Morgunblaðið - 15.03.2021, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-369
www.tresmidjan.is
Bílar
Nissan X-Trail Tekna. modelár
2018 – nýja lagið.
Ekinn 117 þús km. 4x4. Diesel.
Leðurklæddur. Glerþak.
Allur fánlegur búnaður. á besta
verðinu á markaðinum
Aðeins kr. 3.990.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Náttúrulækningafélags Reykjavíkur
Aðalfundur NLFR verður haldinn þriðjudaginn
23. mars 2021 kl. 16:00 í sal Ástjarnarkirkju,
Kirkjutorgi 221 Hafnarfirði.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Vegna samkomutakmarkana þarf að skrá sig á
fundinn með tölvupósti á netfangið nlfi@nlfi.is fyrir
kl. 12:00 mánudaginn 22. mars 2021.
Stjórn NLFR
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Kraftur í KR kl.
10.30, rútan fer frá Vesturgötu kl. 10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og
Aflagranda kl. 10. Útskurður kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20, það er grímu-
skylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með eigin
grímu og passa uppá sóttvarnir. Nánari uppl. í s. 411-2702. Velkomin.
Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Leikfimi með
Hönnu kl. 10. Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinnuhópur kl. 12-16.
Enskukennsla kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-
15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að
skrá sig í viðburði eða hópa í síma 411-2600.
Boðinn Myndlist kl. 13-16. Munið grímuskyldu og tveggja metra regl-
una. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8.10-16. Kaffisopinn
er góður kl. 8.10-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Handavinnuhornið kl. 13-14.30.Tálgun með Valdóri fellur niður
í dag. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og
búsetu. Hjá okkur er grímuskylda og vegna fjöldatakmarkanna þarf
að skrá sig fyrirfram. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabæt Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10 og
11. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Zumba í sal í kjallara Vídalíns-
kirkju kl. 16.30 og 17.15. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 14 og 14.40. Litlakot
opið kl. 13–16. Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum.
Gjábakki Kl. 8.30 til 10.30 handavinnustofa opin, bókið komu daginn
áður. Kl. 8.45 til 10.45 postulínsmálun. Kl. 10.50 jóga. Kl. 11.30 til 12.30
matur. Kl. 13.30 til 15.30 handavinnustofa opin fyrir spjall, bókið dag-
inn áður. Kl. 14.30 til kl. 16 kaffi og meðlæti.
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 16. mars verður opið hús fyrir eldri
borgara í Grafarvogskirkju kl. 13-15.30. Í upphafi er söngstund inni í
kirkjunni. Boðið er uppá handavinnu, spil og spjall fyrir þau sem vilja.
Samverunni lýkur með kaffiveitingum. Umsjón Sigrún Eggertsdóttir.
Gullsmári Handavinna kl. 9 og 13, skráning í síma 441 9912. Jóga kl.
9.30 og 17.
Hvassaleiti 56-58 Postulínsdúkkusýning Huldu Jónsdóttur frá kl.
8.30-15.30. Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl.
9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 9.15. Minningahópur kl. 10. Jóga með
Ragnheið Ýr á netinu kl. 11.15. Stólaleikfimi kl. 13.30. Gönguhópur,
lengri ganga kl. 13.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 8.30, gönguhópar kl. 10, gengið
frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Sjúkraleikfimi með
Elsu kl. 11 í Borgum. Prjónað til góðs og frjáls skartgripagerð kl. 13 í
Borgum.Tréútskurður með Gylfa á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag og
línudans með Guðrúnu kl. 14 í Borgum. Grímuskylda og virðum allar
sóttvarnir.
Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilis kl. 9 og 13. Leir á
Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum á
Skólabraut kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11.
Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Á
morgun þriðjudag er pútt í Risinu á Eiðistorgi kl. 10.30. Allir velkomnir
í alla dagskrárliði félagsstarfsins. Virðum sóttvarnir.
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝
Stefán Erlend-
ur Þórarinsson
fæddist á Húsavík
1. ágúst 1926. Hann
lést á Öldr-
unarheimilinu Hlíð
á Akureyri 4. mars
2021.
Hann var sonur
hjónanna Sigríðar
Oddnýjar Ingv-
arsdóttur ljós-
myndara, f. 1889,
d. 1972, og Þórarins Stef-
ánssonar bóksala og hrepp-
stjóra á Húsavík, f. 1878, d.
1965.
Systkini Stefáns voru Ingvar
Kristinn bóksali og kennari, f.
1924, d. 1999. Kona hans er
Björg Friðriksdóttir f. 1926;
Margrét, f. 1928, d. 1941.
