Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Síða 43

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Síða 43
M A (i N V S V I (i N I 1{ P k T V R S S O N : ltri«lge- og tafldeilil Þróttar Fyrsta veturinn sem félagið starfaði, voru hafðar taflæf- ingar tvisvar í viku í U.M.F.G skálanum, sem félagið hafði á leigu. Forvígismenn að þess- um taflæfingum voru Aðal- steinn Guðmundsson, Eyjólf- ur Jónsson, Jens Tómasson og Magnús Pétursson. Var til- gangurinn sá, að fá félags- menn saman til kynningar og keppni í þessari skemmtilegu og fáguðu íþróttagrein. Einnig var markmið þessara taflkvölda að gera styrktar- félaga að þátttakendum í fé- lagsstarfinu. Síðar meir varð bridge snar þáttur í vetrar- starfseminni. Taflæfingarnar vöktu strax mikinn áhuga meðal eldri og yngri meðlima. Þarna gátu menn komið sam- an, átt skemmtilega kvöld- stund yfir tafli og út frá því spunnust oft skemmtilegar umræður um félagsmál og önnur áhugamál eins og ger- ist þegar ungir og gamlir mætast. Til þess að hafa eitt- hvert markmið á þessum tafl- kvöldum var efnt til skák- keppni á milli félagsmanna v'ir Skerjafirði og Grímsstaða- holti. Fyrsta keppnin fór fram 24. nóv. 1949. Úrslit urðu þau að Skerfirðingar unnu með 5 vinningum gegnl. Grímsstaðaholtsbúar undu ekki vel úrslitunum og skor- uðu á Skerfirðinga aftur til leiks. Sú keppni fór fram 15. des. 1949. Úrslit urðu þau að Grimsstaðaholtsbúar sigruðu óvænt með 5 vinningum gegn 2. Þar sem almennt var álitið að Skerfirðingar væru sterkari skákmenn kom þessi sigur Gh.-búa mjög á óvart. Síðar var ákveðið að halda skákmót meðal félagsmanna og hófst það 12. janúar 1950. Þátttakendur voi’u 14. Efstur og þar með fyrsti skákmeist- ari Þróttar var Grétar Jón- son, fékk hann 13V2 vinn- ing af 14 mögulegum. Er þetta mjög góð frammistaða því þarna voru saman komnir margir góðir skákmenn. Ann- ar varð Aðalsteinn Guð- mundsson með 12 vinninga. Þriðji varð Tómas Tómasson með 10x/2 vinning. Þar sem meðal keppenda voru nokkrir starfsmenn Pósthússins í Reykjavík, var ákveðin keppni milli þeirra annarsveg- ar og Þróttar hinsvegar. Úrslit urðu þau að Þróttur sigraði með 2 vinningum gegn 1. Um haustið 1950 fór fram skákkeppni milli Þrótt- ar og KR. Keppt var í tvö- faldri umferð á 12 borðum. Magnús Vignir Péturssön Úrslit urðu þau að Þróttverj- ar sigruðu með 15 y2 vinning gegn 814. Var þetta mjög mikill sigur fyrir Þrótt, þar sem við stærsta og fjölmenn- asta knattspyrnufélag bæjar- ins var að etja. Sigurvegari í skákmóti Þróttar 1952 varð Árni Jakobsson, aðeins 14 ára gamall, með 10 vinninga af 11 mögulegum. 2. var Að- alsteinn Guðmundsson með 9 vinninga, 3. varð Tómas Tóm- asson með 81/í> vinning. Sigur Árna kom mjög á óvart, þar sem almennt var ekki reiknað með honum svo sterkum, en þrátt fyrir það vann hann verðskuldaðan sigur. Þegar fram í sótti átti bridge-inn meiri og meiiú vin- sældum að fagna hjá flestum, enda fór það svo að taflið varð útundan fyrir bridgein- um. Mestan þátt í vinsældum bridgeins átti Aðalsteinn Afmcelisblad ÞRÓTTAR 35

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.