlun og tillögu til
þingsályktunar um staðsetningu
vindorkuvera í landslagi og náttúru
íslands. Frumvarpið um breyting-
ar á lögum um verndar- og orku-
nýtingaráætlun (rammaáætlun)
snýr að málsmeðferð virkjunar-
kosta í vindorku. Verði það að lög-
um mun vindorkan fá nokkuð aðra
málsmeðferð og meðhöndlun inn-
an rammaáætlunar en hinir hefð-
bundnu virkjunarkostir, vatnsorka
og jarðvarmi.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir því
að skoðun og mat verkefnisstjórnar
rammaáætlunar á virkjunarkost-
um í vindorku taki mið af því sér-
eðli vindorkunnar að hún er hvorki
takmarkaður né staðbundinn orku-
kostur og því hægt að hagnýta vind-
orkuna víða um land. í frumvarp-
inu og tillögu til þingsályktunar er
byggt á því að landsvæðum verði
skipt í þrjá flokka; í fyrsta flokk falli
landsvæði þar sem vindorkunýting
er ekki heimiluð, í annan flokk falli
svæði sem geta verið viðkvæm til
hagnýtingar vindorku og mælt er
fyrir um að sæti sérstakri skoðun og
mati verkefnisstjórnar rammaáætl-
unar. í þriðja flokk falli öll önnur
landssvæði og liggur ákvörðun-
arvald varðandi virkjanir á þeim
svæðum hjá viðkomandi sveitarfé-
lagi á grundvelli almennra laga og
reglna.
Samkvæmt frumvarpinu er til-
laga til þingsályktunar meginverk-
færið við mat verkefnisstjórnar
rammaáætlunar á einstökum virkj-
unarkostum. í henni kemur fram
skýr opinber stefnumörkun um
staðsetningu slíkra mannvirkja út
frá tilgreindum flokkum lands, auk
þess sem mælt er fyrir um þær meg-
inreglur, viðmið og áhrifaþætti sem
byggja skal mat verkefnisstjórnar á
þegar virkjunarkostir eru teknir til
skoðunar. Verði frumvarp þetta að
lögum og þingsályktunartillaga því
fylgjandi samþykkt er gert ráð fyr-
ir að ferli vegna skoðunar og mats
á virkjunarkostum í vindorku verði
einfaldara og skjótara en það er í
dag enda verði byggt á skýrri opin-
berri stefnumörkun um staðsetn-
ingu slíkrar starfsemi. Jafnframt
verður tryggð vernd svæða sem tal-
in eru verðmætust út frá náttúru-
fari. mm
Þingsályktunartillaga um
staðsetningu vindorkuvera