Skessuhorn - 21.04.2021, Blaðsíða 27
MiðVikudAGur 21. ApríL 2021 27
Pennagrein
Á síðustu vikum hafa farið fram ein-
staklega gagnlegar og fróðlegar um-
ræður, gagnvirkt samtal, á vegum
landshlutasamtakanna SSV um þróun
menningarstefnu landshlutans fyrir
komandi ár. Fyrir það framtak vil ég
þakka og fagna með því að væta ögn
í fjaðurstafnum. Öll erindin má finna
á samfélagsmiðlasíðu SSV og hvet
ég áhugasama til að kynna sér þau.
Þar er menningararfur, fjölmenning
og samvinna til umræðu, víðsýni og
nýsköpun í hávegum höfð með það
að leiðarljósi að gera gott samfélag
betra. Stórt HuH fyrir því!
Ætlun mín, jafnframt því að vekja
athygli á tilgreindri umræðu, er þó að
leggja smá orð í belg sem upplýstur
neytandi, listunnandi og áhugamaður
um skapandi greinar, skipuleggjandi
menningarviðburða og verkefna sem
og starfsmaður víðfeðmrar menning-
arstofnunar í samfélaginu, Þjóðkirkj-
unnar á íslandi.
um leið og ég vona að rýni í orð-
ræðuna verði til gagns, vil ég taka
fram að þau sjónarmið sem ég vil
leiða fram rúmast ekki í einum pistli
eins og stendur. Menningarmál eru
snúinn og viðamikill málaflokkur
sem ræða þarf af fullri sanngirni. Það
verður ekki gert með einhverri fljóta-
skrift. Hér á eftir mun ég tæpa á for-
sendum og efnistökum þeirrar rýni
sem ég vonast til að geta miðlað í
okkar góða héraðsfréttamiðli, mikil-
vægri og merkilegri menningarstofn-
un, sem gagnast hefur samfélaginu á
Vesturlandi lengi til virkrar umræðu.
Þetta uppbyggilega verkefni hef-
ur starfandi menningarfulltrúi SSV,
Sigursteinn Sigurðsson, leitt af stakri
prýði og var skipulag og framsetning
öll einstaklega vel unnin og gefur gott
fordæmi.
Það er mikil gæfa þegar fólk í skap-
andi greinum snýr heim til að starfa
af áhuga og eljusemi á sínu sviði með
það að markmiði að valdefla og styðja
við vöxt og þróun menningar í víð-
asta skilningi þess orðs samfélagi sínu
til heilla. í umræðunni um nýsköp-
un og lifandi listir, menningarstarf,
skapandi greinar sem og fræðastörf,
er mikilvægt að geta hugsað út fyrir
„kassann“ eins og Sigursteinn nefndi
í lokaumræðu fimmta og síðasta
mennningarstefnumótsins. Ég tek
heilshugar undir þau orð. En hvað er
í „kassanum“ og hvað er utan hans;
hvað höfum við og hvert stefnum
við, er spurningin. upplýst umræða
um menningu kallar á að hugtök og
skilgreiningar nái yfir og miðli þeim
sameiginlega skilningi sem býr að
baki. Það er jákvætt og eðlilegt að
gefandi samtal miði að því að „víkka,
dýpka og opna“ þann veruleika sem
við vísum til með hugmyndinni um
menningarstarf og menningararf.
Það er mjög mikilvægt í öllu tali um
auðlindir að tækifærin til að nýta, efla
og þróa tengsl okkar við þær, séu sem
jöfnust, sama á hvaða sviði menning-
ar og nýsköpunar við störfum. Tengsl
fræða og þjóðmenningar, lista & ný-
sköpunar, iðnaðar og ferðaþjónustu
eru sjálfsögð og gefin stærð í samtím-
anum sem við virðum og metum. Allt
vinnur best saman. Mannauður sem
sýnir hæfni til frumsköpunar sem og
nærandi safnastarfsemi leiðir það af
sér að samtímaþekking og menning-
ararfur haldast hönd í hönd á vegferð
til stefnumóts við framtíðina. Þver-
fagleg vinnubrögð í þeim efnum eru
ekki pólítískur rétttrúnaður heldur
birtist gagnsemi þess í bættum lífs-
kjörum íbúa í blómlegu samfélagi.
