Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Side 19
/ / /
Á þessum tímamótum í
sögu félagsins flyt ég því
beztu kveðjur og árnaðarósk-
ir I.S.I., um leið og ég þakka
Þrótti fyrir þróttmikið félags-
starf. Tilraun félagsins að
sameina alla drengi á Gríms-
staðaholtinu og Skerjafirði,
hefir tekizt giftusamlega. —
Þótt knattspyrnufélögin í
höfuðstaðnum væru fjögur
fyrir, þá voru enn margir
drengir á Grímsstaðaholtinu,
í Skerjafirði og víðar, sem
enn höfðu ekki kynnzt íþrótt-
um eða skipulegu íþrótta-
starfi. En ekkert veit ég betra
og hollara fyrir unga og
vaska drengi en íþróttaiðk-
anir í tómstundum. Margir
telja knattspyrnuna skemmti-
(stóra kringlan), Tugþraut 5000
stig, á móti Tómasi Lárussyni í
Afturelding. Einn af knatt-
spyrnumönnum okkar, Sigurgeir
Bjarnason, keppti á Víðavangs-
hlaupi ÍR í fyrra. Hann náði
þeim glæsilega árangri að hafna
í 5. sæti, aðeins á eftir Sigurði
Guðnasyni ÍR og vinna marga
góða hlaupara, en keppendur
voru 17. Vegna meiðsla gat hann
ekki tekið þátt í hlaupinu í vor,
eins og til stóð.
legasta. Hún eflir góðan fé-
lagsanda og samtakamátt.
Hún er í senn karlmannleg og
drengileg. Þar fær einstak-
lingsframtakið og samvinnan
að njóta sín á sérstæðan hátt.
Það er einstaklingurinn sem
skorar mark, eftir góða og
nána samvinnu samherja
sinna. Og má mikið af því
læra í daglegu lífi.
Höfuðborg vor stækkar óð-
fluga. Með hverju ári sem
líður eru ný borgarhverfi
byggð. Ekkert er eðlilegra en
að íþróttafélög séu stofnuð í
þessum hverfum. Knatt-
spyrnufélagið Þróttur hefir
nú starfað í fimm ár í einu
elzta borgarhverfinu, og sýnt
og sannað tilverurétt sinn.
Mættu önnur borgarhverfi
fara að dæmi Þróttar og gera
slíkt hið sama. — Þróttur
hefir nú á þessu afmælisári
sínu unnið sinn stærsta sigur
í knattspyrnu. Sigrarnir eru
ekki það mikilverðasta, þótt
góðir séu, heldur hið farsæla
félagsstarf, þar sem mest á-
herzla er lögð á uppeldisgildí
íþróttanna. Að hinir ungu og
vösku menn séu réttilega
þjálfaðir um lpið og þeir fá
gott uppeldi. Viti skil á réttu
Benedikt G. Waage
og röngu. Hafi lært réttar
leikreglur, sem þeir beita ekki
aðeins á leikvanginum, heldur
og á leikvelli lífsins, þegar þar
að kemur og þar sem þeirra
er mest þörf. Slíkir menn
verða sterkir hlekkir í borg-
aralegu lífi og starfi, sem
hægt er að treysta 1 blíðu og
stríðu. Að vísu geta einstaka
afreksmenn ofmetnazt; en
meirihluti íþróttamanna mun
reynast farsæll í starfi, trúr
og dyggur og kunna að beita
leikreglum réttilega við með-
bræður sína. Þróttur er nú að
byrja sigurbraut sína Eg
vona að Þróttarar ofmetnist
ekki, en vaxi ásmegin í góðu
starfi. Að þeir láti dáð og
drengskap haldast í hendur.
Þá mun þeim vel vegna, og
þeir reynast manndómsmenn,
— líka á leikvelli lífsins.
20. júní1954
Bennó.
Afmœlisblað ÞRÓTTAR 11