Morgunblaðið - 15.03.2021, Page 32

Morgunblaðið - 15.03.2021, Page 32
Edda Erlendsdóttir píanóleikari heldur einleikstónleika í Norðurljósum Hörpu miðvikudaginn 17. mars kl. 19.30. Edda gaf nýverið út geisladisk þar sem hún leikur þrjár sónötur eftir Schubert frá árinu 1817. Hún mun leika verk af geisladiskinum ásamt verkum eftir C.P.E. Bach, Messiaen, Dutilleux og Grieg. Edda fagnar um þessar mundir 40 ára tónleikaafmæli, en hún hélt sína fyrstu einleikstónleika á Kjarvalsstöðum í janúar 1981. Hún hefur á löngum ferli haldið fjölda tónleika og gefið út geisladiska sem hlotið hafa viðurkenningu. Útgáfu- og afmælistónleikar MÁNUDAGUR 15. MARS 74. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Langhlauparinn Baldvin Þór Magnússon bætti Íslands- metið í 3.000 metra hlaupi í annað sinn á þessu ári á laugardaginn þegar hann náði sjöunda sæti í greininni á bandaríska háskólameistaramótinu í frjálsíþróttum. Baldvin tók metið af Hlyni Andréssyni í síðasta mánuði en segist eiga honum allt að þakka. »27 Tók Íslandsmetið af Hlyni en á honum allt að þakka ÍÞRÓTTIR MENNING Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Við fundum að til staðar var þörf fyrir námsefni af þessu tagi. Leik- skólar hafa kallað eftir efni og leið- sögn varðandi kennslu tvítyngdra barna og þær rannsóknir sem gerð- ar hafa verið á stöðu þessara barna á Íslandi benda til þess að betur megi gera í því að styðja við íslenskunám þeirra. Það er lítið til af efni sem samið hefur verið sérstaklega með þarfir þessa hóps í huga og við vild- um bæta þar úr,“ segja þær Rann- veig Oddsdóttir, lektor við kennara- deild Háskólans á Akureyri, og Íris Hrönn Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar við Há- skólann á Akureyri. Þær sömdu og gáfu út námsefni fyrir börn af er- lendum uppruna sem eru að læra ís- lensku sem annað mál og nefnist það Orðaleikur. Námsefnið er öllum opið án end- urgjalds og segja þær Íris og Rann- veig að því sé ekki vitað nákvæmlega hversu margir leikskólar nýti sér það. „Við höfum fengið mjög góð við- brögð og vitum af mörgum skólum sem hafa notað efnið á einn eða ann- an hátt,“ segja þær. Síðastliðið skólaár unnu þær einnig að þróunar- verkefni með þremur leikskólum og upp úr þeirri vinnu varð að þeirra sögn til ágætt hugmyndasafn um það hvernig nota má efnið í leik- skólastarfinu. „Við vitum að ein- hverjir skólar hafa fylgst með fram- förum nemenda í tengslum við vinnu með efnið og séð ágætan árangur af orðaforðakennslunni,“ segja Rann- veig og Íris. Grunnorðaforði íslensku kenndur á fjölbreyttan hátt Orðaleikur nýtist á fjölbreyttan hátt í leikskólastarfi og einnig fyrir þá sem vilja læra einfaldar aðferðir til að efla orðanám barna. Náms- efnið miðast að því að kenna grunn- orðaforða íslenskunnar á fjöl- breyttan hátt og mynda þannig krækjur til að kenna flóknari orð. Námsefnið var unnið í samstarfi við leikskólann Iðavöll á Akureyri en tveir aðrir leikskólar, Krílakot á Dalvík og Árbær í Árborg, prófuðu einnig að vinna með efnið með börn- unum. Inga María Brynjarsdóttir myndlistarmaður teiknaði myndir sem fylgja með námsefninu. Íris og Rannveig nefna að orða- forði tvítyngdra barna dreifist á tvö tungumál og verði orðaforði þeirra á hvoru tungumáli fyrir sig fyrir vikið að öllu jöfnu minni en orðaforði ein- tyngdra barna. Samanlagður orða- forði þeirra á báðum tungumálum sé hins vegar í flestum tilvikum stærri en orðaforði þeirra sem tala eitt tungumál. Í nýlegri íslenskri rann- sókn á orðaforða 4-6 ára barna sem búið hafa alla tíð á Íslandi en eiga pólska foreldra kom í ljós að orða- forðinn var svipaður og orðaforði eintyngdra pólskra barna. Íslenski orðaforðinn var hins vegar mun minni en hjá eintyngdum íslenskum börnum. Sterk staða í pólsku en slök í íslensku er ekki óeðlileg í ljósi þess að þar til leikskólagangan hófst voru þau fyrst og fremst í pólsku mál- umhverfi. „Ef vel er staðið að ís- lenskukennslu þeirra hafa þau alla burði til að ná með tímanum góðum tökum á íslensku og þar gegnir leik- skólinn og síðar grunnskólinn lykil- hlutverki,“ segja þær. Í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á íslenskum orðaforða tví- tyngdra barna hér á landi sjást vís- bendingar um að betur þurfi að standa að íslenskukennslu barnanna. Framfarir í íslensku virð- ast fremur hægar og heldur dregur í sundur með þeim og íslensku börn- unum þegar ofar dregur. Þær Rannveig og Íris benda á að fjöldi innflytjenda hafi verið fremur lítill þar til fyrir fáeinum árum og því séu kennarar enn að fóta sig í nýjum veruleika og leita leiða til að mæta þessum nemendahópi. Þær segja kennara alla af vilja gerða til að sinna kennslu þessa hóps sem best en oft skorti þekkingu og stuðn- ing til að veita þá kennslu sem hann þarf á að halda. Morgunblaðið/Margrét Þóra Orðaleikur Íris (t.v.) og Rannveig (t.h.). Þær sömdu og gáfu út námsefni fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál. Orðaleikur til að efla íslenskunám - Hafa fengið mjög góð viðbrögð - Þörf fyrir hendi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.