Á Vesturlandi er ekki „hnignandi“
mannlíf þrátt fyrir áföll sem hafa dun-
ið yfir vaxandi atvinnugreinar eins og
ferðaþjónustu og fræðasamfélagið
gengur í endurnýjun lífdaga, eins og
uppbygging á Bifröst gefur fyrirheit
um með nýjum áherslum. Við erum
ekki af baki dottin heldur lögum okk-
ur að breyttum aðstæðum.
Það er mikilvægt þegar stefnumót-
unarvinna er unnin til framtíðar að
endurhugsa hlutina af fagmennsku
og ígrunda aðstæður. Útvíkkun hug-
taksins menningar, rétt eins og skil-
greininga á listum, hefur staðið yfir
í um hálfa öld á Vesturlöndum. Sú
þróun hófst með ögrandi yfirlýs-
ingu eins mikilvægasta listamanns
20. aldar, Joseph Beuys, um að „allir“
séu listamenn. Án þess að dvelja um
of við þá yfirlýsingu eða tímamót er
mikilvægt að ávarpa þann fljótfærn-
islega misskilning sem sumir ganga
með, um að þau orð eigi að merkja
að þar með sé allt „list“ – því þar er
verið að tala um mannskilninginn en
ekki allt það sem mannskepnan tekur
sér fyrir hendur. Sú bylting sem yf-
irlýsingin boðaði neyslu- og tækni-
hyggjusamfélagi samtímans var að
allir upplýstir þjóðfélagsþegnar væru
frjálsar og skapandi verur sem hefðu
rétt á eigin túlkunum og verðmæta-
mati. Þar af leiddi sú ábyrgð að hafa
fullgildan rétt til að meta sköpun-
arverk annarra á eigin forsendum.
Þetta er mikilvægur punktur, annars
væri undirritaður ekki að tefla honum
fram, því að á þeim forsendum hefur
umræða um menningu og listir byggt
síðan. Þannig var listhugtakið víkkað
út og sá veruleiki sem við köllum í
dag „svið skapandi greina“ spratt úr
þeim farvegi. kassinn frægi sprakk og
ákvörðunarvald lista- og menningar-
stofnana um virði hugverka sem og
handverks og iðnaðar var afnumið.
Tímabil fjölmenningar hófst.
Vandinn við fjölmenn-
ingarumræðuna
Við lifum í fjölmenningarsamfélagi
þar sem hugtak eins og „list“ hef-
ur víðtæka merkingu; barnamenn-
ing, þjóðmenning, sagnaarfur og
byggingartækni; allt eru þetta jafn-
gild menningarfyrirbæri og þau
viljum við standa vörð um þeg-
ar við mótum nýja menningar-
stefnu. Það er raunar ekki ný staða
og venst furðu fljótt, að upplifa
sig staddan í afskiptum menning-
ar afkima, í orðræðu samtímans um
menningarmál, þegar maður starf-
ar í kirkjunni. Sumum finnst það í
raun sjálfsagt því að kirkjan sé að
þröngri skilgreiningu ekki menn-
ingarstofnun því að þar sé verið að
iðka trú. ímyndin er því sú að þar
sé um trúarstofnun að ræða sem sé
ekki þátttakandi í lifandi og gagn-
virkri menningarumræðu. Af einum
frummælanda í umræðu SSV um
menningarstefnuna mátti marka að
þar sem þar færi fram „helgihald og
þvíumlíkt“ þá væri erfitt að horfa
á kirkjur sem vettvang fyrir ann-
arskonar menningu; en þær hefðu
jú að geyma ýmsar þjóðargersem-
ar sem væru hluti af menningararf-
inum. Eins nefndi Margrét Björk
Björnsdóttir að það gæti verið við-
kvæmt að ræða mögulegt hlutverk
í samhengi þróunar menningar-
starfs, þó þar væri um að ræða vin-
sæla áfangastaði ferðaþjónustu og
viðburða vegna sambands sókn-
arfólksins við sína helgidóma. Sú
orðræða þróaðist ekki frekar á þeim
vettvangi sem vísað er til en ég tel
rétt að geyma umfjöllun um kirkjur
sem vettvang menningarviðburða
í samhengi við „nýtingu“ þeirra í
samhengi vangaveltna um hvern-
ig hægt sé að hafa meira gagn af
vannýttum húsum, eins og vitum
og félagsheimilum, til betri tíma.