Stefán ólst upp á Húsavík en
var flest sumur í sveit í Garði í
Kelduhverfi. Hann fór í Mennta-
skólann á Akureyri og útskrif-
aðist þaðan 1947. Hann vann í
síld á Siglufirði á sumrin,
menntaskólaárin sín. Hann
lærði húsasmíði á Húsavík og
vann allan sinn starfsaldur á
aðist að gefa lífsins stærstu gjöf,
litla stúlku, f. 1961, til bróður
hans Ingvars og Bjargar konu
hans. Sigríður Ingvarsdóttir er
gift Guðmundi A. Jónssyni.
Börn þeirra eru Björg, Ingvar
Kristinn og Guðni Páll.
Stefán varð snemma söng-
elskur og söng í kirkjukór
Húsavikur í fjöldamörg ár.
Einnig söng hann í kór aldraðra
á Húsavík. Eftir að þau hjón
fluttu til Akureyrar söng hann í
kór aldraðra þar meðan heilsan
leyfði. Árið 1963 stofnaði Stefán
með Ingvari bróður sínum og
tveimur vinum þeirra, þeim
Stefáni Sörenssyni og Eysteini
Sigurjónssyni, Tónakvartettinn
frá Húsavík. Undirleikari þeirra
var eiginkona Ingvars, Björg
Friðriksdóttir. Kvartettinn söng
víða um land við góðar und-
irtektir. Tónakvartettinn gaf út
þrjár hljómplötur.
Stefán gegndi mörgum trún-
aðarstörfum á starfsferli sínum,
svo sem í kirkjukór Húsavíkur,
lífeyrissjóðnum Björg, bygging-
arnefnd Húsavíkur og Bruna-
bótafélagi Íslands.
Stefán verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju í dag, 15.
mars 2021, klukkan 13.
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/29uwa828
Hlekk á streymi má finna á
www.mbl.is/andlat/
Trésmiðjunni Fjal-
ari.
Stefán kvæntist
22. mars 1952 Að-
alheiði Gunn-
arsdóttur frá Ísa-
firði, f. 25. ágúst
1927. Þau bjuggu á
Húsavík til ársins
2001 er þau fluttu
til Akureyrar. Börn
þeirra eru: Mar-
grét, f. 1952. Maki
Þorgeir Guðmundsson, f. 1944.
Dætur þeirra eru Hilda Björg,
Aðalheiður Sara og Gróa Ólöf.
Þórarinn, f. 1953. Börn hans eru
Borgar, Stefán Heiðar og Ásdís
Guðný. Ingibjörg María, f. 1955.
Dóttir hennar er Sóley Anna.
Sigríður Oddný, f. 1957. Maki
Ragnar Sigurjónsson, f. 1952.
Dóttir þeirra er Ásthildur. Halla
f. 1959. Börn hennar eru Stefán,
Friðfinnur, Margeir (látinn) og
Antonía. Guðmundur Jón, f.
1963. Maki Hulda Sigríður
Jeppesen, f. 1958, sonur hans
Daði Már. Barnabarnabörnin
verða orðin 31 í apríl nk.
Stefáni og Aðalheiði auðn-
Elsku afi Stebbi, í dag kveð
ég þig með miklum kærleik og
söknuði.
Ég á þér ásamt ömmu Heiðu
svo margt að þakka fyrir að
vera partur af mínu lífi. Ég var
mikið hjá ykkur sem barn og
þykir mjög vænt um þann tíma.
Þú varst mesti náttúruunn-
andi sem ég hef kynnst. Þú
þekktir umhverfið í Norður-
Þingeyjarsýslu eins og lófan
þinn. Þú varst duglegur að fara
með okkur barnabörnum í bíl-
túr út um allar trissur og fórst
með okkur í göngur til að sýna
okkur merkilega staði úti í nátt-
úrunni. Aldrei gleymdist að
bjóða okkur bílanammi sem
geymt var í áldollu í hanska-
hólfinu. Við vissum alveg hvað
var í vændum þegar við heyrð-
um hringla í dollunni. Suðu-
súkkulaði og piparmyntubrjóst-
sykur.
Á hverju ári fórstu í berjamó
og komst heim með fullar fötur
af aðalbláberjum og krækiberk-
um. Þá var berjaveisla. Hrært
skyr með rjóma og ferskum
berjum og bláber með sykri og
rjóma. Þú vissir alltaf hvar
bestu berjasvæðin voru. Í bíl-
túrum stoppaðir þú oftar en
einu sinni út við vegkant því þú
sást í berjalyng. Mamma hefur
erft þessi berjagen frá þér, því
hún sækist líka í berin og finn-
ur bestu svæðin.
