Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Page 36

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Page 36
Einnig urðu stúlkurnar Islandsmeistarar í II. fl. 1953 og Reykjavíkurmeistarar sama ár. Veturinn 1953 sendi félagið til keppni í alla flokka nema meistaraflokk kvenna. Var þetta góð þátttaka á öðru starfsári. Má það eflaust þakka því að æfingunum fjölgaði, var þá eingöngu æft í íþróttahúsinu að Háloga- landi. Útkoman var ekki góð nema í 2. fl. kvenna, er urðu íslandsmeistarar í sínum flokki og 1. flokki karla, er léku úrslitleik við íslands- meistarana í þeim flokki, Ár- mann. Ef við lítum á útkomu flokkanna á s.l. keppnisári, má segja að hún sýni góða framför í flestum flokkum og stendur lítt að baki hinum fé- lögunum. Kvennaflokkar félagsins voru alltaf betri hliðin, einnig meistaraflokkur, er sendur var í fyrsta skipti með góðum árangri, tapaði einum leik af fimm. Þann flokk skipuðu stúlkur sem unnu tvö undan- farin ár Islandsmeistaramót í 2. fl. og er vonandi að stúlk- ur-nar eigi eftir að sýna hvers þær eru megnugar sem fyrr. II. fl. kvenna tapaði Islands- meistaramótinu á óhagstæðri markatölu fyrir Ármanni. Karlaflokkar félagsins stóðu sig ekki eins vel, nema hvað meistaraflokkur vann sig úr B-deild upp í A-deild, Fyrsta stjórn handknattleiksdeildar Þróttar 1951. Frernri röð frá vinstri: Jón Guðmundsson gjaldkeri, Ásgeir Benediktsson formaður, Grétar Norðfjörð ritari. Efri röð frá vinstri: Gunnar Pétursson varaformaður, Jón Ásgeirsson meðstjórnandi. Meistaraflokkur Þróttar í handknattleik er sigraði á B-móti meistarafiokks innanhúss 1954. Efri röð frá vinstri: Einar Jónsson formaður, Magnús V. Pétursson, Hörður Guðmundsson, Jón Guðmundsson, Jón Asgeirsson. Neðri röð frá vinstri: Björn Árnason, Guðmundur Gústafsson, Guðm. Axelsson. 28 Afmœlisblað ÞRÓTTAR

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.