Heldur vil ég beina sjónum mín-
um að því að menning með trúar-
legum tilvísunum, eða hlutverki
kirkna sem vettvangs menningar
fólksins sem þar lifir og starfar, er
ekki minna virði en önnur menning
– og jafnvel kjörinn vettvangur fyr-
ir ákveðna tegund menningar sem
brúar bil ólíkra hópa vegna sam-
eiginlegs grundvallar sem trúarleg
umgjörð skapar, óháð kirkjudeild-
um.
kirkjurnar eru vitnisburður um
kristna menningu og hafa verið vett-
vangur safnaða til að skapa samfélag
um hefðir, sögu og vonir manna, en
um leið myndað umgjörð um merk-
ingarleit, haft áhrif á lífsafstöðu fólks
og skapað gildi og tilvistargrunn ein-
staklinga með ólíkum hætti, rétt eins
og listin í öllum sínum myndum get-
ur gert. Hvaða augum ég lít á notk-
un guðshúsa til „annarrar notkunar“
í samhengi menningarstarfsemi mun
ég fjalla um síðar, í ljósi þess hvernig
ég hef nálgast þau mál í tengslum við
menningarverkefni sem ég hef tekið
þátt í, í ljósi og samhengi köllunar
minnar til starfa fyrir kirkjuna, sem
eru söfnuðir og sóknir, fólk en ekki
hús. Ég mun því ekki orðlengja með
dæmum sem vísa út fyrir þá umræðu
sem verið er að vísa til hér. um leið
og ég boða á komandi vikum dýpri
umfjöllun um samspil kirkju, menn-
ingar og lista, mikilvægi góðrar sam-
vinnu og fer yfir dæmi um reynslu og
tækifæri, þar sem veraldleg og trúar-
leg menning geta átt gjöfult samtal á
ýmiskonar vettvangi, þá vil ég enda
þennan pistil á tveimur dæmum sem
ramma ágætlega inn öndverða póla,
sem birta það ágætlega hvernig kirkj-
an virðist að mörgu leyti jaðarsett
í umræðunni um mótun menning-
ar og þróunar framtíðarsýnar í þeim
efnum, sem á sér ekki bara stað hér á
Vesturlandi heldur í samtímanum al-
mennt.
Það er eðlileg krafa og raunar ákall
skynseminnar að orðræðan sem höfð
er uppi um hlutverk kirkjunnar í nær-
samfélaginu taki mið af því að hún sem
stofnun hefur í sögu og samtíð verið
mikilvægur hluti af því sem kallað er
menningarlíf, hvort sem viðkemur
tónlist, myndlist, byggingarlist eða
ritmenningu þjóðarinnar. Auk þess
hefur hún alla tíð verið þátttakandi í
virku samtali um listir og merkingar-
leit mannsins í gegnum þær persónur
sem fyrir hana hafa starfað. um hlut-
verk hennar þegar kemur að varð-
veislu menningararfsins þarf ekki að
fjölyrða; sumir líta jafnvel á kirkjurn-
ar sínar sem einhverskonar safnastarf-
semi, þar sem saga byggðarlagsins er
með táknrænum hætti skráð í kirkju-
garðinum sem guðshúsinu fylgir.
Líkt og ég sagði að framan þá get-
ur það reynst vel að byggja á þeim
grunni sem fyrir er, þegar til verks á
að vanda. inní því landslagi eru kirkj-
urnar ekki bara hús sem varðveita
hefðir og sögu samfélaga og ramma
inn helgihald hennar, heldur vett-
vangur einstaklinga nú sem fyrr sem
horfa eftir tækifærum til að bæta og
efla samfélag sitt. Það eru ekki bara
„sóknarbörnin“ sem eru mannauð-
urinn, heldur verður að nefna það í
þessu samhengi að á vegum safnað-
anna, í umboði kirkjunnar, starfa 11
prestar í fullu starfi á Vesturlandi
í dag. Þeir iðka af einlægni þá list-
grein að þjóna fólki í gleði og sorg,
hlúa að menningararfi og byggja upp
samfélög á grundvelli hugsjónar um
andlegt heilbrigði og góð lífsgæða.