Þú kenndir mér að lesa í
landslagið, njóta og bera virð-
ingu fyrir náttúrunni. Þú kynnt-
ir mig fyrir óvenjulegum sam-
setningum á mat sem ég borða
enn í dag, eins og ristað brauð
með hnetusmjöri og hunangi og
brauð með kæfu og relish.
Þú varst besti afinn sem barn
gat óskað sér og er ég mjög
þakklát fyrir að Aron sonur
minn fékk að kynnast þér.
Ég mun ávallt minnast þín
sem góðs og hlýs manns, sí-
brosandi og stutt í hláturinn og
að blístra og syngja gömul lög
sem þú söngst með Tónakvar-
tettinum frá Húsavík.
Elsku afi minn, ég veit að þú
ert kominn á góðan stað með
þínu fólki og líður vel, og ég er
viss um að staðurinn sé þakinn
berjalyngi.
Þín
Hilda Björg.
Elsku afi Stebbi. Ég kveð þig
með sorg, en á sama tíma með
kærleik í hjartanu.
Þegar ég hugsa til þín sé ég
þig fyrir mér með hlýlega bros-
ið þitt, góðlátlegu og ljúfu rödd-
ina þína og stríðnislega glottið í
augunum. Þú vissir svo margt
og varst alltaf að fræða okkur
um landið, sagðir skemmtilegar
sögur og varst oftar en ekki að
raula eitthvert lagið, enda mik-
ill söngvari.
Ég minnist ótal ferðalaga til
Húsavíkur. Það var alltaf gam-
an að koma norður sem barn í
heimsókn til ykkar ömmu
Heiðu. Það var líka svo margt
spennandi að skoða. Ég man
eftir skattholinu og gamla
takkasjónvarpinu í kjallaranum,
geymslunni sem var full af alls
konar hlutum og við fórum
sjaldan þaðan nema með ís úr
frystikistunni. Saumaherbergið
hennar ömmu var einnig mikið
skoðað eins og búrið sem var
alltaf fullt af góðgætum.
Þær voru margar sundferð-
irnar, göngutúrarnir, sunnu-
dagsmessur í Húsavíkurkirkju
og bíltúrar sem enduðu oft í
berjamó eða við læk sem við
systur gátum leikið okkur í. Ég
man eftir einum bíltúr, líklega
vorum við á leiðinni í berjamó.
Á veginum voru margar brekk-
ur og hvert skipti sem við
keyrðum niður brekku hélstu
kúplingunni inni, tókst úr gír og
lést bílinn renna niður. Það var
til að spara bensínið sagðirðu
mér þegar ég spurði af hverju.
Ég veit ekki hvort það virkar,
en ég geri þetta stundum sjálf
og hugsa þá alltaf til þín.
Þú blandaðir oft ýmsum mat
saman og það var alltaf spenn-
andi að sitja við eldhúsborðið
og sjá hvað þér myndi detta í
hug að blanda saman næst.
Hnetusmjör og hunang er í
uppáhaldi hjá mér og ekki má
gleyma bílanamminu í hanska-
hólfinu. Suðusúkkulaði og pip-
armyntu brjóstsykur, enn ein
snilldar blandan. Besta skyrið
verður líka alltaf afaskyr með
rjóma og glænýjum bláberjum.
Ég hélt til Danmerkur í nám
árið 2004, eignaðist fjölskyldu
og settist þar að. Ferðunum
norður fækkaði eftir það, síðast
var það í apríl 2015. Það var
síðasta skiptið sem ég sá þig.
Mér þykir svo vænt um þessa
ferð og ég er þakklát fyrir að
Embla hafi náð að kynnast þér,
langafa sínum. Ég á mynd þar
sem þið sitjið í sófanum og eruð
í stórsamræðum. Embla var að
verða 4 ára. Hún skildi íslensku
nokkuð vel en talaði hana ekki
mikið, svo hún svaraði á
dönsku. Það gerði þó ekkert til
og áfram hélduð þið að tala. Þú
strýkur henni góðlátlega um
höndina og gefur henni alla
þína athygli. Þessi minning er
mér mjög kær. Unnur og Iðunn
voru ekki fæddar, en munu
minnast þín gegnum sögurnar
sem við eigum af þér.
Elsku afi. Takk fyrir að hafa
verið afinn minn. Ég mun alltaf
minnast þín með hlýju, vænt-
umþykju og þakklæti. Ég veit
þér líður vel á þessum nýja stað
og ég er viss um að þar er
sundlaug, gönguskíðasvæði og
bláberjalyng eins langt og aug-
að eygir.
