Morgunblaðið - 25.03.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.03.2021, Qupperneq 10
DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ákveðin vandamál fylgi öll- um eigendum að bankakerfinu. Það skýrist af því að þeir eru sérstakar stofnanir. Þetta hafi m.a. birst í eign- arhaldi erlendra vogunarsjóða á Ar- ion banka á sínum tíma. „Við höfðum áhyggjur af þeim út af öðrum ástæð- um. Ekki það að þeir hafi gert neitt af sér og nú eru þeir farnir.“ Farsæl- lega hafi tekist að greiða úr þeirri stöðu. Sömu sögu megi segja um um- fangsmikið eignarhald ríkissjóðs á bönkunum og að ekki sé sjálfgefið að jafn stór hluti kerfisins sé í höndum þess og reyndin er nú. Ásgeir er gestur Dagmála þar sem rætt er um stöðu hagkerfisins og horfurnar fram undan. Of mikil samþjöppun „Nú hef ég áhyggjur af því að það verði of mikil samþjöppun í kerfinu, þ.e.a.s. að við séum með lífeyrissjóði alls staðar. Og séum í raun með nokkra stóra sjóði sem eru sjálfir aktífir á fjármálamarkaði, lána út og gera og græja og eiga stóra hluti í öllum tryggingafélögum og öllum fjármálafyrirtækjum.“ Kerfislæg áhætta að þínu mati? „Já, ég tel það, eða of mikil sam- þjöppun.“ Hann bendir þó á að líf- eyrissjóðirnir hafi staðið sig vel að flestu leyti. Hins vegar fylgi því ákveðin áhætta þar sem allir tengj- ast saman í „einum hring og það fer þá að minna aðeins á gamla tíma þótt lífeyrissjóðirnir séu alls ekki skuld- settir eða neitt slíkt“. Þegar ríkið dragi sig út úr bönk- unum þurfi að setja ákveðnar leik- reglur um hvernig eigendavaldi er beitt, hverjir séu t.d. skilgreindir sem virkir eigendur. Þá segir Ásgeir í samtalinu að mikilvægt sé að tryggja sjálfstæði lífeyrissjóðanna sem séu eign sjóðfélaganna. Hann hyggst þannig beita sér fyrir því að þeir aðilar sem tilnefna stjórnar- menn í sjóðina hafi ekki óeðlilega mikil áhrif á starfsemi þeirra. Spurður hvort hann sé að vísa í því tilliti til nýlegra dæma þar sem for- svarsmenn tiltekinna stéttarfélaga hafa skákað til stjórnarmönnum í líf- eyrissjóðum og krafist þess að stjórnir þeirra tækju tilteknar fjár- festingarákvarðanir. „Það er ekki víst að hagsmunir verkalýðsfélaganna eða þeirra sem fara með stjórn verkalýðsfélaganna fari saman við hagsmuni sjóðsfélaga. Með sama hætti er ekki endilega víst að hagsmunir ákveðinna atvinnu- greina eða fyrirtækja fari saman við hagsmuni sjóðsfélaga. Þessu verðum við að gæta að og þetta fer alltaf að verða mikilvægara og mikilvægara eftir því sem lífeyrissjóðakerfið verður stærra og verður alltumlykj- andi hér.“ Dreifa þurfi valdinu í kerfinu Ásgeir ítrekar að það sé margt gott fólk og öflugt sem starfi innan lífeyriskerfisins. Nú þurfi hins vegar að huga meira að því hvernig við komum jafn stórum sjóðum fyrir í jafn litlu hagkerfi og hinu íslenska. Þar sé lausnin sennilega aukin dreif- ing ákvörðunarvalds. „Ég hefði viljað sjá sérstaka lög- gjöf um viðbótarlífeyrissparnað. Hann væri tekinn til hliðar enda er hann annars eðlis.“ Spurður út í hvað hann meini með því segir hann að það mætti sjá fyrir sér að þessi sparnaður yrði nýttur í meira mæli til fjárfestingar í framtakssjóðum. Meiri áhættu megi taka með þennan sparnað en skyldulífeyrissparnaðinn og að fólk eigi að fá að ráða meiru um ráðstöfun hans. Þannig mætti sjá fyrir sér að aðrir aðilar en lífeyris- sjóðirnir kæmu að því að ávaxta sér- eignarsparnaðinn. Með því fengist ákveðin valddreifing í lífeyrissparn- aðarkerfinu í heild. Sporna þarf á móti samþjöppun - Seðlabankastjóri segist hafa áhyggjur af samþjöppun á fjármálamarkaði - Lífeyrissjóðir traustir eigendur en mega ekki verða alltumlykjandi - Fela mætti öðrum ávöxtun séreignarsparnaðar en þeim Hagkerfið Ásgeir Jónsson segir lífeyriskerfið standa mjög styrkum fótum og að vel hafi verið haldið á málum á þeim vettvangi á síðustu áratugum. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stutt tímabil nafnleyndar var í gildi hjá þjóðkirkjunni í upphafi ársins en því lauk fyrr í mánuðinum með sam- þykkt kirkjuþings. Innan þessa tímabils voru auglýst laus til umsóknar tvö störf sóknar- presta, í Dala- og Reykholtspresta- köllum, sem bæði eru í Vestur- landsprófasts- dæmi. Umsóknar- frestur rann út í síðasta mánuði og nöfn umsækjenda verða ekki birt. Þau verða ekki gefin upp opinberlega af hálfu Biskupsstofu, þar sem talið er að þegar prestaköllin voru auglýst hafi lög ekki heimilað slíkt vegna lagabreytinga í tengslum við viðbót- arsamning ríkis og kirkju. Sam- kvæmt nýjum reglum er talað um störf, ekki lengur um prestsembætti. Á vef Biskupsstofu hefur nú verið tilkynnt að Snævar Jón Andrjesson guðfræðingur hafi verið kjörinn sókn- arprestur í Dalaprestakalli. Ráðning prests til að sitja Reykholt í Borgar- firði er í vinnslu, að sögn sr. Þorbjarn- ar Hlyns Árnasonar prófasts. Á kirkjuþingi 2020, sem lauk 12. mars sl., var samþykktt tillaga að breytingu á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta. Tillagan hljóðar svo: „Nöfn umsækjenda verði birt á opnum vef þjóðkirkjunnar að liðnum umsóknarfresti, hafi ekki ver- ið óskað nafnleyndar. Nafnleynd um- sækjenda á ekki við þegar um al- mennar prestskosningar er að ræða sbr. 13. gr. starfsreglnanna.“ Tillöguna flutti Steindór R. Har- aldsson og sagði hann í greinargerð að um nokkurt skeið hefði ríkt leynd um nöfn umsækjenda um prestemb- ætti. Þetta hefur sætt gagnrýni innan kirkjusamfélagsins, ýmist hjá þeim sem sækja um stöður sóknarpresta/ presta og þeim sem fjalla um umsókn- ir við kjör á presti. „Í núgildandi starfsreglum um val og veitingu prestsembætta er ákvæði í 13. gr. um heimild til almennra prestskosninga. Vandséð er hvernig þær eigi að fara fram ef nafnleyndar er gætt við almenna prestskosningu. Flutningsmaður telur að með þessari tillögu sé gætt meðalhófs sem er til eftirbreytni í allri stjórnsýslu kirkj- unnar,“ sagði í greinargerðinni. Kjörnefnd valdi Snævar Jón Sem fyrr segir kaus kjörnefnd Dalaprestakalls nýlega Snævar Jón Andrjesson guðfræðing sóknarprest til starfa og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hans. Í Dalaprestakalli eru sjö sóknir og hinn 1. desember 2019 var heildarfjöldi íbúa í prestakallinu 564. Snævar Jón Andrjesson fæddist 22. janúar 1985 í Siglufirði og ólst þar upp. Að loknu grunnskólanámi í heimabyggð fór hann í Menntaskól- ann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan 2005. Síðan hóf hann nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmála- fræði í háskólanum á Bifröst og lauk því árið 2012. Snævar Jón útskrifaðist í júní 2020 með mag. theol.-gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands. Kona hans er Sólrún Ýr Guðbjarts- dóttir kennari og eiga þau þrjár dæt- ur. Nafnleynd hafði áhrif í tveimur prestaköllum - Snævar Jón ráðinn í Dalaprestakalli Snævar Jón Andrjesson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykholtskirkja Ráðning sóknar- prests Borgfirðinga er í vinnslu. Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533 SUMARLEYFISFERÐIR FÍ • skráðu þig inn og drífðu þig út! Sjáumst á fjöllum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.