Fólk sem boðar von um aukinn vöxt
og þroska með túlkunarfræðum og
sagnagáfu, innsæi og fagurfræði, eins
og hverjir aðrir listamenn eða höf-
undar innan annarra skapandi greina.
Væri ekki synd að jaðarsetja eða gild-
isfella öll þau tækifæri sem það felur
í sér að horfa á kirkjuna sem hluta af
menningunni í stað þess að útmála
hana sem viðkvæman anga valda-
stofnunar sem ætli sér boðvald í sið-
ferðismálum. Sú kirkja sem lætur sér
annt um þjónustu við fólk tekur mið
af þörfum þess og markmiðum, end-
urspeglar vilja fólksins sem á þær og á
fullt erindi í samtalið um þá framtíð-
arsýn í menningarmálum sem nú er
unnin, með opnu samtali og gagnlegu
ferli, sem byggir á samvinnu margra.
Svart-hvítt sjónarhorn á
lífrænan veruleika
Til að varpa ljósi á jaðarsetningu
kirkjunnar eða menningarfyrirbæra
sem tilheyra kristnu samhengi vil
ég leggja fram tvö dæmi sem segja
má að marki öndverða póla á mæli-
kvarðanum frá höfnun til þöggun-
ar. Annars vegar er það þá að kirkj-
an afhelgi sig til að geta verið „hlut-
laus“ vettvangur menningarstarfs
en hins vegar er þar á móti til-
hneigingin til að forðast að tala um
það sem hefur verið áorkað á for-
sendum kristins menningararfs. Að
framan var vísað til SSV-umræðu
þar sem kirkjuhús var nefnt til sög-
unnar til að varpa ljósi á ákveðnar
aðstæður. Af því innleggi spunnust
smá pælingar, góðra gjalda verðar,
sem snérust þó fyrst og síðast um
það að dæmi væru um að kirkjur
gætu gagnast vel og verið skemmti-
legar þegar þær fengju allt annað
hlutverk. Það væri í anda fjölmenn-
ingarinnar að þar færi eitthvað allt
annað fram en „helgihald og svo-
leiðis“ en einmitt ef að þær væru af-
helgaðar, hlutverk þeirra sem helgir
staðir væri afnumið, þá gætu þær
orðið ákjósanlegur vettvangur fyrir
aðra starfsemi sem myndi auka fjöl-
breytni og efla listir og menningu.
Að mínu viti birtir orðræða af
þessu tagi mjög þrönga sýn, ekki bara
á kirkjuna sem „hús eða stað“ heldur
líka á það hvað við teljum að megi eða
eigi að fara fram innan þessara húsa.
Til þess að tryggja „frelsi lista og iðn-
aðar“ verði því að afhelga byggingu
svo að ekki verði árekstrar; annars séu
þær bara fyrir trúað fólk og siði þeirra.
Nú vil ég taka fram að ég er ekki mót-
fallinn því að kirkjur séu teknar úr
notkun og fái annað hlutverk, jafnvel
gagnlegra fyrir söfnuð og samfélag,
en tíminn mun leiða í ljós hvort þarfir
eða óskir sókna á næstu árum munu
hníga að því. Aftur á móti, svo það
sé á hreinu, þá er engin þörf á að af-
nema trúarlegt hlutverk þar sem sátt
skapast um það hvaða menningarstarf
getur átt heima þar inni og verið að-
dráttarafl fyrir aðrar atvinnugreinar,
eins og ferðaþjónustuna. Tónleikar,
upplestrar og viðburðir fyrir unga
sem aldna, jafnvel leiksýningar geta
átt heima í kirkjuhúsum þegar sam-
ráð er haft og ábyrgð tekin á því að
vanvirða ekki merkingar og táknheim
þess. Flest ef ekki öll listaverk öðlast
nýtt samhengi í trúarlegri umgjörð
og það getur sannarlega skapað dýpt
eða spurningar sem annars hefðu ekki
sprottið fram, í „veraldlegu menning-
arrými.“
Opin sýn á hlutverk kirkna kall-
ar ekki bara á umræðu um það hvort
„önnur menning“ megi fá inni í kirkj-
unum, heldur – svo við höldum okkur
