Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Síða 10

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Síða 10
E J' J Ó I. F U R I 6 S S v () ,\' Aðdragandi að stofnun Þróttar og innganga félagsins í Iþróttasamband Islands Knattspyrnufélagið Þrótt- ur var stofnað föstudaginn 5. ágúst 1949 í skála Ungmenna- félagsins á Grímsstaðaholti. Á stofnfundi voru mættir 37 menn og teljast þeir stofn- endur félagsins. Aðdragandinn að stofnun Þróttar nær töluvert lengra en stofndagurinn gefur til kynna og verður að fara all- mörg ár aftur í tímann til þess að gera honum einhver skil. Á Grímsstaðaholti og í Skerjafirði var snemma áhugi fyrir knattspyrnu. Á árunum 1924—1925 mynduðu dreng- irnir þar samtök. Ruddu vöil og stofnuðu drengjafélag sem þeir kölluðu „Baldur“. Völlur- inn var tekinn af þeim eftir stuttan tíma og dofnaði þá á- huginn. Svo var það árið 1931 að Eðvarð Sigurðsson í Litlu Brekku og Áki Jakobsson, fyrrum ráðherra, gengust fyrir stofnun drengjafélags er þeir nefndu ,,Dögun“. Bloss- aði þá áhuginn á ný. Ruddur var völlur á Melunum og kom- ið þar saman á kvöldin til leikja. Árið 1934 fóru yngri dreng- irnir að mynda samtök sín á milli. Kepptu þeir oft öin á 2 Afmœlisblað ÞRÓTTAR milli, t. d. Vestur-Holt á móti Austur-Holti eða Skerjaf jörð- ur á móti Holtinu. Einnig kepptu þeir við ýms drengja- félög í bænum eða þá að skor- Eyjólfur Jónsson að var á yngri flokka knatt- spyrnufélaganna. Líka minn- ist ég þess að farin var keppn- isför til Keflavíkur. í þessum leikjum voru drengirnir jafn- an í einum flokki og kölluðu lið sitt „Knattspyrnufélagið Þróttur“ til þess að gera ekki upp á milli Grímsstaðaholts og Skerjafjarðar. Varð því Þróttarnafnið nokkurskonar einingartákn hverfanna. Um félagsstofnun var þó ekki að ræða, og því gengu margir af þessum drengjum í knatt- spyrnufélögin f jögur í bænum og áttu sumir eftir að verða góðir og þekktir knattspyrnu- menn. Einkum gengu þeir í Val og Fram. Til gamans má nefna nokkra drengi, sem leikið hafa í meistaraflokki eða yngri flokkum félaganna. I Val: Bræðurnir Einar og Öl- afur Símonarsynir, Björn Guðjónsson, Bjarnastöðum, Gunnar Jónsson á Þrastar- götunni og Þorkell Magnús- son (síðar þekktur hnefa- leikamaður í Ármanni, t. d. verið íslandsmeistari í létt- þungavigt). I Fram: Karl Torfason, Jóhann Jónsson (Dadó), Gísli Benjamínsson, Hermann Guðmundsson, Eyj- ólfur Ingjaldsson, bræðurnir Haukur og Ragnar Bjarna- synir, Þorvaldur I. Helgason, Ölafur Jónsson og Ólafur Öl- afsson. I KR: Guðbjartur Stefánsson. Úr Skerjafirðin- um fengu KR-ingar líka Isl.- methafann í hástökki, Skúla Guðmundsson og skauta- hlauparinn Kristján Árnason er af Grímsstaðaholti. Fjöldi

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.