Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Page 38

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Page 38
H E L G A E M I L S : Fyrstu íslandsmeistararnir Við byrjuðum að æfa hand- bolta sumarið 1951. Fyrsti þjálfari okkar var Ásgeir Benediktsson, og kenndi hann okkur í tæpt ár. Hjá honum lærðum við öll undirstöðuat- riði íþróttarinnar, en engin okkar hafði æft handbolta áð- ur, enda allar ungar. Ég held að við eigum Ásgeiri mikið að þakka getu okkar og kunnáttu. Mér er minnisstæður fyrsti kappleikurinn, sem við háð- um, en það var við Fram, og töpuðum við þeim leik 4:0. Fyrsta mótið, sem við tókum þátt í var Reykjavíkurmótið haustið 1951. Stóðum við okk- ur framar öllum vonum og fólk á Grímsstaðaholti og Skerjaferði og skapa því skil- yrði til aukins félagslegs þroska. Það var bjart yfir Gríms- staðaholti og Skerjafirði þeg- ar Knattspyrnufélagið Þrótt- ur var stofnað, og ég vona, að um langan aldur megi sá félagsskapur stuðla að auk- inni félagslegri og líkamlegri vaxtarrækt félaga sinna og færa hinni uppvaxandi kyn- slóð bæði mörg og góð verk- efni að vinna. urðum jafnar Val að stigum. Þetta haust sigldi Ásgeir og tók þá Jón Guðmundsson við og æfði okkur. Reyndist hann góður þjálfari og áhugasam- ur um gengi okkar. Veturinn 1952 tókum við þátt í Islandsmótinu og stóð- um okkur vel miðað við þær aðstæður, sem við höfðum til æfinga, en þær fóru fram í leikfimisal Austurbæjarskól- ans. Þetta mót unnum við með prýði, gerðum 9 mörk en fengum eitt á okkur og færð- um Þrótti þar með fyrsta ís- landsmeistaratitilinn. Um haustið tókum við þátt í Reykjavíkurmótinu og töpuð- um við í úrslitaleik við Ár- mann. Fannst mér oftast nær skemmtilegir leikir sem við lékum við Ármann þó Ár- mannsstúlkurnar væru okkur alltaf erfiðastar viðureignar. Árið 1953 tókum við þátt i íslandsmótinu og Reykjavík- urmótinu og unnum þá bæði mótin. Á íslandsmótið 1954 sendum við í fyrsta sinn tvo flokka, 2. flokk og meistara- flokk, og stóðu báðir flokk- arnir sig vel eftir atvikum. Meistaraflokkur gerði fjögur jafntefli og tapaði einum leik og má það teljast góð frammi- staða. Annar flokkur stóð sig alveg prýðilega og varð jafn Ármanni að stigum en Ár- Fyrstu íslandsmeistarar Þróttar II. flokkur 1952. Efri röð frá vinstri: Ásgeir Benediktsson, þjálfari, Helga Emils, Edda Baldursdóttir, Ólafía Lárusdóttir, Aðalheiður Steingrímsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Elín Guðmundsdóttir, Ragnheiður Matthíasdóttir, Lára Hansdóttir. 30 AfmcelisblaS ÞRÓTTAR

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.