Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Side 42

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Side 42
stæður og veðurskilyrði hafa leyft, og hefur það oft verið erfitt og vanþakklátt verk. íþróttabandalag Reykjavíkur hefur séð um ísinn núna tvö undanfarin ár í samráði við Skautafélagið og var þá reynt að fá upp svell á Iþróttavell- inum. Það tókst fyrsta árið og var þar haldið Islandsmót, það sögulegasta sem haldið hefur verið. Því lauk með sigri Kristjáns Árnasonar (KR), annar varð Þorsteinn Steingrímsson (Þrótti), en síðan komu Akureyringar. Þetta mót var kært, til sárra leiðinda og engum til gagns, og spunnust út úr þessu leið- inleg blaðaskrif um það hvort það hefði verið rétt eða rangt að kæra málið, síðan um það hvort það ætti að viðurkenna þau met sem Islandsmet, er sett voru í öðrum löndum. Um slík og þvílík atriði má að sjálfsögðu deila en það eru ekki deilur sem okkur vantar, því þær eyðileggja bæði sam- starfið og íþróttina. En við þurfum að fá reglur sem sniðnar eru eftir alþjóða- skautareglum, en samt mið- aðar við staðhætti hér hjá okkur. Annars má segja að sam- starfið hafi verið gott og öll- um til gagns og gleði og vil ég í því sambandi minnast á ferð okkar Sunnlendinganna norður á Akureyri á íslands- mótið sem haldið var þar vet- u'rinn 1951. Var það mjög ánægjuleg ferð og móttökur allar hinar beztu og Akur- eyringum til hins mesta sóma í öllu, þó svo að þeir ættu við erfiðleika að etja í sambandi við svellið. Bjuggum við þar á heimilum í nokkra daga, eða meðan mótið stóð yfir, og urð- um svo veðurtepptir og vor- um því lengur en til stóð, en ferðin var hin skemmtilegasta í alla staði. Þróttur hefur á að skipa nokkrum skautamönnum og er einn þeirra Þorsteinn Steingrímsson, sem hefur ver- ið annar á þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í, og einu sinni Reykjavíkurmeist- ari. Þróttur hefur átt kepp- endur í öllum skautamótum sem haldin hafa verið nema fyrsta Islandsmótinu og Is- landsmótinu sem haldið var á Akureyri 1 fyrra. Þar keppti enginn Reykvíkingur, var ekki hægt að komast norður í tæka tíð vegna óhagstæðs veðurs. Þróttur er ungt félag, en hefur samt náð góðum á- rangri í þeim greinum sem það hefur lagt stund á. Tel ég það mest að þakka því góða samstarfi og mikla og fjöl- breytta félagslífi sem ríkt hefur í félaginu allt frá byrj- un. Iþróttafélögin eru unga fólkinu mikils virði og ætti ungt fólk að styðja þau sjálfs sín vegna og þeirra sem á eft- ir koma, en hinir fullorðnu vegna æskunnar sem á að erfa landið. Það skiptir að sjálfsögðu ekki svo miklu máli hvað félagið heitir, að- eins að það hefur heilbrigða stefnuskrá og góðan félags- anda. Þá verða félagarnir líka góðir og nýtir, hvar sem er og til hvers sem er. 34 Afmœlisblad ÞRÓTTAR

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.