við hin jákvæðu sjónarhorn og tölum
um sóknartækifærin – þarf að styðja
nýsköpun og umbætur á kirkjuhús-
um svo þau geti þjónað víðtækara og
merkingarbærara hlutverki á nýjum
tímum. Skrásetning sögunnar og nýj-
ar leiðir til að miðla listaverkum og
þeim menningararfi sem kirkjurn-
ar geyma er tækifæri til nýsköpunar
og frjórrar umræðu því þarfir eig-
endanna, þau sem mynda sóknina um
hvert kirkjuhús, geta breyst. Eins og
dæmin sanna. Og þá erum við komin
að hinum pólnum á þessum neikvæða
ás, þar sem viðmót til menningarupp-
byggingar á kirkjulegum forsendum
mætir nánast þöggun því sannarlega,
þrátt fyrir víðfeðmar umræður, var
hvorki minnst á framtíðarhlutverk
Snorrastofu í samhengi fræðastarfs
eða samvinnuverkefna né reykholts-
kirkju og reykholtshátíð í tengslum
við tónlistarlíf og menningarstarf í
landsfjórðungnum. Það held ég sé
ekki með ráðum gert en segir okk-
ur ákveðna sögu að sneitt sé hjá allri
umræðu um eitt mikilvægasta dæmið
um menningarstarf og stofnanir sem
segja mætti að væru saman einmitt
það menningarhús sem landshlutinn
getur verið hvað stoltastur af, með sín
sérsvið og aðdráttarafl sem byggir á
þjóðmenningu og sagnahefð, fræða-
og ritmenningu, skapandi listum
og kristnum menningararfi. Það er
hvorki þörf á því að rekja fyrir þeim
sem þekkja af reynslunni hversu mik-
ilvæg uppbyggingin í reykholti hefur
verið fyrir Borgarfjörð né pláss hér til
að benda á alla þá möguleika sem fel-
ast í gefandi samvinnu við félagslega
uppbyggingu sem verður best þegar
byggt er á sögu og hefð, nýsköpun
og fræðastarfi án þess að annaðhvort
verði að skilgreina verkefnin sem ver-
aldleg eða trúarleg, kristin eða fjöl-
menningarleg; því kassann fræga er
löngu búið að sprengja og engin skýr
mörk eru á milli góðrar listar og lé-
legrar afþreyingar, ef við leyfum okk-
ur að nota gildishlaðin hugtök til há-
tíðarbrigða.
Þegar rætt er um mótun menn-
ingarstefnu þá getum við ekki vikist
undan því að að meta og virða þau
lífsgæði, framtakssemi og elju, sem
fólk nær og fjær, undir forystu öfl-
ugs fólks með framtíðarsýn um upp-
byggingu og reisn kirkjustaðarins
sögufræga, hefur áorkað fyrir menn-
ingarlíf á Vesturlandi. Það fordæmi
skapaði sérstöðu sem margir aðrir
hafa getað byggt enn frekar á í þró-
un annarra skapandi greina; ekki bara
í sögu- og menningartengdri ferða-
þjónustu. Bein og óbein áhrif upp-
byggingarinnar í reykholti, þar sem
merk saga og öflugur sóknarprestur
voru lyklar að ófyrirséðri uppbygg-
ingu, er ekki hægt að meta í dag því
„lifandi kirkja“ sem er í tengslum og
tekur þátt í mótun menningar, heldur
áfram að þróast og vaxa, jafnvel um-
fram það sem frumkvöðlarnir sáu fyr-
ir sér. Þess vegna verðum við að muna
að forðast ekki umræðu um merkan
arf og mikilvægt hlutverk sem mann-
og menningarauður kirkjunnar getur
haft í því félagslega landslagi sem við
erum að greina og reyna skilja betur,
þegar kallað er eftir samtali og sam-
ráði um mótun menningarstefnu.
Það er mín trú að vaxtarmöguleik-
arnir og tækifærin spretti upp af nær-
andi samtali og vona að þetta greinar-
korn megi stuðla að því.
Arnaldur Máni Finnsson
Höf. er sóknarprestur í Staðar-
staðarprestakalli og áhugamaður um
menningu.
Menningarstefna í kössum og kirkjum?