Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021
Millimál í fernu
VÍTAMÍN
&STEINEFNI
PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA
ÁN ÁN
Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd
næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íbúðum í byggingu fækkar um ríf-
lega 1.100 milli ára. Þá er útlit fyrir
að ríflega 400 færri íbúðir verði full-
búnar eftir ár en áður var áætlað.
Þetta má lesa úr íbúðatalningu
Samtaka iðnaðarins.
Heildarfjöldi íbúða í byggingu í
marsmánuði 2018-2021 er sýndur á
grafinu hér til hliðar. Eins og sjá má
eru nú ríflega 2.000 færri íbúðir í
byggingu en í mars 2019. Talningin
fer fram á höfuðborgarsvæðinu, í ná-
grenni þess og á Norðurlandi.
Hægra megin á grafinu má svo sjá
spá SI um fullbúnar íbúðir á næsta
ári. Gangi spáin eftir verða 1.790
íbúðir fullbúnar á landinu öllu á
næsta ári. Þar af 1.484 á höfuðborg-
arsvæðinu og 306 í nágrenni þess. Til
samanburðar var því spáð í mars í
fyrra að ríflega 2.200 íbúðir yrðu
fullbúnar í mars á næsta ári. Ing-
ólfur Bender, aðalhagfræðingur
Samtaka iðnaðarins, segir íbúðum í
byggingu fækka á öllum byggingar-
stigum milli talninga. Þá hafi lager-
inn af fullbúnum íbúðum nær selst
upp undanfarið en eins og Morgun-
blaðið hefur rakið hefur spurn eftir
fullbúnum íbúðum verið vaxandi.
„Við höfum ekki séð færri íbúðir í
byggingu í fjögur ár hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Þetta er mesta
fækkun íbúða í byggingu milli ára
frá upphafi mælinga hjá okkur sem
var 2010,“ segir Ingólfur.
Það sé áhyggjuefni að ekki skuli
vera fleiri íbúðir á fyrstu bygging-
arstigum. Það kalli á lítið framboð á
fullbúnum íbúðum litið fram í tímann
og ójafnvægi á markaðnum.
Skilar sér í verðhækkunum
„Skortur á fullbúnum íbúðum skil-
ar sér þá í áframhaldandi hækkun
húsnæðisverðs. Það sem stýrir þessu
öðru fremur er lóðaframboðið og því
er stýrt af sveitarfélögum,“ segir
Ingólfur. Takmarkað framboð sé því
afleiðing þeirrar stefnu að þétta
byggð á kostnað þess að brjóta nýtt
land undir byggð. „Það eru skýr
skilaboð frá okkar félagsmönnum að
lóðirnar eru flöskuhálsinn og það
sem hefur komið í veg fyrir upp-
byggingu hagkvæmra íbúða,“ segir
Ingólfur. Með lágum vöxtum, kaup-
máttaraukningu, mikilli eftirspurn
og fólksfjölgun viðhaldi minna fram-
boð að óbreyttu verðhækkunum.
Íbúðum í byggingu fækkar milli ára
- Aðalhagfræðingur SI segir þróunina afleiðingu þeirrar stefnu að þétta byggð á kostnað nýrra hverfa
- Fyrirséð ójafnvægi á fasteignamarkaði muni að óbreyttu þrýsta upp húsnæðiverðinu á næstunni
Íbúðir íbygginguáhöfuðborgarsvæðinu,í nágrenniþessogáNorðurlandi
Heildarfjöldi íbúða í byggingu skv. talningu Samtaka iðnaðarins Spá SI um fullbúnar íbúðir árið 2022
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
Heimild: Samtök iðnaðarins
Mars 2018 Mars 2019 Mars 2020 Mars 2021 Spá SI í mars 2020 Spá SI í mars 2021
5.335
6.474
5.741
4.610 2.216
1.790
Enn liggur ekki fyrir hve langa við-
veru súrálsskipið Taurus Confidence
mun hafa í Mjóeyrarhöfn á Reyðar-
firði, en 10 af 19 í áhöfn þess eru
veikir af Covid-19. Aðgerðastjórn og
umdæmislæknir sóttvarna hafa í
samvinnu við umboðsmann útgerð-
arinnar og skipstjórann gefið leið-
beiningar um hvernig sóttvörnum
skuli háttað. Ástandið um borð er
sagt stöðugt, fleiri hafa ekki veikst
og greindir eru rólfærir. Eftirlit er
samkvæmt fyrirliggjandi vinnu-
reglum frá Covid-deildum Landspít-
ala og Heilbrigðisstofnunar Austur-
lands. Sýnataka og annað tengt
þessu hefur gengið vel og aðgerða-
stjórn telur ekki hættu á að smitið
dreifi sér, skv. upplýsingum frá lög-
reglunni á Austurlandi.
„Áhöfnin verður um borð í skipinu
uns heilbrigðisyfirvöld telja skip-
verja orðna ferðafæra og geta haldið
til hafs á ný,“ segir Garðar Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Nesskipa.
