Morgunblaðið - 15.03.2021, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MARS 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
sýnd með íslensKu og ensKu talı
FRÁBÆR MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI.
FRANCESMcDORMAND
MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO
PEOPLE’S CHOICE AWARD
TORONTO FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
GOLDEN LION BEST FILM
VENICE FILM FESTIVAL
SEARCHLIGHT PICTURES PRESENTS A HIGHWAYMAN HEAR/SAY COR CORDIUM PRODUCTION "NOMADLAND" DAVID STRATHAIRN LINDA MAY SWANKIEFRANCES MCDORMAND TAYLOR AVA SHUNG EMILY JADE FOLEY GEOFF LINVILLECO-PRODUCERS
JOSHUA JAMES RICHARDSDIRECTOR OFPHOTOGRAPHY FRANCES MCDORMAND PETER SPEARS MOLLYE ASHER DAN JANVEY CHLOÉ ZHAOPRODUCEDBY JESSICA BRUDERBASED ON THEBOOK BY CHLOÉ ZHAOWRITTEN FOR THE SCREEN,DIRECTED, AND EDITED BY
SIGURVERARI
EVENING STANDARDTHE GUARDIAN
TOTAL FILM
THE DAILY TELEGRAPH
TIME OUTEMPIRE
7 TILNEFNINGAR TIL BAFTA VERÐLAUNA
M.A. BESTA MYND ÁRSINS
94%
95%
72%
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Leikarinn Sindri Svan Ólafsson fer
með eitt af aðalhlutverkum vísinda-
skáldskaparmyndarinnar Them eða
Þeir sem hlaut á dögunum verðlaun á
Montreal Independent Film Festival
í flokki „sci-fi“-mynda en verðlaunin
eru veitt mánaðarlega á vefnum.
Myndin er frá árinu 2018 og er
önnur kvikmynd fyrirtækisins Trac-
torni Productions í fullri lengd. Segir
í henni af dystópísku samfélagi þar
sem ofurmannlegur hópur, Them,
heldur mannkyninu í draum-
kenndum heimi, eins og Sindri lýsir
því sjálfur. Innan þessa hóps verður
sundrung þar sem hinir ofurmann-
legu eru ekki sammála um hvort rétt
sé að halda mannkyninu sem heila-
lausum sauðum eða sleppa því lausu.
Sindri leikur Daniel nokkurn sem
er vakinn af einum þeirra sem hafa
efasemdir og þarf hann að ákveða
hvorum megin hann á að standa.
Myndinni leikstýrir spænskur
leikstjóri, Ignacio Maiso, og var hún
tekin árið 2018.
Frá London til Akureyrar
Sindri lærði leiklist og leikstjórn í
The Academy of the Science of Act-
ing and Directing, sem núna heitir
Kogan Academy of Dramatic Arts, í
London og flutti aftur til Íslands í
vetur eftir margra ára dvöl í stór-
borginni. Hefur hann leikið í fjölda
verka á sviði, í stuttmyndum, kvik-
myndum í fullri lengd, sjónvarps-
þáttum og auglýsingum. Nú býr
hann á Akureyri.
Sindri segist hafa snarað milli-
nafninu yfir á ensku þegar hann bjó
erlendis og starfaði sem leikari en
líka ljósmyndari. „Ég er einn af þeim
sem gera margt í einu,“ segir Sindri
sposkur. Um Them segir hann að
myndin hafi verið kláruð í fyrra og
flakki milli kvikmyndahátíða á þessu
ári. Covid-19 hafi líka sett strik í
reikninginn og tafið fyrir útgáfu
myndarinnar.
Þegar hann er spurður hvernig
hann hafi landað hlutverki í mynd-
inni segist Sindri hafa farið í leik-
prufu og spænska leikstjóranum hafi
litist vel á hann.
Um hlutverk Daniels segir Sindri
að sá sé hluti af teyminu, Them, taki
þátt í því að halda fólki föngnu en
vilji svo ekki lengur tilheyra þeim
hópi og frekar verða hluti af hjörð-
inni.
Dystópía Úr Them sem er vísindaskáldskaparmynd um ofurmannlegan hóp sem kallast Them eða Þeir.
Leikari Sindri Svan Ólafsson.
Einn af þeim
- Sindri Svan fer með hlutverk í verðlaunamyndinni Them
- Ofurmannlegur hópur heldur mannkyni í draumheimi
Ekki hafa margir þekkt nafn mynd-
listamannsins sem kallar sig Beeple
og hefur í mörg ár unnið að því að
skapa sína staf-
rænu myndheima.
Hann heitir í raun
Mike Winkel-
mann og komst
svo sannarlega í
fréttir fyrir helgi
þegar stafræn
JPG-myndaskrá
með gríðarstóru
samsettu verki
hans, „Everydays
— The First 5000
Days“, var selt fyrir sannkallað metfé
á uppboði. Verkið var slegið hæst-
bjóðanda fyrir 69 milljónir dala, rúm-
lega 8,8 milljarða króna, og hefur að-
eins verið greitt hærra verð á
uppboði fyrir verk tveggja lifandi
myndlistarmanna, stórstjarnanna
Jeffs Koons og Davids Hockney. Þá
vekur athygli að uppboðshúsið féllst á
að fá greitt fyrir verkið í rafmynt .
Í verkinu „Everydays — The First
5000 Days“ er steypt saman öllum
þeim ævintýralegu myndum sem
Beeple hefur skapað á hverjum ein-
asta degi, eina á dag, og póstað dag-
lega frá árinu 2007. Og á þeim vett-
vangi á hann sér marga aðdáendur
því meira en ein milljón manna fylgist
með myndum hans á Instagram-
samfélagsmiðlinum.
Forsenda þess að svo hátt verð
fékkst fyrir verk Beeple er að með
nýrri rafrænni vottun er einstakt
eignarhald á rafrænni skránni stað-
fest og hægt að selja hana eins og
hvert annað áþreifanlegt listaverk
stórmeistara listasögunnar. Kallast
vottunin NFT-staðfesting – non-
fungible token upp á ensku.
efi@mbl.is
AFP
Myndasúpa Í verkinu sem selt var hæstbjóðanda fyrir 69 milljónir dala eru
5.000 teikningar sem Beeple gerði og póstaði á jafn mörgum dögum.
JPG-myndaskrá
fyrir 8,8 milljarða
- Gerði 5.000 myndir á 5.000 dögum
Beeple – Scott
Winkelmann