Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Page 11

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Page 11
Frumherjarnir. Drengirnir sem kepptu við starfsmannafélögin 1949. Fremsta röð frá vinstri: Haukur Hallvarðsson, Björn Arnason, Grétar Norðfjörð, Ög- mundur H. Stephensen, Haraldur Eyjólfsson, Matthías Eyjólfsson. Miðröð frá vinstri: Emil Emils, Gunnar Pétursson, Sigurjón Sigurðsson, Halldór Sigurðs- son formaður, Hermann Guðmundsson, Olafur Ólafsson, Tómas Sturlaugsson Einar Asgeirsson. Efsta röð frá vinstri: Ari Jónsson, Jón Guðmundsson, l'oikclI Magnússon, Gunnar Jónsson, Tryggvi Eyjólfsson, Magnús Vignir Pétursson, Ólafur Jónsson, Óli Long, Skúli Magnússon, Eyjólfur Jónsson. ■t’" Hhk Einu af frumlieijuuum: ■H, V ffllS Einar I Símonarson annarra drengja hafa leikið með þessum félögum. Kappleikirnir sem getið var um héldust allt til ársins 1940 er ísland var hernumið af Bretum. En þá reisti her- inn sér tjaldbúðir á Melunum og tók þar athafnasvæðið af drengjunum. Þó fengum við að halda eftir vellinum okkar en það var ekki nema skamma hríð, því að brátt fór herinn að byggja bragga og girti svo af ,,kampinn“. Misstum við þar með völlinn. Allt knatt- spyrnulíf lagðist niður þar suður frá. Næstu árin var alloft keppt í knattspyrnu við brezka her- menn og unnum við jafn- an þá leiki. Það voru ekki sízt þessir leikir við herinn sem vöktu hjá okkur Halldóri áhuga fyrir stofnun félags fyrir Grímsstaðaholt og Skerjafjörð, sem varð síðar meir aðdragandinn að stofn- un Þróttar. Ekki get ég hætt þessu rabbi mínu án þess að minnast á nokkra af þeim drengjum, sem stærstan þátt áttu í sigrunum yfir brezka hernum. Bræðurnir Einar og Ólafur Símonarsynir, Arnargötu 12 sköruðu langt fram úr. Knatt- spyrnugeta þeirra var aðdá- unarverð og alltaf voru þeir beztu einstaklingarnir á vell- inum. Englendingarnir voru mjög hrifnir af þeim og sögðu að í Englandi gætu þeir orðið frægir knattspyrnumenn. Eg harma það, og svo munu fleiri knattspyrnuunendur gera, að þeir skyldu hætta svo snemma knattspyrnunni. Þeir fóru báðir til sjós, eins og svo margir af drengjunum og hurfu úr íþróttalífinu. Plin- ar missti heilsuna fyrir fáum árum og hefur legið rúmfast- ur síðan á Landsspítalanum. Einnig má nefna Karl Torfa- son, Jóhann Jónsson (Dadó), Gísla Benjamínsson, Eyjólf Ingjaldsson og Hermann Guð- mundsson, sem allir hafa leikið í meistaraflokki Fram meira og minna, Þorvald I. Helgason, Björn Guðjónsson, Bjarnastöðum, bræðurna Svein og Kristján Kristjáns- Bergþór Viktor Ingjaldsson Sigurbjörnsson Afmœlisblað ÞRÓTTAR 3

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.