Fyrirtækið sér um þjónustu hér á
landið við skipið, sem kom til Reyð-
arfjarðar. Skipið lagði í haf frá Sao
Luis í Brasilíu 15. mars og var siglt
beint hingað til lands, án viðkomu í
nokkurri höfn. Ætla verður því að
sjómennirnir sýktu séu allir með
brasilíska afbrigðið af kórónuveir-
unni. Enn liggur ekki fyrir hvert
skipið fari eftir losun á Reyðarfirði.
„Umboðsþjónusta við erlend skip
getur verið margþætt,“ segir Garð-
ar. „Í fyrsta lagi eru þetta samskipti
við til dæmis útgerð og leigutaka
skips, farmeiganda, hafnaryfirvöld á
hverjum stað, Landhelgisgæsluna
og tollinn ásamt skjalagerð ýmiss
konar. Einnig þarf að útvega kost,
olíu, vatn og slíkt. Stundum þurfa
skipverjar líka persónulega þjónustu
og núna vegna Covid-19 hafa sam-
skipti við heilbrigðisyfirvöld bæst
við okkar þátt. Eins og staðan er
núna er ástand skipverja stöðugt og
hefur ekki versnað milli daga. Því
verður vonandi ekki svo langt í að
Taurus Confidence leggi aftur í haf,“
segir Garðar. sbs@mbl.is
Áhöfnin rólfær
- Súrálsskipið kom beint frá Brasilíu
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Reyðarfjörður Taurus Confidence
er í álvershöfninni við Mjóeyri.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Mikil leynd hefur hvílt yfir upp-
tökum á stórri tískusýningu franska
tískurisans Yves Saint Laurent sem
fram fór hér á landi í vikunni. Um
250 manns komu að tökunum, bæði
Íslendingar og fólk sem kom hingað
til lands á vegum tískuhússins.
Erfitt hefur reynst fyrir stóru
tískuhúsin úti í heimi að kynna nýjar
tískulínar sínar á tímum kórónuveir-
unnar. Hefðbundnar tískusýningar
ganga illa upp og af þeim sökum hef-
ur þurft að finna nýjar leiðir. Ein
þeirra virðist vera að færa tískupall-
ana út í íslenska náttúru eins og
Yves Saint Laurent gerði. Yves
Saint Laurent er eitt stærsta tísku-
merki í heimi og framleiðir bæði
fatnað og fylgihluti og húð- og
snyrtivörur.
Um eitt hundrað manns komu
hingað til lands á vegum tískuhúss-
ins og dvöldu hér í tvær vikur. Um
var að ræða fyrirsætur, yfirmenn
tískuhússins, tökulið, förðunarfræð-
inga, fólk sem sá um búninga og svo
mætti áfram telja. Þau nutu liðsinnis
um 150 Íslendinga þegar mest lét.
Heimildum blaðsins ber ekki saman
um fjölda tökudaga, þeir voru sagðir
vera allt frá þremur og upp í sex tals-
ins.
Erlendu gestirnir fóru í sóttkví við
komuna hingað og var þeim svo
dreift á fjölmörg hótel úti á landi.
Tökur fóru meðal annars fram í Her-
dísarvík, við Skógafoss, í Reyn-
isfjöru og við Hjörleifshöfða. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins þurfti
að breyta áformum um tökur á
Reykjanesi þegar fréttir bárust af
yfirvofandi eldgosi þar.
Umhverfisstofnun veitti kvik-
myndafyrirtækinu Pegasus leyfi til
kvikmyndataka og aksturs utan vega
á nokkrum stöðum vegna þessa
verkefnis. Í leyfisbréfi frá stofn-
uninni kemur fram að tökur fóru
fram í Eldhrauni í Herdísarvík. Þar
voru mottur lagðar yfir mosa til að
hlífa honum. Ráðgert var að mynda á
tveimur stöðum við Kleifarvatn og
setja upp leikmyndir í fjöruborðinu.
Við Skógafoss var ráðgert að tökur
færu fram á áreyrum framan við
fossinn. Áætlað var að færa til grjót.
Til að framleiða rafmagn fyrir tækja-
búnað óskaði kvikmyndafyrirtækið
eftir leyfi til að fá að keyra sjö tonna
trukk með rafstöð inn á áreyrarnar
sem yrði staðsettur þar meðan tökur
færu fram. Þeirri ósk var hafnað.
Þess í stað var ákveðið að keyra með
tvær 100 kg rafstöðvar á sexhjólum
inn á áreyrarnar.
Leyfi var veitt fyrir drónamynda-
tökum og við Herdísarvík, Kleifar-
vatn og Skógafoss fóru einnig fram
ljósmyndatökur.
Risastór tískusýning
tekin upp í Reynisfjöru
- 250 manna tökur hér á landi fyrir Yves Saint Laurent
Morgunblaðið/Ómar
Reynisfjara Um 250 manns voru í tökuliði á vegum franska tískurisans Yves Saint Laurent, innlendir sem erlendir.