Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Page 40
Haraldur Snorrason.
mig þó úr K.R. en mun hafa
,.týnzt“.
— Hvernig stóð svo á kynnum
þínum við Þrótt?
— Fyrsta veturinn sem Þróttur
starfaði, 1949—1950, voru tveir
kunningjar mínir, Bjarni Bjarna-
son og Gísli Benjamínsson, ný-
gengnir í félagið, og voru alltaf
að fræða mig um þetta merka fé-
lag þegar við sátum að spilum og
voru bjartsýnir á framtíð þess.
Undir vorið vantaði Þrótt þjálf-
ara. Bjarni vék þá að því við mig
hvort ég gæti vísað þeim á nokk-
urn. Ég benti þeim á að reyna
við Skotann Willfam Shirreff,
sem ég vissi að hafði lifandi á-
huga á knattspyrnu og talsverða
reynslu. Halldór Sigurðsson var
viðstaddur og vildi tafarlaust
sækja manninn. Drifu þeir mig
inn í bíl og til Williams, sem tók
þessu með stillingu, lofaði að at-
huga málið. Hann tók svo að sér
32 Aftruelisblað ÞRÓTTAR
1. 2. og 4. flokk og voru allir
ánægðir með starf hans. Hann
gekk strax í félagið og er með
beztu leikmönnum þess.
— Svo hefur Þróttur tekið þig
líka?
-— Já, þeir töldu mig víst í íé-
laginu upp frá því. Nokkru seinna
var haldinn fundur til fjáröfl-
unar, og var ég kosinn í fjáröfl-
unarnefnd að mér fjarverandi og
án þess að ég hefði sótt um inn-
göngu. Við komum að stað happ-
drætti. Það gekk allsæmilega, þó
miðarnir seldust fremur illa, og
hafði Þróttur ekki haft jafn-
miklu fé úr að spila til þess tíma.
Haustið 1950 var ég svo kosinn
í stjórn félagsins.
— Og úr því var engrar misk-
unnar að vænta?
— Nei! Eg var settur í bridge-
nefnd, skemmtinefnd, ferðanefnd
— og held að ekkert embætti hafi
svo verið stofnað síðan að ég hafi
ekki átt þess kost að komast í það-
ef tími hefði leyft!
— Og hvernig hefurðu tíma til
þess alls?
— Eftir vinnu hef ég alltaf
tíma handa Þrótti Konunni hefur
stundum þótt ég óþarflega oft úti
á kvöldin, og það er verst við fé-
lagsstarfsemi hvað hún bitnar á
heimilislífinu. En félagsstarfið í
íþróttahreyfingunni er ekki unn-
ið fyrir gýg, með því er ungling-
unum hjálpað til að hafa eitthvað
hollt að hugsa um.
— Síðast nokkrar samvizku-
spurningar: Hvað finnst þér
Þrótti hafa- tekizt bezt?
— í knattspyrnunni sigurinn
yfir Val í sumar. En ekki mætti
síður nefna félagslífið, hvernig
tekizt hefur með bridge, tafli og
fleiru að auka kynni félagsmanna
og draga að styrktarfélaga. Nú
hafa Valur og K. R einnig tekið
upp bridge. En tilfinnanleg er
vöntun félagsins á samastað. Eins
og einskonar uppbót fyrir félags-
heimili hefur það orðið hefð að
Þróttarfélagar hittast á kvöldin
á Café Höll í Austurstr., eru þar
stundum 5, 10, 20 í einu. Með
þessum hætti hefur einnig auk-
izt kynning félagsmanna og við
samvistirnar þar hefur mörg góð
hugmynd um félagsstarf orðið
til. Ýmsum félögum hefur þótt
þetta óviðkunnanlegt, en þörfin
á stað þar sem félagarnir geta
hitzt er svo brýn, að hana verður
að leysa með einhverju móti.
— Hvað vantar Þrótt mest?
— Félagsheimili, félagsheimili!
Þörfin á því er bezt sýnd með því
sem ég sagði áðan um Höllina —
Og betri starfskrafta í stjórn fé-
lagsins, betra samstarf, meiri
áhuga, einkum þeirra, sem taka
að sér trúnaðarstörf. Það stendur
ekki á drengjunum og þá ekki á
stúlkunum ef forustan er traust
og dugmikil.
— Hver telurðu helztu verk-
efni á næstunni?
— Efling fjárhagsins er brýnt
nauðsynjamál. Og við þurfum að
efla og styrkja alla flokka, efla
stjórnina eins og ég sagði áðan,
koma skriði á félagsheimilismálið
og halda áfram sem horfir um
félagslíf og kynningu félags-
manna. Annars verða verkefnin