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið: Gleymdu ei mér.
Væri ég fleygur fugl
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
(Þýsk þjóðvísa)
Hvíl í friði elsku afi
Þín
Aðalheiður (Heiða) Sara.
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið: Gleymdu ei mér.
Væri ég fleygur fugl
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
(Þýsk þjóðvísa)
Þetta lag söng Tónakvartett-
inn frá Húsavík og Stebbi
frændi söng laglínuna silki-
mjúkri rödd 2. tenórs. Í mínum
huga er þetta lagið hans.
Þeir voru tveir bræðurnir,
Ingvar og Stefán. Yngst var
systir þeirra Margrét sem lést
aðeins tólf ára gömul og varð
þeim bræðrum mikill harmur.
Vera má að sú sorg hafi gert
það að verkum að samband
þeirra var alla tíð mjög náið og
einkenndist af hlýju og vænt-
umþykju. Þeir voru ólíkir að því
leyti að pabbi var sá þægari og
það sem hann var beðinn um
gerði hann strax. Stebbi var
hins vegar uppátækjasamur
fjörkálfur og eitt sinn greip
amma hann rétt áður en hann
renndi sér á tunnustöfum niður
snarbrattan stigann í Þórarins-
húsi.
Stebbi giftist Heiðu sem kom
vestan frá Ísafirði til Húsavík-
ur. Þar settust þau að.
Mamma og pabbi voru frum-
byggjar í Höfðabrekkunni á
Húsavík. Fljótt bættust fleiri
hús við götuna og húsin fylltust
af börnum. Á meðan Stebbi og
Heiða byggðu sitt hús ofar í
götunni bjuggu þau á neðri
hæðinni í húsi foreldra minna
ásamt fimm börnum sínum
þeim Möggu, Þórarni, Ingu
Mæju, Oddnýju og Höllu.
Skömmu eftir að ég fæddist
fluttu þau í sitt nýja hús og þá
bættist þeim Muggi við.
Stebbi var meira en föður-
bróðir minn og frændi. Mér
fannst hann langbestur og
skemmtilegastur. Hann var oft-
ar en ekki umkringdur krakka-
skara sem hændist að honum.
Hann fór oft með okkur í leið-
angra, t.d. fjöruferð, út á Leiti
og kenndi okkur að tína kríuegg
eða við fórum út að vita þar
sem hann þóttist finna súkku-
laðipakka þar falinn.
Stebbi var smiður og smíða-
lyktin sem fylgdi honum fannst
mér besta lykt í heimi. Stebbi
var glaðlyndur að eðlisfari og
gat verið stríðinn á sinn góðlega
hátt. Pabbi tók við rekstri föður
þeirra, Bókaverslunar Þórarins
Stefánssonar.
Stebbi sá þó um reksturinn i
eitt ár fyrir bróður sinn og
stuttu áður en pabbi kom til
baka setti Stebbi auglýsingu í
búðargluggann sem hljóðaði
svo: „Húsvíkingar, komið og
gerið góð kaup i dag! Ingvar
kemur heim á morgun.“
Ungur stundaði Stebbi skíði
og keppti m.a. fyrir Mennta-
skólann á Akureyri á námsárum
sínum.
Skíðaganga var ástríða
Stebba sem hann stundaði langt
fram á efri ár. Ég var svo lán-
söm þegar ég var unglingur að
ganga á skíðum með Stebba. Í
minningunni voru bara eldri
menn á Húsavík sem stunduðu
gönguskíði. Við fórum upp að
Botnsvatni og ef vel viðraði fór-
um við í kringum fjallið.
Líkamlega var Stebbi vel á
sig kominn, þökk sé gönguskíð-
unum og sundinu.
Heiða og Stebbi fluttu til Ak-
ureyrar áttu þar góð efri ár.
Þar var gott að koma við. Þar
kom að Stebbi fluttist inn á
Hlíð en gekk heim til Heiðu
sinnar flesta daga meðan kraft-
ar leyfðu. Hjá henni vildi hann
vera.
Nú er hann Stebbi orðinn
fleygur fugl og floginn í Sum-
arlandið og þar mun söngurinn
óma. Ég þakka honum sam-
fylgdina og elskuna alla. Megi
Guð blessa minningu hans.
Elsku Heiða mín og fjöl-
skylda, við Gummi sendum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Sigríður Ingvarsdóttir.
Stefán E.
Þórarinsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Minningargreinar