Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Þetta var frétt mbl.is af frétta-fundi ráðherra í gær: - - - Tekin hefurverið ákvörðun um að hefja bólusetn- ingar með bólu- efni AstraZeneca á nýjan leik. - - - Þetta komfram í máli Svandísar Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórn- arinnar í Hörpu. - - - Ráðgjafahópur Evrópusam-bandsins í málefnum bólusetn- inga mun gefa það út á næstu dög- um að mælt verði með notkun bóluefnisins. - - - Hér á landi verða þeir sem eru70 ára og eldri bólusettir með efninu. - - - Það hefur það í för með sér aðþeir bóluefnaskammtar sem eru til og eru væntanlegir á næstu tveimur vikum samkvæmt afhend- ingaráætlunum munu duga fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og þá sem eru 70 ára og eldri. - - - Svandís sagði það vera gleðifrétt-irnar á þessum „sérkennilega“ fundi“. - - - En þetta var varla hálf fréttin.Algjörlega vantaði afsökun til almennings. Þögnin þar hrópaði á hana. Jafnvel í þéttustu þoku á fjöll- um forðast álfarnir slagtog við tröllin. Í Evrópu settu sömu „vís- indalegu“ dylgjur beyg í almenn- ing. Líka hér. Engar skýringar eða afsökun fyrir tjónið komu fram á þessum „sérkennilega fundi“. Sérkennilegur fundur STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú þegar páskafrí alþingismanna er að ganga í garð hefur Birgir Þór- arinsson Miðflokki enn forystuna í keppninni um ræðukóng Alþingis. Fats á hæla honum kemur Guð- mundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins og í þriðja sæti er Björn Leví Gunnarsson Pírati. Þegar staðan var tekin fyrir þing- fundinn í gær hafði Birgir flutt 304 ræður og athugasemdir. Hann hafði talað í samtals 1.053 mínútur, eða rúmar 17 klukkustundir. Guðmund- ur Ingi hafði flutt 277 ræður/athuga- semdir, samtals 936 mínútur, og Björn Leví 271 í samtals 902 mín- útur. Sá ráðherra sem mest hefur talað er Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra, eða í 763 mínútur. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis fyrir 151. löggjafarþingið verður síð- asti þingfundur fyrir páskahlé á morgun, föstudag. Þing kemur sam- an að nýju mánudaginn 12. apríl. Ný þingmál, sem eiga að koma á dagskrá fyrir sumarhlé, þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok marsmánaðar. Síðasti þingfundar- dagurinn er áætlaður 10. júní. Al- mennar stjórnmálaumræður (eld- húsdagur) verða mánudaginn 7. júní. Nýtt Alþingi verður kjörið 25. september í haust. sisi@mbl.is Páskahlé að hefjast á Alþingi - Birgir Þórarinsson og Guðmundur Ingi Kristinsson oftast í ræðustólinn Guðmundur Ingi Kristinsson Birgir Þórarinsson Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga 10–17 Laugardaga 11–15 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Andrés Magnússon andres@mbl.is Samkeppniseftirlitið (SKE) hyggst athuga hvort fyrirhuguð lokun dag- vöruverslunar á Hellu feli í sér brot á sátt Festar við SKE, en það gæti leitt af sér fjársektir og afturköllun heimildar þess fyrir samruna N1 og Festar árið 2018. Fyrir hefur SKE haft til rann- sóknar hvort sáttin hafi verið brotin á öðrum sviðum og voru tilgreindir sjö liðir á mögulegum brotum. Þetta kemur fram í langri yfirlýs- ingu, sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í gær vegna opinberrar um- fjöllunar á sölu Festar á verslun á Hellu og störf kunnáttumanns í tengslum við samrunann. Málatilbúnaður og störf SKE voru harðlega gagnrýnd í skýrslu stjórn- ar á aðalfundi Festar á mánudag, en af því hefur spunnist nokkur um- ræða á opinberum vettvangi. Þar hafa vinnubrögð SKE og Páls Gunn- ars Pálssonar, forstjóra þess, sætt aðfinnslum. Þar sem af sölu á dag- vöruverslun félagsins á Hellu hafi ekki orðið, m.a. fyrir tilhlutan SKE, verður henni að óbreyttu lokað í apr- íl, sem trauðla eykur samkeppni á svæðinu. Á Hellu búa 942 manns samkvæmt Hag- stofu, en á Hvols- velli, næsta byggðakjarna með verslun, búa 1.024 manns, svo þar er eftir tak- mörkuðum mark- aði að slægjast. Í gagnrýni á SKE vegna þessa hefur m.a. verið fundið að því hve mikinn kostnað Festi hafi þurft að bera vegna sölu verslunarinnar, sem þó hefði ekki tekist. Ekki er vikið að því í yfirlýs- ingu SKE. Einnig hefur skipan og kostnaður vegna „óháðs kunnáttumanns“, sem fylgjast á með efndum sáttarinnar, vakið umræðu. Í yfirlýsingunni er fjallað almennt um hlutverk kunn- áttumannsins og sagt að Lúðvík Bergvinsson hdl. hafi verið falið það, en hann hafi verið einn þriggja manna, sem Festi hefði sjálf stungið upp á, en hinir tveir hefðu ekki þótt uppfylla skilyrði um óhæði. Ekki er fjallað sérstaklega um kostnaðinn, en sagt að þekkt sé að hann geti verið mismunandi. Aðgerðir ef búð á Hellu verður lokað - Samkeppnisstofnun varar Festi við Páll Gunnar Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.